Ný dagsbrún - 01.09.1973, Blaðsíða 3

Ný dagsbrún - 01.09.1973, Blaðsíða 3
September 1973 3 NY DAGSBR0N MARX-LENINISMINN ALMENN HÖFUÐATRIÐI V. Leninisminn STALIN: LENINISMINN. Isl. þýðing eftir Hjalta Árnason og Sverri Kristjánsson Akureyri 1930. Bók þessi hefur inni að halda fyrirlestra sem Stalin flutti við Sverdlovháskólann í Moskvu 1924 fyrir nýja flokksfélaga. Par lýsir hann hvernig Lenin jók við og þróaði áfram marxiska fræðikenningu samkvæmt nýrri reynslu verkalýðshreyfingarinn- arinnar á tímum heimsvalda- stefnunnar (imperialismans). „Leninisminn er", segir Stalin, „marxisminn á tímabili heims- valdastefnu og verkalýðsbylting- ar". Einokunarauðvaldið og heimsvaldastefnan hafa skerpt til hins ítrasta mótsetningar auð valdsheimsins. Stalin sýnir fram á að byltingin er afleiðing þess- ara mótsagna og að hún hefst þar sem er veikasti hlekkurinn í heimskerfi imperialismans, en ekki eins og áður var haldið í iðnþróuðustu auðvaldslöndun- um. Pessi afarmikilvæga niður- staða, sem er eitt helsta fræði- legt framlag leninismans og grundvallaratriði í verkalýðsbar- áttunni nú ádögum er dregin af íærdómum rússnesku byltingar- innar. 1 Rússlandi sameinuðust allar mótsetningar imperialism- ans, þar var veikasti hlekkur hans á tímum fyrri heimsvalda- styrjaldar. Pess vegna hófst byltingin einmitt þar. Kín- verska byltingin og Kúbubylt- ingin sanna einnig þessa kenn- ingu leninismans og sömuleiðis Indókínstyrj öldin. Stalin skýrir í fyrirlestrum 'sínum þjóðfélagslegar rætur j hentistefnunnar og viðgang henn lar og rekur því næst þýðingu í fræðikenningarinnar fyrir verka- lýðshreyfinguna. Flokkur verka- lýðsins getur því aðeins valdið forustuhlutverki sínu að hann byggi starf sitt á fræðikenning- unni, þ. e. reynslu verkalýðsbar- áttunnar. Fræðikenningin verður þó því aðeins að leiðandi afli að henni sé beitt að praktisku starfi, en ekki gerð að dauðri kreddu. Stalin rekur síðan kenningar Lenins um verkalýðsbyltinguna, þróun hinnar rússnesku borg- arabyltingar yfir í sósíaliska I verkalýðsbyltingu, hvernig bændastéttin í heild var banda- maður verkalýðsins gegn ein- veldi og aðli, en aðeins hinn ör- eiga meirihluti þeirra studdi ;verkalýðinn gegn veldi borgar- anna. Kenning leninismans um al- ræði öreiganna dregur Stalin saman á eftirfarandi hátt: 1. Alræði öreiganna er óhjá- kvæmilegt um yfirgangsskeið- ið sem tekur við eftir valda- tökuna til þess að brjóta nið- ur mótspyrnu arðræningj- anna, skipuleggja uppbygg- ingu sósíalismans og verja verkalýðsríkið gegn erlendum óvinum. 2. Alræði öreiganna er ríkisvald verkalýðs og vinnandi stétta, stjórn meirihluta þjóðarinn- ar yfir minnihlutanum (arð- ræningjunum). Alræði öreig- anna er því æðra form lýð- ræðis, sem aðeins getur kem- ist á með þvi að brjóta niður ríkisvald borgaranna. STALIN Sjálfstæðisbarátta nýlendu- þjóðanna hefur gert þjóðernls- málið að alþjóðlegri baráttu gegn imperialismanum, segir Stalin. Pað verði ekki leyst nema með sameiginlegri baráttu gegn auðvaldi og imperialisma. : Verkalýðsstéttin verður því að styðja sjálfstæðishreyfingar ný- lenduþjóðar að svo miklu leyti sem þær miða að því að veikja imperialismann. Leninisminn heldur fram rétti þjóða til póli- | tísks sjálfstæðis. Bandalagsríki fleiri þjóðerna verða að byggj- ast á gagnkvæmum vilja og á- jkvörðun ásamt rétti til skilnað- ar. Að lokum ræðir Stalin um stjórnlist verklýðsflokks (komm- únistaflokks), hvernig finna þarf rétta baráttuaðferð á hverju stigi baráttunnar. Hann sýnir fram á að til þess þurfi að á- kveða gegn hvaða óvini skuli beina meginsókninni hverju sinni og hverjir geti orðið banda menn í sókninni (strategia) og því næst að velja rétta bardaga- aðferð (taktík). Brautarholti 16 sími 25775 PrentmyndagerÖ — Offsetþjónusta Eiga ellilaunamenn að . .. Framhald af forsíðu. um og mun vera búið að tilnefna menn í stjómina. Þetta og viðbrögð pólitísku klíkumannanna á ráðstefnunni við afgreiðslu lífeyrissjóðamáls- ins, sýnir að þeir hafa álitið stofnun sambands lífeyrissjóða verkamanna með fyrrgreindum hætti afgert mál án þess að það hafi nokkurn tíma komið til um- ræðu og afgreiðslu í félögunum. Eðvarð Sigurðsson reyndi að berja í brestina eftir fall frávís- unartillögunnar og flutti tillögu um að haldið skyldi áfram að undirbúa stofnun sambands líf- eyrissjóðanna. Tillagan var sam- þykkt með lítilli þátttöku og sýn- ir það eitt með öðru slappleika andstöðunnar á þessum fundi. Full ástæða var til þess að hafna algerlega hugmyndinni um sam- einingu sjóðanna (því annað þýð- ir þessi sambandsstofnun ekki) RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Staða YFIRHJUKRUNARKONU við KLEPPSSPÍTALANN er laus til um- sóknar nú þegar. Einnig vantar Hjúkrunarkonur til starfa á hinum ýmsu deildum spítalans. Staða KENNARA við skóladagheimili sem rekið er í sambandi við Klepps- spítalann er laus til umsóknar. Til greina kæmi hálfs dags starf. Nokkrar stöður AÐSTOÐARMANNA við hjúkrun við Kleppsspítalann eru lausar til umsóknar nú þegar. S? ARFSSTULKUR óskast til starfa á hinum ýmsu deildum Kleppsspítalans, svo og til ræstinga. Upplýsingar um stöður þessar veitir forstöðukonan, sími 38160. HJUKRUNARKONA óskast til kennslu við ÞROSKAÞJÁLFA- SKÓLA ÍSLANDS. Nánari upplýs- ingar veitir skólastiórinn í síma 41500. Staða RITARA við Landspítalann er laus til umsóknar. Staðan er hálft starf. Umsóknareyðublöð fyrirliggj- andi á sama stað. Reykjavík, 6. september 1973. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765 MÁLASKÓLINN MÍMIR BRAUTARHOLTI4.- SÍMI10004 •. ENSKAN Talæfingar fyrir fullorðna. Byrjendaflokkar. Fraínhaldsflokkar. Sarhtalsflokkar hjá Englendingum. Smásögur. Ferðalög. Daglegt mál. Bygging málsins.. Lestur leikrita. Verzlunarenska. Síðdegistímar og kvöldtímar. Dragið ekki að innrita yður. meðan atvinurekendur hafa nokkra íhlutun um stjórn þeirra. Annars verður rætt um lífeyr- issjóði, eða öllu heldur eftirlauna mál verkafólks síðar hér í blað- inu. Pað er engin lausn á því máli þó að verkamenn séu að klípa af launum sínum til þess að safna f sjóði sem eiga með tíð og tíma að geta greitt ein- hverja sultarstyrki til þeirra að lokinni starfsæfi. Petta er rétt- indamál. Verkamenn eiga að krefjast réttar til Iífvænlegra eftirlauna, a. m. k. frá 65 ára aldri. KENNSLU- BÆKUR Eins og áður svigna borðin undan kennslubókunum — verið velkomin. Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, sími 24242

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.