Ný dagsbrún - 01.10.1973, Blaðsíða 1

Ný dagsbrún - 01.10.1973, Blaðsíða 1
EFAff: MALGAGN ISLENZKRA SÖSIALISTA Baktrygging íslenzku borg- arastétlarinnar. Hestaskipti. Lífeyrissjóðsmálin. Verkalýðsforingjar" í þjón- ustu auðvaldsins . 9. tölublað Október 1973 5. árgangur Verkamenn Hr&fjast þess að samninganefndir s&u kosnar i félögunum Kjaramálaráðstefna ASÍ hefur lagt fram kröfur þær, sem hún telur að verkalýðssamtökin eigi að beita sér fyrir í samningunum sem eru að hefjast. Helstu atriði þeirra eru þessi: Lægstu laun séu 35 þús. kr. á mánuði. Verðlags- uppbætur takmarkist við 50 þús. kr. mánaðar- laun. 15% hækkun á alla fiskvinnslutaxta. Verkafólk, sem hefur unnið hjá sama atvinnu- rekanda fái föst vikulaun, með uppsagnarfresti og kauptryggingu. Verkalýðsfélögin fái full umráð yfir lífeyrissjóð- unum. 40 klst. vinnuvika sé unnin á 5 dögum. Tryggingarfjárhæð við dauða og örorku hækki. Launagreiðslum til starfsmanna í veikindaforföll- um verði breytt(!!) framfæris. Til þess þarf 45 j þús. kr. mánaðarlaun. Að verkalýðsfélögin fái fuíl i umráð yfir lifeyrissjóðum sín- um. Að verðlagsuppbót sé greidd' mánaðarlega. Að eftirvinnutaxti sé felldur niður og næturvinna sé greidd með 100«/0 álagi og taki við | að lokinni dagvinnu. Að samið sé aðeins til eins árs. Eftir þá reynslu, sem verka- fólk hefur fengið af þeim leið- togum, sem nú ráða mestu í ASÍ og brigðmælum þeirrar rík- isstjórnar, sem lofaði endalok- um viðreisnar og vaxandi vel- megun alþýðustéttanna, — eftir þá reynslu er verkafólki að verða æ ljósara, að það verður að styrkja samtök sín, verka- lýðsfélögin og hrífa þau úr Framhald á 3. síðu. Söguleg skýring Frá hlutleysí til hernaðarbanda- lags Málpípur imperíalismans hér á landi hafa löngum haldið því fram að hlutleysisstefnan sem mörkuð var með sambandslög- unum 1918 hafi verið sprottin af pólitískum barnaskap og draum- Atvinnurekendur greiði' 0,25% af launum í fræðslusjóði verkalýðsfé- laganna. Athuguð verði(!) verð- trygging lífeyrissjóðanna. Loks eru sérstakar ábend- ingar um skattamál og húsnæðismál, sem heyra undir þing og stjórn og ekki er víst að reynist betur en loforðið um 20%) kaupmáttaraukninguna sællar minningar. Þessi kröfugerð getur ekki tal- ist annað en ábendingar til fé- laganna, sem hér á Reykjavík- ursvæðinu eru fæst búin að fjalla um málið. Meðan það er ekki hefur stjórn ASl, eða ein- hver nefnd frá hennar hálfu ekkert umboð til þess að leggja þessar kröfur fram við atvinnu- rekendur. Þetta hefur þó gerst. Frá því var sagt í blöðum og útvarpi að viðræður séu hafnar milli ASÍ og atvinnurekenda um þessar kröfur. Ástæðunnar fyrir því að þann- ig er gengið framhjá félögunum í þessu máli þarf ekki lengi að leita. Harðasti og ráðríkasti kjarni ASl-forustunnar veit vel að stéttvísustu verkamennirnir j sætta sig ekki við þessar kröfur! né makk forustunnar við at- j vinnurekendur bak við félögin. I Verkamenn vilja að kröfumál- j in séu lögð fyrir félagsfundi og j að félagsfundir kjósi samninga-1 nefndir. t>eir vilja leggja höfuð-1 áherslu á eftirtaldar kröfur: Að dagvinnukaup hækki að | því marki að það nægi til i Verður herstöðin dulbúin? Endurskoðun herstöðvasamningsins stendur yfir. Þegar þetta er skrifað er Einar Ágústsson utanríkis- ráðherra vestur í Bandaríkjunum til þess að reyna að semja um einhverjar breytingar sem stjórnin gæti síðar kallað „efndir" á kosningaloforðunum um brottför hersins. Bæði framkvæmdastjórn Atl- antshafsbandalagsins og herstjórn Bandaríkjanna hafa enn sem fyrr gefið Einari og stjórninni þau svör, að herstöðin í Keflavík sé öldungis ómissandi fyrir varnir hinna vestrænu ríkja. Einar Ágústsson hefur, sem góður Nató-sinni (eins og stjórnin er í heild sinni samkv. stjórnarsamningnum), beygt sig fyrir þessum „sérfræðilegu" rökum og hefur því lagt fram, samkv. blaðaviðtölum vestra, þá miðl- unartillögu að herstöðin verði dulbúin þannig, að þeir sem vinna „eftirlitsstörfin teljist ekki til hers- ins, en séu bara tæknimenn, þ.e.a.s. nákvæmlega samskonar tæknimenn sem stunda njósnastörfin nú, aðeins öðruvísi klæddir. Slík óformleg herstöð hlyti samt sem áður að lúta einhverri herstjórn og starfa fyrir hana, annað væri alger fjarstæða. Svo að „lausn Einars Ágústssonar er einber skollaleikur. Auk þess er þess að minnast að Iandið er athafna- svæði Atlantshafsbandalagsins svo lengi sem það er í því. Það er á valdi herstjórnar og fastaráðs Atl- antshafsbandalagsins hvort hér er her eða ekki. Kráfa allra raunverulegra hernámsandstæðinga hlýtur því að vera uppsögn aðildar að Atlantshafs- bandalaginu (Sbr. leiðara blaðsins í dag). Skúli Thoroddsen órum um „eilífan frið" í kjöl- far Versalasamninganna. Auðvitað er þetta ekki annað en helber þvættingur. Hlutleys- isstefnan og fráhvarfið frá henni síðar endurspeglar aðeins þróun kapítalismans. Þetta tvennt táknar tvö stig í þeiri þróun. Þeir borgaralegu stjórnmála- menn, sem börðust fyrir stofn- un sjálfstæðs íslenzks ríkis á fyrstu áratugum aldarinnar, voru fulltrúar hins „frjálsa" samkeppniskapítalisma á 19. aldar vísu. Annað þekktist ekki hér á landi í þá daga. Að áliti þesara manna var hlutleysis- stefnan praktísk lausn á pólit- ísku vandamáli. Höfuðrök gegn ólafur Thors fullu sjálfstæði íslands var sú almenna pólitíska trú þeirra tíma, að ekkert land gæti ver- ið' algerlega sjálfstætt ríki án hers og , flota. títilokað væri kostnaðar vegna að ísland gæti Bjarni frá Vogi haft jafnvel lágmarksherbúnað. (Það var reiknað út t.d. að út- gerð eins herskips myndi gleypa allar tekjur landssjóðs!) Island yrði því að veia í hernaðar- bandalagi við Danmörku, eða eitthvert annað ríki. Skúli Thoroddsen, frjálslynd- ur borgari (kaupmaður o. fl.) og mikill talsmaður íslenzks full- veldis, setti 1908 fyrstur manna fram hugmyndina um hlutleys- isyfirlýsingu sem lausn á þess- um vanda. Að þeirri lausn var horfið með sambandslögunum 1918. Bjarni Jónsson frá Vogi var án efa sá maður, sem átti Framhald á 3. síðu ¦ ! v ¦.-;.¦.;.'......¦ • Bjarni Benediktsson

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.