Ný dagsbrún - 01.10.1973, Blaðsíða 4

Ný dagsbrún - 01.10.1973, Blaðsíða 4
Verkalýðsforingjar í þjónustu auðvaldsins I auðvaldsþjóðfélaginu beitir borgarastéttin ýms- um aðferðum til þess að koma fram arðráni sínu og kúgun á verkalýðnum. Þessar aðferðir mótast af aðstæðunum hverju sinni og geta því verið nokkuð mismunandi, en eiga þó flestar það sameiginlegt að yfirleitt er grímulaust ofbeldi sniðgengið í lengstu Iög og ekki gripið til beinna valdbeitinga nema að ekki sé annarra kosta völ. Sú aðferð sem auðvaldsstétt- um hins kapítaliska heims hef- ur orðið hvað heilladrýgst og árangursríkust við arðrán þeirra og alþýðukúgun meðal hinna þróuðu þjóða, er hið skipulagða stéttasamstarf þar sem ríkis- valdið (þ.e. ríkisvald borgar- anna) beitir áhrifum sínum, ým- ist beint eða óbeint, til þess að tæla verkalýðinn til samstarfs við auðstéttina, sem þar með fær enn bættari aðstöðu til þess að herða kúgunartök sín á verka- iýðsstéttinni og auka arðrán sitt á henni enn til muna. Til þessa samstarfs eru verkamenn oft og einatt tældir undir yfir- skyni ýmissa umbóta sem hald- ið er fram að séu þeim til hags- bóta, og til þess nýtur auðstétt- in ekki einungis sérstakrar að- j stoðar þeira sem hafa tiltrú verkalýðsins, þ.e. verkalýðsleið- toganna, heldur taka þessir „al- þýðuforingjar" að sér að hrinda slíkum hlutum í framkvæmd fyrir alðstéttina og nota til þess völd sín innan verkalýðs- hreyfingarinnar og það traust sem verkalýðurinn ber til þeirra. Þannig getur auðstéttin ekki einungis átakalaust og með frið- samlegu móti, heldur einnig með fullu samþykki verkalýðs- ins komið fram ýmsum aðgerð- um til þess að auka enn arðrán sitt og herða enn betur kúgun- artök sín á honum. Tvö nærtæk dæmi skal nefna þessu til sönn- unar. Með kjarasamningunum frá 1969 voru stofnaðir lífeyrissjóð- ir verkamanna (áður höfðu hlið- stæðir sjóðir verið stofnaðir meðal sjómanna). Verkalýðsfor- ustan átti þá ekki nógu sterk orð til þes að lýsa hrifningu sinni yfir þessu ákvæði samn- inganna og gyllti það á allan hátt fyrir verkamönnum hvað það væri þeim til mikilla hags- bóta að eignast slíka sjóði og taldi ekki áhorfsmál að slá nokkuð af kaupkröfum til þess (sama var og gert hvað varð- aði sjómennina á sínum tíma). Vcgna þessa hafa verkamenn og sjómenn sætt sig við, og jafn- vel talið sér til hagsbóta, að 10 prósent af launum þeirra væri gert upptækt svo að tryggja mætti þeim rétt til lán- töku (með okurvöxtum) til í- búðakaupa og nokkurs ellilífeyr- is, sem þó eru ekki annað en smánarbætur er lækka framlag hins almenna ellilífeyris svo að viðkomandi fær aldrei annað en þá lágmarksupphæð sem hann myndi hvort sem er fá þó svo að enginn lífeyrissjóður væri til. Þetta er því ekki ann- að en 10»/o aukaskattur sem lagður er á verkamenn og sjó- menn eina saman og enga aðra þegna þjóðfélagsins (a.m.k. hleypur auðstéttin algerlega frá því við þennan skatt og fær þó sinn ellilífeyri greiddan og hlýtur sínar lántökuheimildir fyrir því). Ætli það hefði geng- ið átakalaust fyrir sig að koma slíkri skattlagningu á af hálfu ríkisvaldsins með valdboði? Ég held tæplega. En um annað hefði ekki verið að ræða, ef kring án þes að auðvaldið hlyti óvinsældir af. Það er ekki ó- nýtt fyrir íslenzku arðræningj- ana að eiga slíka hauka í horni í hvert sinn sem þeir hyggjast auka arðrán sitt og herða kúg- unartök sín á verkalýðnum. Hitt dæmið eru kjarasamning- arnir frá 4. des. 1971. Með þeim samningum var verkalýðsstéttin tæld til þess að fallast baráttu- laust á smánarkauphækkun sem stóð langt fjarri þörfum henn- ar og hendur hennar bundnar til tveggja ára. Á þann hátt var auðstéttinni fengið ódýrt vinnu- afl og tryggður friður við arðrán sitt fram í tímann, gróði hennar aukinn að sama skapi sem þrælkun verkalýðsins óx. Ætli það hefði ekki orðið erf- iður biti fyrir ríkisvald borgar- anna að koma slíku í kring með valdboði og lögregluaðgerðum, og tæplega hefði það orðið til þess að auka traust verkalýðs- ins á því sama ríkisvaldi, lík- legra er að það hefði heldur orð- ið til þess að opna augu verka- fólks fyrir því hverra erinda ríkisvaldið raunverulega gengi. En til þess kom ekki, því að verkalýðsforingjarnir tóku að sér að tæla verkalýðinn til þess að samþykkja þennan smánar- samning yfir sig og tryggðu þar með auðstéttinni aukið arðrán, aukinn gróða og aukna kúgun á verkalýðnum (samb. orð Eðv- arðs Sigurðssonar á Dagsbrún- arfundi 26. ágúst 1971: „taka verður tillit til að nú situr að völdum ríkisstjórn sem er vin- veitt verkalýðnum"). Þannig heldur verkalýðsfor- ustan, þ.e.a.s. helztu broddar hennar, hlífiskildi yfir kúgunar- og arðránsaðgerðum auðstéttar- innar og dylur þær fyrir verka- lýðnum með því að dulbúa þær í form einna eða annarra um- bóta, eða þá með skýrskotun um að ein eða önnur borgara- leg ríkisstjórn sé verkalýðnum vinveitt. í raun og veru hafa þessir náungar á hendi sama hlutverk og vopnaðar lögreglu- sveitir í ríkjum fasismans, þ.e. a.s. halda alþýðunni í skefjum svo að auðstéttin geti rakað saman gróða sínum. Skyldu þessir verkalýðsfor- ingjar inna slík störf af hönd- um án þóknunar?, eða hvað liggur á bak við það að helztu forvígismenn ASÍ sækja nú svo stíft að stofnað verði landssam- band lífeyrissjóða með jafnri tölu stjórnarmanna að hálfu at- vinnurekenda og verkalýðsfélag- anna. Heyrzt hefur að formanns- sæti slíkrar stjórnar skuli falla í hlut háttsetts verkalýðsfor- ingja, nánar til tekið formanns Dagsbrúnar. Ef það reynist rétt, hvað á þá að kalla slíkt? Eru það beinar eða óbeinar mútur? S. J. NÝ DAGSBRÚN Október 1973. á Dagsbrúnarfundi Ðagsbrúnarfundur var haldinn 23. f.m. til þess að ræða kjaramálin og taka ákvörðun um samnings- uppsögn og var hún samþykkt samhljóða. Eðvarð Sigurðsson formaður félagsins hafði framsögu um kjaramálin. Eftir nokkurn inn- gang að venju um „beztu samn- inga sem félag okkar hefur gert" (síðustu samnihga), og „hagstætt ástand á stjórnmála- sviðinu" („alþýðustjórnina!!), rakti hann ályktun Reykholts- ráðstefnunnar og lagði út af henni. Sagði hann að ályktunin væri svona almennt orðuð vegna þess að félögin ættu að setja kröfurnar í fastara form. Hann forðaðist þó allar tillögur í þá átt, en lofaði öðrum fundi að hálfum mánuði liðnum. En vel mátti skilja að Eðvarð lagði meiri áherzlu á önnur atriði en kauphækkun og nefndi þar til framlög atvinnurekenda til fræðslumála verkalýðsfélaganna, sem hann kvaðst leggja „sér- staka áherzlu á", lagfæringu á skattalögunum, sem hann taldi mjög óréttlát og húsnæðismál- in. (Rétt er að benda á, að um tvö síðarnefndu málin verður ekki samið nema upp á loforð ríkisstjórnarinnar, því að bæði koma til þingsins kasta). Eðvarð lýsti því yfir að hann vildi ekki gera neinn „allsherjar upp- skurð" á samningunum. Ragnar Ragnarsson flutti eft- irfarandi lillögu um lífeyris- sjóðamálið, en fram hjá því gekk Eðvarð að mestu í fram- sögu sinni, sagði aðeins að um það mál væri enginn ágrein- ingur: „Félagsfundur í Verkamanna- félaginu Dagsbrún haldinn 23. september 1973 hafnar algerlega fyrirhugaðri stofnun landsam- bands lífeyrissjóða með aðild atvinnurekenda. Fundurinn bendir á, að greiðslur í lífeyris- sjóðinn eru teknar af Iaunum verkafólks og fjármunir sjóð- anna því eign þess eins. Þess vegna hafnar fundurinn alger- lega aðild atvinnurekenda að stjórnum sjóðanna. Á næstu árum kemur höfuð- stóll lífeyrissjóðanna til að vaxa verkalýðsforustan hefði ekki gífurlega og í ljósi þess er það gengið þarna erinda auðvalds- i lífsspursmál fyrir verkalýðs- ins og þar með komið þessu í * hreyfinguna að fá full oð óskor- uð yfirráð yfir lífeyrissjóðunum. Fundurinn fagnar þeirri á- kvörðun kjaramálaráðstefnu ASÍ, að taka þetta atriði upp sem eina af kröfunum í kom- andi kjarasamningum. Jafn- framt skorar fundurinn á full- trúa félagsins í stjórn lífeyris- Sjóös Dagsbrúnar og Framsókn- ar, að greiða atkvæði sitt gegn fyrirhugaðri stofnun landssam- bands lífeyrissjóða með aðild atvinnurekenda. Reis þá upp fundarstjóri (Halldór Björnsson) og kvað landssambandsmálið ekki vera á dagskrá fundarins og vildi hindra umræður um það. Guðmundur Hallvarðsson mótmælti athugasemd fundar- stjóra og rakti meðferð lífeyris- sjóðsmálsins (atvinnurekenda- aðildarinnar) á Reykholtsráð- stefnunni, tilraunir Eðvarðs og co. til að bæla niður kröfuna um óskert yfirráð verkamanna í sjóðstjórnum. Guðmundur ræddi síðan kjaramálin. Kvað hann augljóst að verkalýðsfor- ustan legði meira kapp á að ná vinsamlegu samkomulagi við at- vinnurekendur en að búa verka- lýðinn undir baráttu. Aðalkröf- urnar ættu að vera lífvænlegar tekjur af 8 tíma vinnu, en sam- kvæmt opinberum skýrslum þyrftu þær að vera 45 þús. kr. á mánuði, afnám eftirvinnunn- ar, þannig að næturvinnutaxti tæki við af dagvinnu, mánaðar- legar vísitölugreiðslur o.fl. Eðvarð Sigurðsson reyndi að stðahæfa að enginn ágreiningur væri í verkalýðshrevfingunni um lífeyrissjóðsmálið (stjórnaraðild atvinnurekenda), tillaga sín og fleiri á Reykholtsráðstefnunni hefði ekki verið frávísunartil- laga. Varði helmingaskiptaregl- una með því að þetta hefði ver- ið verra áður. Þá voru „fyrir- tækjasjóðir" þar sem atvinnu- rekendur höfðu meirihluta í stjórn. En „er rétt af okkur núna að setja þessa kröfu fram?" spurði Eðvarð. Kvað hann aðild atvinnurekenda að sjóðsstjórnunum og stofnun landssambands tvö óskyld mál. það í verkalýðshreyfingunni sem þarf að sannfæra um rétt verka- I manna til að ráða yfir sjóðum , sínum? spurði Friðrik. Við því ; fengust engin svör. Að öðru Sambandið hefði þegar veriö ræddi Friðrik um reynsl- stofnað (12. júní í sumar). Sagði ! una að í Reykholti hefði verið sam- þykkt að haldið skyldi áfram undirbúningi að stofnun lands- sambands og í öðru lagi að framhaldsstofnfundur yrði hald- inn í haust! Friðrik Kjarrval las upp til- lögu þeirra sexmenninganna frá Reykholtsráðstefnunni þar sem lagt er til að kröfu Jóns Ás- geirssonar o.fl. (um full yfirráð verkalýðsfélaganna yfir lífeyris- sjóðunum) sé vísað frá með þeim rökstuðningi að þeirri stefnu að verkalýðssamtökin fái „í sínar hendur full yfirráð yfir lífeyrissjóðum félagsmanna sinna" þurfi að „vinna fylgi meðal félagsmanna hinna ein- stöku lífeyrissjóða, þannig að fjöldafylgi sé tryggt að baki þegar verkalýðshreyfingin á- kveður að setja þessa réttmætu kröfu á oddinn". Hverjir eru af síðustu samnmgum. Hann mótmælti firrum stjórn- arliða um kaupmáttaraukning- una. Verðhækkanir og skatta- lögin sem leggðu þyngstu byr.ð- arnar á láglaunin hefðu gert. kauphækkanirnar að engu. Eðvarð hafði deilt á skattalögin. Hvað gerði hann á Alþingi þeg- ar þau voru samþykkt? H.vað gerði hann í húsnæðismálunumi? Um lífeyrissjóðina sagði Friðrik að lokum, að ha-nn teldi ekki hina mörgu smáu lífeyrissjó8i, sem verðbólgan æti upp, heppi- lega lausn á eftirlaunamálum verkafólks. Hitt væri réttari stefna að verkalýðshreyflngin krefðist lífvænlegra eftirlauna fyrir verkafólkið, hvort sem sú stofnun sem framkvæmd hefði á hendi héti Tryggingastofnun ríkisins eða eitthvað annað. Fram kom tillaga um sérstak- Framliald á 3. síðu ‘ÁSKÓ^ Hagkvæmt er heimanám Bréfaskólinn kennir 40 námsgreinar. Hann starfar allt árið svo hægt er að byrja nám hvenær sem er. Meðal námsgreina má nefna: fslenzku, dönsku, ensku, þýzku, frönsku, spænsku, esperanto, bókfærslu, reikning, eðlisfræði. mótorfræði, bæði um benzín- og diesel- vélar, siglingafræði fyrir réttindi að 30 lestum, um viðhald og meðferð búvéla, sálar- og uppeldisfræði, fundarstjórn og fund- arreglur. Staða kvenna á heimili og í þjóðfé- lagi. Námstækni (kennt að læra á réttan hátt). Kennsla að leika á gítar, tefla manntafl og margt fleira. Sendum kynningarrit þeim sem þess óska. Bréfaskóli SÍS og ASÍ, Ármúla 3, Reykjavík, sími 38900.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.