Ný dagsbrún - 01.11.1973, Blaðsíða 1

Ný dagsbrún - 01.11.1973, Blaðsíða 1
NÝ DAGSBRÚN 10. tölublað. MALGAGN ISLENSKRA SÓSÍALISTA Nóvember 1973. EFNI BLAÐSINS: Horfur í kjaramálum verka- Iýðsins. Styrjöld heimsvaldasinna gegn Arabaríkjunum. Ríki og bylting. Landssambandið á að vera hæstiréttur í málefnum lífeyrissjóðanna. 5. árgangur Samstaða á alþjóðavettvangi er eina leiðin til að leysa hafréttarmálin Landhelgissamningurinn við Breta er bráðabirgða- samkomulag sem gildir til tveggja ára. Engu að síð- ur táknar hann lok fiskveiðideilunnar við Breta og aðrar þjóðir í því formi sem hún hefur verið háð af íslenskum stjórnvöldum. Hann táknar algeran ósig- ur fyrir „einhliða útfærslu"stefnu stjórnarinnar. Þorskastríð verður ekki háð framar. Hetjuævintýrið um viðureign Davíðs við Golíat heyrir sögunni til. Það er svo af þeirri sára einföldu ástæðu að ráðandi öfl þjoðfélagsins, nánar tiltekið ráðandi öfl innan borgarastéttarinnar vilja ekki heyja slíkt stríð. Það er einnig ástæðan til þess að allir flokkar á þingi hafa samþykkt landhelgissaraninginn, því að þeir eru allir borgara- flokkar. Samningurinn hefur að vísu valdið nokkurri óværð í stjórnarliðinu og var jafnvel haft á orði um tíma að stjórn- in mundi falla. Það voru fyrstu viðbrögð Alþýðubandalagsins sem ollu þessu. Alþýðubanda- lagið tók samkomulagi Ólafs og Heath's fjarri í fyrstu, taldi það breska úrslitakosti sem ekki væri lítandi við sem samnings- grundvelli. En viðbrögðin hjá burgeisastéttinni voru önnur. Öll helstu stéttarsamtök henn- ar, fyrst og ákveðnast auðvitað Verslunarráð Islands, Landsam- band ísl. útvegsmanna, Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda, Vinnuveitendasambandið og svo auðvitað Sjálfstæðisflokkurinn lögðu blessun sína yfir sam- komulagið. Þá fór Alþýðubanda- lagið að linast, enda kyngdi það bitanum orðskviðalaust föstu- daginn 9. nóv. — rétt fyrir há- degismatinn! Petta kom engum á óvart sem sitthvað þekkir til innviða þessa flokks, enda var niðurstaðan undirbúin á flokksráðstefnu dagana á undan. Þar sagði Lúð- vík Jósefsson svo í ræðu (prent- uð í Þjóðv.) eftir að hann hefur lýst „reiði" þeirra A-bandalags- manna vegna „úrslitakostanna": „En eigi að síður er rétt að gera sér grein fyrir því, að [ þrátt fyrir samkomulag við Breta — og kannske einnig við Vestur-Þjóðverja á hlið- stæðum grundvelli — um atr- iðin frá London, hefur ekki orðið nein grundvallar-stefnu- breyting í landhelgismálinu. Við höfum ekki tapað land- helgismálinu sem heild. Við höfum aðeins fengið nokkru lakar út úr stöðunni en við áttum að fá." Og þetta meistarastykki yfir- klórsins var af ráðstefnunni tekið gott og gilt. „Vírslitakost- ir" voru ekki nefndir á nafn framar. Þeir hétu nú „sam- komulag" og „atriðin frá Lond- on"! Og samkomulagið var svo langt frá því að vera óhæft sem sarnningsgrundvöllur að það mátti sem hægast samþykkja það óbreytt! Þá er skollaleikur Sjálfstæð- isflokksins athugaverður. Þegar samkomulag Ólafs—Heath's var valdið alvarlegum ágreiningi stjórnarflokkanna og jafnvel stjórnarslitum, átti Morgunblað- ið varla nógu sterk orð til að lýsa ágæti þess og stjórnvisku, sjálfstæði og skörungsskap Ól- afs Jóhannessonar. En þegar sýnt var að málið yrði afgreitt ágreiningslaust af stjórnarflokk- unum, þóttist íhaldsliðið á þingi ekki viðbúið að taka afstöðu og er ekki búið að því enn, þegar þetta er skrifað! Sannleikurínn er sá að Sjálf- stæðisflokkurinn vildi feginn gert hafa þetta samkomulag, það er alveg í samræmi við stefnu hans í landhelgismálinu fyrr. og síðar. Burgeisastéttin vill ekki og hefur aldrei viljað heyja landhelgisdeilu við Breta eða aðra alvarlega deilu' við stéttarbræður sína í öðrum vest- rænum löndum af því að það kemur í bága við þýðingarmestu stéttarhagsmuni hennar, eins og áður hefur verið bent á hér í blaðinu. Óttinn við að rofna kunni pólitísk og viðskiptaleg tengsl við „vestrænar vinaþjóð- ir", þ. e. við vestrænt auðvald mótar stefnu burgeisastéttar- innar og ríkisstjórnarinnar í landhelgismálinú, en ekki kvein- stafir og kærur smáútgerðar- manna og skipstjóra í sjávar- þorpunum. Og ótti Morgun- blaðsins við það að landhelgis- málið kunni að fléttast inn í herstöðvamálið og Nató lætur sig ekki án vitnisburðar. Með landhelgissamningnum er mest allt 50-míIna svæðið fyrir utan tólf mílur heimilt bresk- um togaraflota með nokkrum takmörkunum á veiðitíma, skjpafjölda og stærð. A þessu er í raun og veru engrar breyt- ingar að vænta, þrátt fyrir tak- markaðan gildistíma samnings- ins fyr en með viðurkenningu á stækkaðri landhelgi. Það er nú sýnt að héðan af fæst sú viðurkenning ekki nema með alþjóðasamþykkt, því að hafréttarmálin eru nú orðin bar- áttumál vanþróaðri og arðrænd- ari hluta heims gegn stórveld- um og hringavaldi. Hafréttar- málin og þar með talin fisk- veiðaréttindin verða ekki leyst nema með öflugri samstöðu þessara ríkja. Sá sannleikur virðist nú vera að renna upp fyrir flokkunum og ríkisstjórninni. Þeir og hún hafa aldrei viljað leggja áherslu á neina samstöðu með öðrum strandríkjum í landhelgismál- inu fyr en nú. Nú þykjast þeir vilja heimta 200 mílna réttindi af því að það er orðin almenn- asta krafa strandríkja. Peir vita að' sú krafa verður borin fram á væntanlegri hafréttarráðstefnu og í samræmi við það hefur stjórnin borið fram breytingar- tillögu við landgrunnslögin um að landgrunnið miðist við 200 mílur. I tilefni af útvarpsræðu Magnúsar Kjartanssonar 18. október. Alþýðubandalagið hefur þótst og þykist enn vera eini flokkurinn sem er andvígur aðild Islands að At- lantshafsbandalaginu. Það hefur þó aldrei gert úr- sögn að baráttumáli og aldrei reynt að vekja neina hreyfingu í þá átt. Það hefur jafnvel reynt að hindra að málið sé sett á dagskrá og hefur áður verið drepið á það hér í blaðinu. Viljayfirlýsingar þess um úrsögn Islands eru því meira í orði en á borði og til þess ætlaðar að halda vissum kjósendahópi án þess að setja í hættu álit sitt og ítök hjá borgarastéttinni. Af sömu atkvæðaveiðaástæðum hefur Alþýðu- bandalagið hingað til látið það ógert að hylla At- lantshafsbandalagið eða telja því neitt til gildis þang- að til nú fyrir skemmstu að einn af aðalforingjunum gerist til þess. 1 fyrra mánuði (18. okt.) fóru fram útvarpsumræður áAlþingi. Par talaði Magnús Kjartansson ráðherra Alþýðubandalagsins um herstöðvamálið og Atlants- hafsbandalagið og er ræðan birt í Þjóðviljanum daginn eftir. Magnús Kjartansson einskorð- aði mál sitt við sinn skilning á ákvæði stjórnarsamningsins um brottför hersins, sem sé þann að herinn færi á kjörtímabilinu en skipti ekki um föt eins og Einar Agústsson utanríkisráð- herra hefur boðið upp á. Og að- alrök Magnúsar fyrir afnámi herstöðvanna voru þau, að her- setan væri í mótsögn við skyld- ur og réttindi íslands sem að- ila Atlantshafsbandalagsins! Til þess að sanna þetta tók Magnús upp niðurstöður skýrslu landsölumanna frá 1949, þeirra Bjarna Benediktssonar, Emils Jónssonar og Eysteins Jónsson- ar eftir Bandaríkjaför þeirra til undirbúnings inngöngu íslands í Atlantshafsbandalagið. Par seg- sjálfs hvenær sú aðstaða yrði látin í té. 2. Að allir samningsaðilar hefðu fullan skilning á sér- stöðu Islands. 3. Að viðurkennt væri, að Island hefði engan her og ætl- aði ekki að stofna her. 4. Að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðv- ar yrðu á Islandi á friðartím- um". „Þetta eru einu skuldbinding- arnar sem Islendingar hafa á sig tekið gagnvart Atlantshafs bandalaginu og á þessi atriði lögðu stuðningsmenn aðildar hina þyngstu áherslu í um- ræðum þeim sem urðu á Al- þingi" segir Magnús Kjartansson. Og Til árásar með kjafti og klóm. ir svo samkvæmt tilvitnun birt, og hann hélt að það gæti I Magnúsar: „I lok viðræðnanna var því lýst yfir af hálfu Bandaríkja- manna: 1. Að ef til ófriðar kæmi mundu bandalgasþjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu og var í síðasta stríði og það myndi algerlega vera á valdi Islands til frekari áréttingar vitnar hann í glamurræður landssölu- mannsins Ólafs Thors um At- lantshafssáttmálann 28. mars 1949: „Hann er sáttmáli um það, að engin þjóð skuli nokkru sinni hafa her á Islandi á friðar- tímum. Hann er sáttmáli um það, að aldrei skuli herstöðv- ar vera á Islandi á friðartim- um". Magnús Kjartansson er alveg sammála. Hann sagði í ræðu sinni: (Sbr. Þjóðv. 19. okt.): „Þetta og þetta eitt eru skuld- bindingar íslands gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Allar staðhæfingar um aðrar skuld- bindingar eru tilhæfulausar með öllu. Og hinu skulum við ekki gleyma að þetta eru einn- ig skuldbindingar Atlantshafs- bandalagsins gagnvart Islend- ingum". (Lbr. N. d.). Petta er allt óráðsbull. Það er í fyrsta lagi hugsunarvilla að loforð sem landsölumönnum voru gefin fyrir stofnun Atlants- hafsbandalagsins séu skuldbind- ingar Islands. Þaðan af síður eru þau skuldbindingar Atlantshafs- bandalagsins. I Atlantshafssátt- málanum er ekkert þessara atr- iða nefnt á nafn. Þar er ekki eitt orð um aðstöðu á Islandi ef til ófriðar kæmi, enda ger- samlega óþarft eins og síðar mun sýnt. Ekkert um „sérstöðu Islands". Ekkert um það að Is- land ætli ekki að stofna her. Það var meira að segja reynt en mistókst. Skýrsla þremenninganna frá 1949 var ekkert annað frá þeirra hendi en blekking til þess gerð að friða hrekklausan almenning og hefur ekki meira gildi varð- andi rétt og skyldur Islands í Atlantshafsbandalaginu en skrumræður Ólafs Thors. Til er önnur heimild sem tek- ur af öll tvímæli um þetta. Það er leyniskýrsla sem birt var þingmönnum þáverandi stjórnar flokka. Hún hefur inni að halda svör Dean Acheson's utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna við spurningum þremenninganna varðandi skuldbindingar Islands sem aðila að Atlantshafsbanda- laginu. Acheson segir þar að Islend- ingar fái engan skriflegan fyrir- vara að setja varðandi „sér- Framhald á 3. síðu

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.