Ný dagsbrún - 01.11.1973, Blaðsíða 2

Ný dagsbrún - 01.11.1973, Blaðsíða 2
NY DAGSBRON NTóvember 1973 NY DAGSBRUN Otgefandi: Sósíalistafélag Reykjavíkur Abyrgðarmaður: Runólfur Björnsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Iryggvagötu 10 • Reykjavík Sími 17510 • Pósthólf 314 Verð blaðsins er kr. 20.00 eintakið Setning: Prentiðjan Skipholti 9 Prcntun: Prentsmiðja Þjóðviljans h. £. Horfur S k§ara- málum verka- Ef spurt er um horfur í kaup- og kjaradeilu verkalýðsins sem nú stendur yfir verður því ekki svarað á einn veg. Það kemst næst sannleikanum að segja að þær séu bæði góðar og slæmar. Góðar að því leyti að eftirspurn eftir vinnuafli er mikil, svo mikil að atvinnurekendur hika ekki við að láta vinna í eftir- nætur- og helgidagavinnu ef þeir eiga þess kost. Það sýnir að gróði atvinnu- rekendastéttarinnar er svo mikill að það „borgar sig" að kaupa vinnuaflið hærra verði en dag- vinnutaxtinn er. En því meiri sem gróði at- vinnurekenda er, því tilfinnanlegra er verkfall fyrir þá og að sama skapi beittara vopn í höndum verka- lýðsins. Að öðru leyti verður að telja horfurnar mjög slæmar. Því veldur forusta verkalýðssamtakanna og vinnubrögð þau sem hún hefur haft við undir- búning kjaradeilunnar. Og það er að sjálfsögðu hvorki tilviljun né nýjung, heldur enn ein staðfest- ing á margreyndri stéttasamvinnustefnu hennar. Stéttasamvinnuklíkan í æðstu stjórn verkalýðs- samtakanna hefur hrifsað til sín öll ráð þeirra í samningamálunum. Hún hefur látið undir höfuð leggjast að búa félögin undir átök. Hún hefur skor- ið niður eðhlegar og sjálfsagðar kröfur, svo sem þá, að kaupkrafan sé miðuð við það að brúa bilið milli framfærslukostnaðar og kaupgjalds. Og hún hefur lagt í hendur umboðslausri 30 manna nefnd að semja við atvinnurekendur um heildarkröfurnar. Við þetta bætist að a. m. k. sá hluti klíkunnar, sem nátengdastur er atvinnurekenda- og ríkisvaldi, er mótfallinn jafnvel þeim lágu kröfum, sem gerð- ar eru. Þessum „verkalýðsforingjum" þykir t. d. 35 þús. kr. lágmarkslaun of há, þó að þeir neyddúst til að fallast á þá kröfu af því að Norðurlandsfé- lögin höfðu áður sett hana fram. Þá er frægt orðið að þessir menn börðust eins og þeir gátu gegn kröfunni um full yfirráð í lífeyrissjóðunum. Það veit ekki á gott að þessir sömu menn eru aðalsamningamennirnir. Þeir munu hugsa sér að láta ekki sverfa til stáls í kjaradeilum að þessu sinni, heldur „leysa" málin með makki við stjórn- arvöldin, falla frá kaupkröfum gegn umbótaloforð- um á öðrum hagsmunasviðum verkalýðsins. Reynsl- an hefur sýnt að slík loforð eru jafnan sýnd veiði en ekki gefin. Þeir sem eiga að búa við þau kjör sem væntan- legir samningar móta, óbreyttir verkamenn hafa lítt verið kallaðir til við undirbúning kröfugerðar. Nú kemur til þeirra kasta að bjarga því sem bjargað verður, þannig að þeir fái raunhæfar kjarabætur. Til þess að það geti orðið verða verkamenn að láta mál sín meira til sín taka en áður, halda vinnu- staðafundi, mynda hópa, krefjast funda í félögum sínum, taka fyrir eftirvinnu, jafnvel gera skyndi- verkföll o. s. frv. Hálaunuðum erindrekum ríkis- valds og atvinnurekenda þarf ekki að takast oftar að gera kjör verkalýðsins að verslunarvöru á póli- tískum braskmarkaði. Verkamenn, takið málefni ykkar í eigin hendur! R. B. Styrjöld heimsvaldasinna gegn Arabaríkjunum Árásarstyrjöld síonista og bandarískra heims- valdasinna gegn Arabaríkjunum tveim, Sýrlandi og Egyptalandi sem hófst 6. október er hin fjórða í röðinni á aldarfjórðungi. Um það hefur verið deilt hvor aðilinn hafi „hleypt af fyrsta skotinu" að þessu sinni, rétt eins og það skipti nokkru máli! Saga ísra- elsríkis síðan það varð til er saga sífelldra árása og yfirgangs og til þess var stofnað með ofríki og yfirgangi vestrænna heimsvaldasinna. Framferði síonista og hjálparmanna þeirra er ekkert annað en framhald á arðráns- og undirokunarstefnu heims auðvaldsins gegn þriðja heiminum. Það er megin- staðreynd þessa máls, sem frá marxisku sjónarmiði ræður afstöðu til þessa stríðs, en ekki þjóðfélags- ástand og stéttareðli núverandi stjórnarvalda Arabaríkjanna. Þau eiga í blóðugum átökum við heimsvaldasinna og meðan svo er eiga þau kröfu á fullum stuðningi allra róttækra og byltingarsinn- aðra afla og hafa stuðning þeirra. Hins vegar eru öll heimsvaldasinnuð öfl á bandi síonista og Israels. Þar eru fremst í flokki banda- ríkin sem hafa eflt Israel til árásarstríða, enda eru síonistar hvergi áhrifameiri en þar. Þeir hafa löng- um setið þar í æðstu áhrifastöðum og lengi var síon- istadólgurinn Goldberg aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og kom í veg fyrir að Arabaríkin fengju nokkra leiðréttingu mála sinna. Risaveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin hafa knúið fram vopnahlé í bráð. Það virðast þau miklu fremur hafa gert til þess að slaka á spennu milli sjálfra þeirra en til þess að leita nokkurra viðhlít- andi lausna á deilunni. Bak við hina sameiginlegu „hvorki stríðs né friðar"-stefnu þeirra er enginn sameiginlegur vilji til réttláts friðar. Lágmarksskil- yrði fyrir varanlegri friði er að herteknu svæðun- um sé skilað aftur eins og leiðtogar Arabaríkjanna hafa sagt. og bresku. Hjá bresku stjórn- inni fengu síonistar að lokum jákvæðar undirtektir. Síonista- hreyfingin er þannig frá upp- hafi nátengd heimsvaldastefn- unni. Balfouryfirlýsingin og umboðsstjórn Breta. 1 nóvember 1917 gaf breski utanríkisráðherrann Arthur Bal- four hina illræmdu yfirlýsingu, sem síðan er við hann kennd, í bréfi til Rotsqhilds lávarðar, eins af helstu leiðtogum síon- ista. Par segir svo: „Stjórn hans hátignar er hlynt því að stofnað sé þjóð arheimili fyrir gyðinga í Palestínu og mun gera sitt ítrasta til þess að auðvelda framkvæmd þess máls að því tilskildu að ekkert sé gert sem gæti skert borg- araleg og trúarleg réttindi ógyðinglegra samfélaga sem fyrir eru í Palestínu eða réttindi og pólitíska stöðu gyðinga í nokkru öðru landi. Ég væri yður þakklátur ef þér vilduð tilkynna Síonista sambandinu þessa yfirlýs- ingu." Með Balfouryfirlýsingunni fengu síonistar það sem þeir vildu, enda var texti hennar samþykktur af leiðtogum þeirra, reyndar áður en hann var Iagð- ur fyrir breska ráðuneytið! Eft- irtektarvert er að pólítísk rétt- indi Araba var vandlega gætt að nefna ekki í yfirlýsingunni, þó að þeir væru á þeim tíma 82 prósent af íbúum Palestínu og algerlega andvígir síonistum og fyrirætlunum þeirra. Arabar í Palestínu voru skelf- ingu lostnir. Bretar höfðu ráð- stafað landi þejrra til erlendra manna, þrátt fyrir loforð sín Síonisminn er heims- valdasinnuð hreyfing. Síonistahreyfingin hófst opin- berlega 1897. Þá var haldið' fyrsta þing hennar í Basel. Leið-' togi hreyfingarinnar og helsti I hugmyndafræðingur var Theo- dor Herzl. Ari áður hafði hann' gefið út stefnuskrárrit sitt „Gyð- j ingaríkið" (Der Judenstaat). Þetta heiti var þó ekki notað' í fyrstu þegar hreyfingin tók að leita sér stuðnings hjá nýlendu- veldunum vestrænu. Ríki var ekki nefnt sem framtíðarmark- mið, heldur „þjóðarheimili Gyð- inga". Síonisminn er pólitísk hreyf- ing sprottin upp af Gyðingaof- sóknum f Evrópu. Síonistar hugsuðu sér þá lausn þess máls að stcfna sérstakt gyðingaríki. Síonistar voru mótfallnir því að samlagast þeim þjóðum sem þeir bjuggu með. Hreyfingin var nátengd gyðinglegu auðvaldi. Gegn kenningum síonista risu margir frjálslyndari gyðingar. Þeir sögðu að flótti frá gyðinga- ofsóknum væri sama sem að viðurkenna réttmæti þeirra. Rétta leiðin væri að berjast gegn þeim. Fyrsta þing síonista sam- þykkti að stofnað skyldi ,þjóð- I arheimili" fyrir Gyðinga í Palest | ínu og að ákveðin yrðu „hæfi-1 leg" landamæri þess. Vandamál-; ið var hvernig þessu yrði fram- gengt Var horfið að því ráði að fá til þess stuðning stórveld- anna. Var í því skyni leitað til rússnesku keisarastjórnarinnar, hinna tyrknesku stjórnenda Palestínu, þýsku stjórnarinnar Aðstoð Bandarikj- anna við ísrael. um að Palestínumenn fengju sjálfstæði að stríði loknu. Öt á það loforð höfðu þeir barist með Bretum gegn Tyrkjum. Balfour-yfirlýsingin var bragð Breta til þess að fá stuðning hins gyðinglega auðvalds í stríðinu og til þess að hindra að Arabar sameinuðust og efldu ríki sitt á þessu svæði. Það töldu þeir hættu fyrir heims- veldishagsmuni sína. Síonistar höfðu nú fengið samþykki öflugasta heimsveld- isins fyrir stofnun Gyðingaríkis í Palestínu, þó það væri ekki opinberlega nefnt svo. Þar við bættist að Palestína varð vernd- arsvæði Breta (mandat) og í skjóli þess hófst nú innflutning- ur Gyðinga í landið. Jafnframt varð Síonistasambandið æ op- Framhald á 3. síðu ¦¦

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.