Ný dagsbrún - 01.11.1973, Blaðsíða 3

Ný dagsbrún - 01.11.1973, Blaðsíða 3
Nóvember 1973. NY dagsbrcn Styrjöld heimsvaldasinna Framhald af 2. síðu. inskárra og frekjufyllra í yfir- lýsingum sínum. Gyðingar reyndu að kaupa allt það land af Aröbum sem falt var. Það varð þó aldrei mikið land sem þeir eignuðust þannig (sbr. N. d. júní) og þeir sem seldu voru aðallega landeigendur, sem voru búsettir í Sýrlandi. En þegar Israelsríki var stofnað 1948 var jarðnæði Araba tekið af þeim í stórum stíl og fjöldi þeirra flæmdur úr landi og hefur sú saga verið að gerast fram á þennan dag. Heimsstyrjöldin síðari var eins og hin fyrri vatn á myllu Síonista, enda hertu þeir nú á kröfum sínum. 1 maí 1942 settu þeir fram kröfur um tafarlausa stofnun Gyðingaríkis í Palest- ínu, ótakmarkaðan innflutning Gyðinga þangað undir stjórn Gyðingasamtakanna og myndun eigin hers. Þessar kröfur lögðu þeir fyrir bresku stjórnina 1945 og á þessum grundvelli var ísraelsríki stofnað 1948 að til- stuðlan breskra og bandarískra heimsvaldasinna. Gyðingar eiga engan „sögulegan rétt" til Palestínu. Um það bil þrjár milljónir Gyðinga eru nú í ísrael. (I öðr- um löndum heims eru 12 millj. Gyðinga og þar af í New York einni fleiri en í Israel). Flestir þeirra eru innfæddir Austur- Evrópumenn, Þjóðverjar, Eng- lendingar, Bandaríkjamenn o. s. frv. í ótalmarga ættliði. Alda- langar trúar- og atvinnuofsókn- ir hafa viðhaldið gyðinglegum samfélögum í nokkurskonar „apartheid"- eða aðskilnaðarað- stöðu meðal vestrænna þjóða. Þetta ástand hefur fóstrað hin- ar fáránlegu hugmyndir Sí- onismans um nokkurskonar „erfðarétt" að Palestínu, arftaka þeirra fornu, útdauðu þjóð- flokka sem byggðu landið á biblíusögulegum tíma. Þjóðsag- an um burtflutning allra hinna fornu gyðingaþjóðflokka frá Palestínu eftir fall Jerúsalem árið 70 að okkar tímatali er furðu lífseig þó að hún hafi ekki við neitt að styðjast ann- að en það, að Rómverjar hafa eflaust aflað sér þræla meðal Gyðinga eftir sigur sinn svo sem venja þeirra var. Burt- flutningur Gyðinga til annarra Miðjarðarhafslanda er miklu eldri en fall Jerúsalem og ekk- ert einsdæmi á þeim tíma, sbr. Föníkumenn og Armeningar. Arabar hafa búið óslitið í Palestínu í 1300 ár og þegar Israelsríki var stofnað 1948 var meirihluti íbúanna arabiskur þrátt fyrir stöðugan innflutn- ing Gyðinga síðan fyrri heims- styrjöld lauk. Styrjaldarrekstur Israels er kostaður af bandaríska auðvaldinu. Árásarstyrjaldir Israels gegn Arabalöndunum hafa kostað gíf- urlegar fjárhæðir, miklu meiri en svo að Israel sjálft með um það bil þrjár milljónir íbúa gæti risið undir. Stöðugur fjár- straumur erlendis frá, einkum frá Bandaríkjunum, ríki og auð- mönnum. Samkvæmt opinber- um skýrslum hafa framlög til Israels í formi gjafa, styrkja og lána numið um 12,2 milljörðum dollara. Það er áætlað að meira en 80% af þessu fé hafi komið frá Bandaríkjunum. 1 febrúar síðastl. sömdu Israelar um 550 milljón dollara bandaríska fjár- hagsaðstoð. Mestur hluti MARX-LENINISMINN ALMENN HÖFUÐATRIÐI VII. Ríki og bylting LENIN: Ríki og bylting. Isl. þýðing. Reykja- vík 1938. önnur útg. 1970 (Heimskringla). Afstaðan gagnvart ríkinu er eitt af þýðing- armestu málum verkalýðshreyfingarinnar. Hægri menn og sósíaldemókratar halda því fram að ríkið sé hlutlaust og standi yfir stétt- unum. Slíka skoðun hefur t.d. Alþýðubanda- lagið hér, að ekki sé talað um Alþýðuflokkinn. I bók sinni um ríkið og byltinguna sýnir Lenin með órækum rökum að þesar hugmyndir eru gersamlega rangar og sviksamlegar. Hann dregur saman kenningar Marx og Engels um um ríkið og eykur mörgu nýju við úr reynslu verkalýðshreyfingarinnar síðan þeir voru uppi. Aðalefni bókarinnar er í mjög stuttu máli þetta: Ríkði er stéttardrottnunartæki. Það er afleið- ing ósættanlegra stéttamótsetninga. Það er verkfæri stéttar til þess að kúga aðrar stéttir. Ytri einkenni ríkisins eru alls kyns þvingun- arstofnanir, svo sem her, lögregla, fangelsi og skrifstofuvald Ríkisvélin hefur náð fullkomnun sinni í kapítalisku þjóðfélagi. Verkalýðurinn getur ekki yfirtekið ríkisvald borgarastéttarinnar og nota það í eigin þágu. Hann verður að mola það niður og setja í stað þess ríki öreiganna — það er öreigarnir skipu- lagðir sem ríkjandi stétt. Ríkisform borgarastéttarinnar eru mörg og margvísleg, en öll eru þau form fyrir alræði borgarastéttarinnar. Á breytingaskeiðinu frá kapítalisma til kommúnisma munu koma fram margskonar pólitísk form, en innihald þeirra mun verða hið sama, alræði öreiganna. Hlut- verk öreigaalræðisins er að brjóta á bak aftur mótstöðu arðræningjanna og ryðja brautina fyrir stéttlausa þjóðfélagið, — kommúnism- ann. Lenin ræðir ýtarlega um muninn á borgara- Iegu lýðræði og öreigalýðræði og skilgreinir reynslu Parísarkommúnunnar, sem var lýðræði öreiganna eins og Marx var ljóst á þeim tíma. Við verðum að geta hugsað okkur Iýðræði án þingræðis, segir Lenin. Sósíaliska þjóðfélagið, fyrra stig kommún- ismans er sprottið upp úr skauti kapítalism- ans og ber „móðurmerki" hans á mörgum sviðum. Ríkisvald er ennþá nauðsynlegt og þar með kúgun, en stéttirnar hafa skipt um hlut- verk þar sem öreigarnir eru hin ríkjandi stétt. Það er, eins og Lenin segir, borgaraþjóðfélagið án borgara. Með þróun þess yfir í kommún- isma, þegar „sérhver maður starfar eftir því sem hann hefur hæfileika til og ber úr býtum eftir því sem þarfir hans krefja" (Marx) tekur ríkið að „visna upp" og deyr út að lokum. Herseta Framhald af 1. síðu. stöðu" Islands sem vopnlausrar þjóðar, að ekki nægi yfirlýsing frá íslands hálfu um að Banda- ríkin fái sömu aðstöðu á Is- landi og í síðasta stríði ef til þess ! ófriðar kæmi, að Keflavíkurstöð- fjár fór til eflingar flughersins. in verði að vera til taks fyrir 1 stríði því sem hófst 6. okt. bandalagið sem herbækistöð og< má segja að bandarísku heims- j sömuleiðis olíustöðin í Hvalfirði, valdasinnarnir hafi endanlega! að íslendingar mættu því að- kastað - grímunni. Þeir hafa i eins segja upp Keflavíkursamn- myndað „loftbrú" beinleiðis frá j ingnum, að bandalagið fengi þar Bandaríkjunum til Israel til I sömu aðstöðu. þess að birgja það hergögnum. j Með þessum óformlegu skil- Á fárra mínútna fresti lenda j yrðum gerðist íslenska ríkið að- stórar flutningaflugvélar á ísra- j ili að Atlantshafsbandalaginu. elskum flugvöllum hlaðnar | Og með sjálfri aðildinni er ís- þungum hergögnum. Styrjöldin er nú eins og áður styrjöld heimsvaldasinna, fyrst og fremst bandarískra, gegn Araba- ríkjunum og þriðja heiminum til þess að viðhalda yfirdrottn- un sinni. Undirstaðan - yfírbyggingin „-------Samkvæmt efnislegri söguskoðun er framleiðslan og endun,, í lífinu sjálfu þegar allt kemur til alls ráð- andi aflið í sögunni. Hvorki Marx né ég höfum nokkru sinni staðhæft meira. Þegar einhver kemur nú og rang- færir þetta á þann veg, að efnahagsatriðið sé eitt ráðandi, ummyndar hann þessa setningu í merkingarlaust, óhlut- lægt, fáránlegt orðagjálfur. Efnahagsástandið er undir- staðan, en mismunandi atriði yfirbyggingarinnar — pólit- ískar myndir sem stéttabaráttan tekur á sig og úrslit hennar — stjórnarskrár sem sigursæl stétt setur að unn- inni orustu o. s. frv. — réttarreglur, og meira að segja speglanir allra þessara raunverulegu viðureigna í heilum þeirra, sem þar taka þátt, pólitískar, lagalegar, heimspeki- legar kenningar, trúarskoðanir og þróun þeirra í kenn- ingakerfi, hafa einnig áhrif á baráttuna í sögunni, og hafa oft yfirgnæfandi áhrif á myndina sem hún tekur á sig. I víxlverkan allra þessara atriða gerist það að lokum að efnahagsþróunin gerir sig gildandi sem nauðsyn fyrir tilstilli óendanlegs grúa tilviljana (þ. e. a. s. hluta og at- vika, þar sem samhengið á milli er svo lauslegt eða ó- sannanlegt að líta má svo á að það sé ekki til og því óhætt að láta vera að kanna það). Ella væri auðveldara að heim- færa kenninguna upp á hvaða söguskeið sem vera skal, en að leysa jöfnu með einni óþekktri stærð." Fr. Engels: tfr bréfi tU Blochs 1890. land striðsaðili hvenær sem her- málaráð og fastaráð Atlants- hafsbandalagsins telur tilefni gefast, með þeim ótakmörkuðu skuldbindingum sem því fylgja. Þetta er aðalatriði málsins. Magnús Kjartansson gengur framhjá þessum höfuðatriðum. Hann vitnar aðeins í gyllingar landsölumanna, sem aldrei hafa haft neina stoð í veruleikanum í því skyni að hvítþvo Atlants- hafsbandalagið og sýkna það af allri sök á herstöðvum hér. „Það hefur verið og er siðferði- leg skylda(!) bandalagsins að halda þannig á málum að hvorki sé erlendur her né herstöðvar á Islandi á friðartímum."!! segir Magnús. Herstöðvasamningurinn er sjálfstæður samningur að formi til milli Islands og Bandaríkj- anna. Hann er uppsegjanlegur og það væri áfangi að sigri, að segja honum upp, en ekki úr- slitasigur. En hann er gerður í nafni Atlantshafsbandalagsins og í þess þágu. Þó að herstöðvasamningnum væri sagt upp, tilheyrði Island eftir sem áður herstjórnarsvæði Atlantshafsflota bandalagsins, sem samkvæmt skipulagi þess hefur á hendi „varnir" Islands, þ. e. í reynd Bandaríkjaflotans. Þetta skýrir m. a. skilyrði Ache- sons um „aðstöðu" á Keflavík- urflugvelli og í Hvalfirði. Það hefur verið talið svo sjálfsagt mál að floti sem á að „verja" land með samþykki eigin stjórn- arvalda þess, hefði aðstöðu við strendur þess (flotahöfn), að ekki hefur þótt þurfa að setja það í bandalags^amninginn. Herstöðvar og herseta vofa því yi'ir íslandi hvenær sem herbandalagið telur þess þörf, þ. e. a. s. Bandaríkin, því að í herbandalagi ræður sá sem vophin hefur, einkum kjarnorku vopnin. Magnús Kjartansson er sá maður sem mest og lengst allra íslendinga hefur rætt og ritað gegn aðild að Atlantshafsbanda- laginu og herstöðvum, þó að á því hafi orðið alllangt hlé. Þeg- ar hann -nú 'tekur-til máls til þess að boða skilning landsölu- mannanna 1949 og síðan á eðli og tilgangi Atlantshafsbanda- lagsins, er það ekki gert að um- talsefni hér í því skyni að krefj- ast þess að Magnús Kjartans- son standi við neitt af því sem hann hefur sagt, heldur til þess að leiða hann fram sem vitni um það, hver er raunveruleg afstaða Alþýðubandalagsins til þessa máls. En hann er ekki einn til vitnis um það. Alþýðu- bandalagið hefur að heita má lagt niður allan andróður gegn aðild Islands að Atlantshafs- bandalaginu og herstöðvamálið reyna áróðursmenn þess að skilja meira en efni standa til frá bandalagsaðildinni. Þeir reyna að haga svo rökum sín- um fyrir brottför hersins að þau snerti sem minnst Atlants- hafsbandalagið, svo sem þannig, að samkomulag sé nú svo gott og batnandi milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna að „óhætt" sé að láta herinn fara, eða að nið- urlagning herstöðvarinnar hindri ekki „eftirlitsstörfin" (hernjósn- irnar), því að þau geti haldið áfram frá öðrum löndum! Al- þýðubandalagsforingjarnir drápu Samtök hernámsandstæðinga, sem var stefnt gegn hvoru- tveggja, Natóaðild og hersetu og höfðu talsverðan hljómgrunn millistétta svo sem bænda, og stofnuðu í þeirra stað samtök herstöðvaandstæðinga þar sem ekki mátti nefna uppsögn að- ildar að Atlantshafsbandalaginu sem fjarlægara stefnumark! Alþýðubandalagið er borgara- Iegum flokkur og þjónar því borgaralegum hagsmunum eins og allur pólitískur ferill þess ber vitni um. ' Ráðherrar þess eru nú t. d. önnum kafnir við að auka gróðamöguleika at- vinnurekenda ýmist með þvi að Iáta ríkið kaupa handa þeim atvinnutæki (skutttogara) eða 'gera þá að þátttakendum í gróðafyrirtækjum erlendra auð- hringa hér á landi. Þess er því ekki að vænta að slíkur flokk- ur berjist í alvöru gegn banda- lagsaðildinni sem borgarastéttin telur hagsmunamál sitt. En Alþýðubandalagið á aðal- fylgi sitt meðal verkamanna og millistétta sem ekki hafa hags- muni af aðild að hernaðarbanda lagi. Þess vegna eru foringjar þess og áróðursmenn að berja skjöldinn gegn Atlantshafsbanda laginu og herstöðvunum, eink- um fyrir kosningar. Magnús Kjartansson hefur meira að segja boðað að fljótlega verði látið „reyna á" viðhorf Alþing- is gagnvart Atlantshafsbanda- laginu, vel vitandi að tillagan um úrsögn yrði annaðhvort felld eða svæfð! Það kostar því ekkert — og það er skammt til kosninga! jBILrÆHEIGAJt 'ALTJM Græðum landið geymum fé. BCNAÐaRRANKI ÍSLANDS

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.