Ný dagsbrún - 01.11.1973, Síða 4

Ný dagsbrún - 01.11.1973, Síða 4
Landssambandið á að vera hæstiréttur í mál- efnum lífeyrissjóðanna Laugardaginn 6. okt. sl. birt- ist í Tímanum viðtal við þá kumpána Eðvarð Sigurðsson formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Barða Friðriks- son formann Vinnuveitendasam- bands Islands. Tilgangurinn með þessu viðtali er sýnilega sá að veita þessum náungum tækifæri til þess að réttlæta stofnun landssambands lífeyrissjóða og gefa þeim kost á að bera hönd fyrir höfuð sér gagnvart þeirri gagnrýni sem stofnun slíks landssambands hefur orðið fyr- ir. Fróðlegt er að sjá viðbrögð þeirra kumpána, þó varla sé hægt að verjast brosi yfir því, sem þeir reyna að bera fram sem rök fyrir máli sínu, svo motsagnakennd sem sú þvæla er sem þeir færa fram máli sínu til stuðnings, er þeir fálma í of- boði eftir einhverju er duga megi til að blekkja verkalýðinn með og tæla hann til stuðnings við að koma þessu hagstjórn- artæki auðvaldsins á fót. Eðvarð Sigurðsson segir: „Landsambandinu er ætlað að vera þjónustustofnun, og ég vil leggja áherslu á það." Síðan segir hann: „Þá er ætlunin að safna á einn stað upplýsingum um lánveitingar úr sjóðunum, svo að óeðlilegar lánveitingar eigi sér ekki stað." En nokkru síðar segir hann:" Ég vil sér- staklega taka fram, að lands- sambandið hefur ekkert með lánamál að gera. Pað hefur eng- in áhrif eða völd í lánamálum sjóðanna og allar getgátur um að fé muni renna til höfuðborg- arsvæðisins frá landsbyggðinni eru út í hött." ' ... Hvað á að kalla þetta? rök eða rakaleysu? Er greindarvísi- tala mannsins í algeru lág- marki? eða heldur hann að hann sé að tala til fífla og því sé hægt að bulla hvaða vitleysu sem er? Mótsögnin í þessum málflutningi er svo greinileg að hún fær ekki dulist nokkrum heilvita manni. Að dómi Eð- varðs á landssambandið að vera þjónustustofnun sem ekkert hefur með lánamál að gera, en þó á þetta sama landssamband að sjá svo til „að óeðlilegar lán- veitingar eigi sér ekki stað." Hvernig má það vera að lands- samband sem ekkert hefur með lánamál að gera, geti stöðvað, eða komið í veg fyrir, lánveit- ingu? Eða, ef landssambandið getur séð svo um að lánveiting „eigi sér ekki stað" hefur það þá ekkert með lánamál að gera. Og enn hefur Eðvarð þetta um lánveitingar að segja: „í reglugerðum ganga sjóðfé- lagar fyrir um lán, en það segir líka, að heimilt sé að lána fé til atvinnureksturs þeirra fyrir- tækja, sem greiða i sjóðina, og stofnun landssambandsins breyt ir engu um þetta, því að það eru sjóðstjórnirnar, sem ráða þessu. Meirihluti ráðstöfunar- fjár sjóðanna nú rennur til lána til sjóðfélaganna, en hér verður um mikið fé að ræða í framtíðinni, og þá vaknar sú spurning, hvernig það skuli á- vaxtað og hvort hægt sé að komast hjá því að hluti þess fari út í atvinnulífið." Það er nú það, Eðvarð. Hvers vegna vaknar sú spurning, hvort hægt sé að komast hjá því, að fé úr lífeyrissjóðunum fari út í „atvinnulífið", eða réttara sagt verði fengið atvinnurekendum til þess að afla með þvl verð- bólgugróða? Er það vegna þess að þú og nokkrir aðrir mið- stjórnarmenn úr ASl teljið ykk- ur ekkert þarfara hafa með fjármagn lífeyrissjóðanna að gera, þegar fram líða stundir, en að lána það atvinnurekend- urn til þess að auka með því verðbólgugróða þeirra og efla þar með enn að mun vald þeirra yfir íslenskum verkalýð. Er það vegna þessa sem þú og þínir fylgifiskar leggið nú slíkt ofurkapp á að stofna landssam- band lífeyrissjóða með aðild at- vinnurekenda og tryggja því hæstarétlarvald yfir lánveiting- um úr lífeyrissjóðunum, því samkvæmt þínum eigin orðum er landssambandinu ætlað slíkt vald, að öðrum kosti væri því ógerlegt að sjá svo um „að ó- eðlilegar lánveitingar eigi sér ekki stað", en það virðist liggja ljóst fyrir hverjar þessar „óeðli- legu lánveitingar" séu, þar sem að þínum dómi er ekki hægt að komast hjá að lána fé „út í at- vinnulífið" (þ. e. til atvinnurek- enda) geta slíkar lánveitingar frá því sjónarmiði ekki talist óeðlilegar, hinar „óeðlilegu lán- veitingar" eru því samkvæmt þessu aðrar lánveitingar, sem reglugerðirnar heimila. En á sí- endurteknu gaspri þínu um að það séu sjóðstjórnirnar sem hver um sig ráði eftir sem áður yfir fjármagni lífeyrissjóðanna, er ekkert mark takandi, þar sem þú hefur sjálfur lýst yfir að hlutverk landssambandsins sé m. a. að hafa yfirumsjón með því fjármagni og hæsta- réttarvald yfir . ráðstöfun þess. Nema ekkert mark sé takandi á einu einasta orði sem þú seg- ir, að þú hafir ruglast svo í kjaftavaðli þínum og fálm- kenndri leit þinni eftir fals- rökum stéttasamvinnuhugsjón- inni til framdráttar, að nær stappi fullkomnum fávitaskap. En Eðvarð Sigurðsson er eng- inn fáviti, honum er vel ljóst hvað hann er að gera, hann vill fyiár alla muni stofna lands- samband lífeyrissjóða með að- ild atvinnurekenda og gera þar með enn eina hugmynd auð- valdsins um hagstjórnartæki því til hagsbóta að veruleika, þar sem hann sjálfur skipi for- mannssætið, og hafa víst at- vinnurekendur ekki á móti því mælt, þótt þeir væru í meiri- hluta á undirbúningsstofnfund- inum 12. júní í sumar eftir að fulltrúar verkalýðsfélaganna á Norðurlandi vonx gengnir af fundi. En það kom strik í reikninginn. Fi'amsýnasti hluti verkalýðsins sá í gegnum svika- vefinn og hóf baráttu gegn slíku landssambandi. Rök þeirra eru svo skýr að engum getur dulist hvor hafi betra mál fram að flytja. Þessu var Eðvarð Sig- urðsson óviðbúinn, slíku hafði hann ekki reiknað með, því skortir hann nú rök til að verja mál sitt með, enda er málstað- urin þegi góður, málflutningur- inn verður því að mótsagna- kenndu bulli og maðurinn kem- ur, frá því sjónarmiði fyrir sem hreinn fáviti. Hvað hefur svo Barði Frið- riksson að segja um þetta mál? Hann segir: „Fyrirtækin skoða þessar „greiðslur" (þ. e. greiðslur til lífeyrissjóðanna) „sem jafnmikla nauðsyn fyrir þau sem starfs- mennina. Áður sátu fyrirtækin oft uppi með fjölda manns, sem var Iélegur vinnukraftur, en þeim var greitt kaup af því að fyrirtækin vildu ekki setja þetta fólk út á klakann. Nú sjá lífeyrissjóðirnir þessu fólki fyrir ellilífeyri". Ekki skal mig undra þótt Barði Friðriksson skoði greiðsl- ur í lífeyrissjóðina ekki síður nauðsyn fyrir auðstéttina en verkalýðinn. Þegar verkamaður- inn hefur alla sína starfsævi greitt 10% af launum sínum í lífeyrissjóð öðlast hann við sjö- tugsaldur, ef hann lifir svo lengi, rétt til ellilífeyris úr líf- eyrissjóðnum, en hafi hann haft r,étt til hámarks ellilífeyris frá trygingarstofnun ríkisins, lækk- ar sú upphæð sem nemur þeirri greiðslu er hann fær úr lífeyris- sjóðnum. Eftir sem áður verður því um sömu heildarupphæð að ræða sem viðkomandi aðili hlýt- ur. Manni verður á að spyrja: til hvers eru verkamenn að greiða í lífeyrissjóði? Þessum greiðslum fylgja engin aukin réttindi til ellilífeyris, þeir geta aldrei hlotið annað en ákveðna hámarksupphæð sem á að duga þeim til lífsviðurværis að lokn- um starfsdegi, sú upphæð verð- ur hin sama hvort sem við- komandi aðili hefur greitt til lífeyrissjóðs eða ekki. Greiðsl- urnar í lífeyrissjóðina eru því ekki annað en 10% aukaskattur, sem lagður er á verkalýðinn, það er því ekki að undra þótt Barða Friðrikssyni þyki slíkur aukaskattur nokkur nauðsyn, með því er skattabyrði verka- lýðsins þyngd, en það verður aftur til þess að létta skatt- greiðslur auðstéttarinnar að sama skapi. Barði segir ennfremur: „Pað verður að líta á þetta sem sjálfseignarstofnún, og það er grundvallarmsiskilningur á eignarréttarhugtakinu að halda öðru fram. Hvorugur aðilinn á þetta fé, en það á að verða báð- um til hagsbóta." Það var og. Lífeyrissjóðirnir eiga að verða sjálfseignarstofn- un, til þess þarf að stofna landssamband lífeyrissjóða að hægt sé að gera þá að því. Pess- ari sjálfseignarstofnun eiga svo atvinnurekendur og leiguþý þeirra úr verkalýðsforustunni að stjórna og þá getur nú verka- fólk séð hver þjónusta slíkrar sjálfseignarstofnunar verður. j Það mætti nú segja mér að það , yrði ekki mikið um „óeðlilegar j lánveitingar" til verkamanna frá j slíkri stofnun, þegar þeir eru j hættir að vera eignaraðilar að því fé sem þar liggur. Um hags- bótina þarf víst ekki að vera í ! neinum vafa, atvinnurekendur og leiguþý þeirra úr verkalýðs- forustunni verða víst áreiðan- lega á einu máli um að það sé verkalýðnum til mestra hags- bóta að „atvinnuvegirnir" gangi fyrir um lánveitingar frá slíkri sjálfseignarstofnun, og gott ef ekki styrki líka. Það er því ekki hægt að segja að þeim beri mikið á milli Eð- varð Sigurðssyni og Barða Frið- rikssyni, þegar þeir túlka skiln- ing sinn á hlutverki landssam- bands lífeyrissjóðanna, þótt Barði geti, af skiljanlegum á- stæðum, leyft sér' að vera ber- orðari í túlkun sinni. En báðir reyna þessir náungar að dylja tilganginn undir því yfirskini að þeir séu aðeins að koma á fót sakleysislegri þjónustustofnun, sem ekki muni hafa nokkurt fjármálavald á hendi. Þó á þessi þjónustustofnun að hafa vald til að stöðva lánveitingar úr sjóð- unum, þrátt fyrir það að hún á ekki að hafa, svo notuð séu orð Barða Friðrikssonar, „neitt fjárforræði í málum sjóðanna." Slíkar mótsagnir eru naumásl til þess fallnar að sannfæra nokkurn mann, enda er tilgang- urinn með stofnun landssam- bands lífeyrissjóðanna augljós. Þessari þjónustustofnun skal ekki fá minna vald en svo, að hún skal verða hæstiréttur yfir málefnum lífeyrissjóðanna og þar með taka allt fjárforræði af þeim og fá það í hendur einskonar korporation þar sem einokunarauðvaldið og stétt- svikararnir úr verkalýðsforust- unni geta í bróðemi bmggað ráð sín um hert kúgunartök á verkalýðnum. Síðan má í næstu samningum krefjast fullra yfirráða verka- lýðsfélaganna yfir lífeyrissjóð- unurn: Hvað ætli að slíkt geti skaðað atvinnurekendur þegar þeir hafa hlotið hæstaréttarvald yfir málefnum lífeyrissjóðanna? En það verður ágætt fyrir svik- arana úr verkalýðsforustunni að hafa þessa kröfu á oddinum (svo tilgangslaus sem hún þá verður) til þess að geta sagt eftir á: „Við urðum að fórna svo og svo miklu af kaupkröf- unum, til þess að ná fram kröf- unni um full yfirráð verkalýðs- félaganna yfir lífeyrissjóðun- um.“ Menn athugi þetta, því eftir sem áður verður hið raunveru- lega vald yfir lífeyrissjóðunum í höndurn atvinnurekenda og leiguþýja þeirra í verkalýðsfor- ustunni, gegnum það vald sem landssambandi lífeyrissjóðanna verður fengið. S. J. Leiðrétting. I greininni: „Frá hlutleysi til hernaðarbandalags" í síðasta blaði hefur fallið niður lína þannig að málsgreinin verður óskiljanleg. Önnur málsgrein að ofan í 3. dálki á bls. 3 á að hljóða svo: Það var þessi raunsæispólitík fulltrúa íslenskrar borgarastétt- ar sem mótaði hlutleysisstefn- una 1918. Og í rúman áratug taldi stéttin völdum sínum vel borgið með hlutleysisyfirlýsing- Þeir sem óska að gerast áskrifendur Nýrr- ar Dagsbrúnar eru beðnir að hafa samband við innheimtu. mann blaðsins, Sigurjón Jóns- son, Tómasarhaga 39, í síma 19713, eftir kl. 8 á kvöidin; einnig þeir, sem eiga ógreidd áskriftargjöld. NV dagsbrún Nóvember 1973. ALLIR VEGIR FÆRIR Á YOKOHAMA YOKOHAMA SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ EÐA ÁN NAGLA Komið inn úr kuldanum með bílinn á meðan við skiptum um. HJÓLBARÐAR Höföatúni 8 Símar 16740 og 38900 SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA * VÉLADEILD

x

Ný dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.