Ný dagsbrún - 01.12.1973, Blaðsíða 1

Ný dagsbrún - 01.12.1973, Blaðsíða 1
EFNI BLAÐSINS: l'vennskonar umbætur. Díalektisk og söguleg efnishyggja. Efnahagsmálin í Gordíonshnút. 11. tölublað. Desember 1973. 5. árgangur KeflavíkurfEugvöllur og Hvalfjörður eru og verða til taks sem herstöðvar meðan íslantí er í Nató Utanríkisráðherra Islands og aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna héldu með sér fyrsta samn- ingafundinn um herstöðvamálið snemma í fyrra mánuði. Að sjálfsögðu var allt sem þeim fór á milli „trúnaðarmál“, en Lester Parker aðalfulltrúi Banda- ríkjanna lét hafa það eftir sér í einu íhaldsblaðanna að báðir aðilar hafi lagt fram tillögur um lausn máls- ins í því skyni að „finna leið sem væri fullnægjandi fyrir íslensku ríkisstjórnina og uppfyllti jafnframt þarfir Atlantshafsbandalagsins". Ný dagsbrún getur upplýst, að tilboð Bandaríkja- ráðherrans var um fækkun í herliði Bandaríkjanna hér en Einar Ágústsson mun fyrir hönd íslensku rík- isstjórnarinnar hafa á þessu stigi málsins farið fram á brA tnir ^ alls herliðs (sem er um 2000 manns). Hér ber því ekkert á milli um: aðalatriði málsins, sem er að Is- land „uppfylli þarfir Atlantshafs ’bandalagsins". Það eitt virðist enn sem komið er bera á milli að Bandaríkjastjórn vill hafa hér formlega herstöð áfram, en ís- lenska stjórnin vill hafa hana dulbúna og vill láta óeinkennis- klædda „séfræðinga" reka njósna starfsemina. Einar Ágústsson hefur sagt að hann vilji hafa sama hátt á þessu og var milli 1949—1951, eða frá því að Island gekk í Atlants- hafsbandalagið og til þess er hernámssamningurinn var gerð- ur. En á þeim árum var málum þannig háttað að þá var Kefla- víkurflugvöllur dubúin herstöð samkvæmt Keflavíkursamningn- um svonefnda, en hann gilti til 1951 í maí er hernámssamning- urinn tók gildi. Sannleikurinn í málinu er sá að Bandaríkin hafa haft hér hernaðarlega aðstöðu, ýmist ó- dulbúnar eða dulbúnar her- stöðvar síðan 1941, eða í 32 ár. Og rétt til þess áskildi Banda- ríkjastjórn sér við inngönguna í Atlantshafsbandalagið 1949. Pjóðviljinn skýrði frá því 22. mars 1949, nokkrum dögum áð- ur en þingið samþykkti aðildina, að ráðherrarnir þrír sem fóru til Washington til þess að tala við Acheson utanríkisráðherra um inngönguskilyrðin, hefðu þá dgainn áður haldið fund með þingliði sínu og skýrt þar frá svörum Ahesons við spurningum um skilyrðin svohljóðandi: 1. spurning: Fá íslendingar að gera skriflegan fyrirvara um samninginn í samræmi við smæð þjóðarinnar og vopnleysi? — Svar: íslendingar fá ekki að gera neinn skriflegan fyrirvara. Hins vegar leyfist utanríkisráð- herranum að leggja fram yfir- lýsingu („statement") um skiln- ing sinn á samningnum. 5. spurning: Hverrar verndar geta Islendingar vænst frá Bandaríkjunum gegn árás? — Svar: Það er engin hætta á árás á ísland að óbreyttum aðstæð- um. 6. spurning: Hvað yrðu Islend ingar raunverulega að láta í té, ef þeir gerast aðili að bandalag- inu? — Svar: Fyrst í stað yrðu Islendingar að veita bandalaginu þá aðstöðu („facility"), að Kefla- víkurflugvöllur yrði til taks sem herbækistöð, og olíustöði inni í Hvalfirði yrði haldið við, svo að hægt sé að nota hana umsvifalaust. 7. spuming: Hvernig' mundu Bandáríkin líta á þáð, ef Islend- ingar segðu upp Keflavíkur- Bardagi milli hvítliða og verkamanna 30. mars 1949. 2. spurning: Skiptir miklu máli fyrir Bandaríkin, að Is- lendinga gerist aðilar að banda- laginu? — Svar: Bandaríkin líta á það sem auglýsingu og metn- aðarmál. 3. spurning: Nægir ekki að Islendingar lýsi því yfir, að Bandaríkin fái sömu aðstöðu á Islandi og í síðasta stríði, ef ný styrjöld skellur á? — Svar: Það mundi hafa í för með sér nýja samningafyrirhöfn og erfiðleika, og slíkur sérsamningur yrði í aðalatriðum að verða eins og bandalagssamningurinn. 4. spurning: Telja Bandaríkin hættulegt að hafa landið óvarið, eins og sakir standa, og hættu á, að Sovétríkin geti hernumið landið fyrirvaralaust? — Svar: Það er alveg fráleitt, að reynt verði að taka landið með fall- hlífarherjum. Það er nær óhugs- andi, að reynt verði að lenda þar flugvélum og taka landið þannig. Eini raunverulegi rnögu- leikinn er að taka landið frá sjó, en til þess þyrfti svo mik- inn undirbúning, að Bándaríkin yrðu alltaf á undan. Island þarf því ekki að óttast neina vopn- aða árás að óbreyttum aðstæð- I urn. samningnum? — Svar: Banda- ríkin telja ekkert því til fyrir- stöðu, en íslendingar yrðu þá að tryggja bandalaginu sömu yfir- ráð yfir vellinum, sem Banda- ríkin hafa nú. 8. spurning: Mundi ísland verða notað til árásar á aðrar þjóðir, ef til stríðs kæmi? — Svar: Ekki í fyrstu lotu. Með- an stöðvar eru á meginlandinu og í Bretlandi, yrðu ekki hafn- ar árásir héðan. Stjórnarblöðin urðu ókvæða ; við þessa uppljóstrun Þjóðvilj- j ans og lýstu hana ranga „í þýð- ingarmiklum atriðum" án þess i að greina frá hver atriði væri I röng. Sendiherra Bandaríkjanna ; gekk á fund utanríkisráðherra (Bj. Ben.) og kvað litið mjög al- i varlegum augum á þetta mál í Washington. Acheson hefði sýnt þremenningunum sérstakan trúnað, en þeir væru ekki fyrr kornnir heim en „málgagn kommúnista" skýrði frá „alvar- legustu hernaðarlegum leyndar- málum". Nokkrum dögum síðar | kom loks yfirlýsing urn viðræð- urnar frá vesturförunum, sem var í mikilvægustu atriðum í mótsögn við uppljóstrun Þjóð- i viljans: „1. Að ef til ófriðar kæmi, mundu bandalagsþjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu á Is- landi og var í síðasta stríði, og það mundi algerlega á valdi Islands, hvenær sú aðstaða yrði látin í té. 2. Að allir samningsaðilar hefðu fullan skilning á sér- stöðu íslands. 3. Að viðurkennt væri, að ís- land hefði engan her og ætl- aði ekki að stofna her. 4. Að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðvar yrðu á Islandi á friðartímum." Yfirlýsing þessi, sem Alþýðu- bandalagsmenn kalla nú „einu skuldbindingar Islands" við At- lantshafsbandalagið(!!), ber á sér öll merki yfirklórsins. Það er engin ástæða til þess að rengja uppljóstrun Þjóðviljans frá 22. mars 1949, vegna þess að hún kemur alveg heim við við- horf Bandaríkjastjórnar fyrr og síðar til hlutverks íslands í At- lantshafsbandalaginu. Hafi Þjóð viljinn falsað ummæli Acheson’s 1949, ber fölsunin vott um meiri skarpskyggni en vart hefur orð- ið við í því blaði um langa hríð. Annars eru hæg heimatökin hjá Þjóðviljanum að upplýsa þetta mál. Magnús Kjartansson var ritstjóri hans 1949 og hann get- ur tilgreint heimildarmann sinn að viðræðunum við Acheson. Það getur varla verið neitt leyndarmál nú, eftir nær aldar- fjórðung. Upplýsingar um þetta atriði væri þarft verk, miklu þarfara en sýndartillaga á Al- þingi til þess að „reyna á“ hver afstaða þess er, sem öll þjóðin veit fyrirfram. Bandaríkjastjórn hefur aldrei frá stríðslokum sýnt áhuga á að koma upp raunverulegum her- vörnum hér á landi. Hér em engin strandvirki, engin kafbáta- varin flotahöfn. Höfuðórar Morg- unblaðsins og Sjálfstæðisflokks- ins um „varnarleysi" landsins, ef þessir ca. 2000 hermenn fari héðan eru ekki annað en stað- lausar blekkingar. Hér hafa engar hervarnir verið síðan stríði lauk. Bandarískir ráða- menn hafa enga ástæðu séð til þess, því að árásar væri ekki að vænta, eins og Acheson sagði íslensku ráðherrunum. Þeir vildu aðeins hafa aðstöðu hér, dulbúnar herstöðvar sem væri til taks þegar þeim byði við að horfa. Það hafa þeir haft síðan 1941 og það munu þeir hafa meðan ísland er aðili Atlants- hafsbandalagsins. Þetta erkjami herstöðvamálsins. Núverandi rí’kisstjórn ætlar sér engan veg- inn að hrófla við því, enda gef- ur stjórnarsamningurinn engin fyrirheit um það. Stjórnin mun semja um ein- hverjar breytingar á rekstri her- stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli ef hún á þess nokkum kost, t. d. um að herstöðin verði að einhverju eða öllu leyti rekin af „sérfræðingum" án reglulegs herliðs. Það snertir ekkert kjarna málsins, að herstöðvar (Keflavík og Hvalfjörður) verða áfram Atlantshafsbandalaginu eða Bandaríkjunum tiltækar hvenær sem þeim býður við að horfa. Atlantshafsbandalagið er hags- munasamtök auðvaldsins á al- þjóðlegum vettvangi og bak- trygging borgarastéttanna í hverju aðildarlandi, hvort sem það er Island, Grikkland eða Portúgal o. s. frv. Herstöðva- málið er því stéttarlegt mál. Barátta gegn Atlantshafsbanda- laginu er liður í stéttabaráttu verkalýðs og vinnandi stétta. Og það er þáttur í baráttunni gegn auðvaldsskipulaginu og fyrir sósíalisma. Þess vegna er krafa allra sósíalista og verkalýðs- sinna: ísland úr Atlantshafs- bandalaginu! Burt með her og herstöðvar! Frá ráðstefnu Vietnamnefndar ísland úr Mató- herinn burt- Um Indókína: 1. Ráðstefnan vekur athygli á hinum sífelldu og stöðugt vax- andi brotum á Parísarsamkomu- laginu um frið í Víet Nam, sem Saigonstjórnin með stuðningi Bandaríkjastjórnar gerir sig seka um. 1 því sambandi er bent á a) að enn eru yfir 200 þúsund pólitískir fangar í fangelsum og einangrunarbúðum Saigon stjórnarinnar. b) að enn eru í Suður-Víet Nam yfir 20.000 bandarískir her- menn og hernaðarsérfræðing- ar, dulbúnir sem borgaralegir ráðgjafar, sem skv. upplýsing- um flugmanna, sem teknir hafa verið til fanga, stjórna m. a. loftárásum Saigon- stj órnarinnar. c) að loftárásir og landvinninga herferðir Saigonhersins á yf- irráðasvæði Bráðabirgðabylt- ingarstjórnarinnar (BBS), færast nú stöðugt í aukana. d) að í fjárlögum Bandaríkja- stjórnar er gert ráð fyrir aukningu fjárveitingar til stríðsrekstrar í Indókína í formi hernaðaraðstoðar, úr 2,735 milljörðum dollara fyrir fjárhagsárið 1972—73 í 4,069 milljarða dollara fyrir fjár- hagsárið 1972—73 í 4,69 millj- arða dollara fyrir árið 1973— 1974. Framhald á 3. síðu.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.