Ný dagsbrún - 01.12.1973, Blaðsíða 2

Ný dagsbrún - 01.12.1973, Blaðsíða 2
2 NY DAGSBRÚN Desember 1973. NÝ DAGSBRÚN Vtgefandi: Sðsíalistafélag Reykjavikur AbyrgOarmaður: Runóllur Björnsson. Rit8tjóm og afgreiösla: Fryggvagötu 10 Reykjavík Sími 17510 • Pósthólí 314 Ver3 blaðsins er kr. 20.00 eintakið Setning: Prentiðjan Skipholti 9 Prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Tvennskonar umhæfur Markmið sósíalismans (kommúnismans) er þjóðfé- lagsbylting. Það er deginum ljósara að engin leið er fær til þess að koma á sósíaliskum framleiðsluhátt- um önnur en sú, að lcollvarpa því skipulagi sem fyr- ir er og svipta stétt kapítalista umráðum yfir fram- leiðslutæk j unum Sú var tíðin að mjög var deilt um leiðina til sósí- alismans. Sósíaldemókratar héldu því fram að hægt væri að ná settu marki smátt og smátt með umbót- um og kváðust vera á leiðinni til sósíalisma. Nú eru þeir fyrir löngu hættir að tala um sósíalisma sem markmið sitt. Nú tala þeir um „blandað þjóðfélag“, sem hvorki er til né getur verið til. Með þessum orðalepp meina þeir ekki annað en aukinn rekstur auðvaldsríkisins (ríkisauðvald) sem hróflar ekki hið minnsta við þjóðfélagsvöldum auðvaldsins, heldur styrkir þau. Umbótastefna sósíaldemókrata og annarra henti- stefnuflokka miðar eingöngu að því að festa auð- valdsskipulagið í sessi, draga úr stéttabaráttunni og tryggja þar með stéttadrottnun burgeisanna. Af þessum toga eru spunnar hugmyndir um að gera verkamenn að meðeigendum fyrirtækja bur- geisanna, sem t. d. danskir kratar hafa hampað mjög og svo nefnt sé íslenskt dæmi alveg nýtt af nálinni þar sem „verkalýðsflokkarnir“ áttu hlut að, lífeyris- sjóðafarganið. Auk þess að hagur verkafólks af sjóðunum er nauðalítill þar sem lífeyrisupphæð sú sem þeir kunna að greiða dregst frá framlagi Tryggingastofn- unar ríkisins, eru í reglugerð sjóðanna tvö höfuðatr- iði, sem skera úr um hverskonar umbætur er að ræða. Annað er helmingaskiptareglan í stjórnum sjóðanna, en hitt er að þeir eiga jöfnum höndum að vera lánasjóðir fyrir atvinnurekendur. Það er vert að gefa því gaum hvað þetta þýðir fyrir verkalýðs- samtökin og kjarabaráttuna. Allar lánsstofnanir eru háðar skuldunautum sín- um og láta sér annt um hag þeirra, því að undir vel- gengni þeirra er það komið hvort lánsstofnunin græðir á lánsfénu eða tapar því. Verkalýðsfulltrú- arnir sem eiga að stjórna lífeyrissjóðum verkafólks- ins með atvinnurekendum eru því settir í þá ein- kennilegu aðstöðu að vera ábyrgir fyrir gróðahags- munum atvinnurekanda um leið og þeir eru ábyrgir fyrir rekstri sjóðanna. Það eru því fullar horfur á að verkalýðsforust- unni og atvinnurekendum hafi tekist að búa vel í haginn fyrir sameiginlega hugsjón sína, stéttafrið og stéttasamvinnu, á stöðum þar sem aðalatvinnurek- andinn er stærsti skuldunautur lífeyrissjóðsins. Verkamaðurinn lifir af því að selja vinnuafl sitt og þegar það er ekki lengur seljanlegt vegna elli eða örorku á hann að krefjast réttar til sómasamlegs lífs- framfæris af auðvaldsbúinu. Það er hin eina rétta lausn þessa máls. Samfléttun stéttarhagsmunanna er ekki umbætur fyrir verkalýðinn. Varanlegustu umbæturnar fyrir verkalýðinn og þær sem honum er mestur styrkur að í stéttabaráttunni eru einföld og skýlaus réttindi. Réttindakröfur verkalýðsins eru þáttur í verkefnum baráttunnar fyrir þjóðfélags- byltingunni. R. B. MARX-LENINISMINN Díalektisk og söguleg efnishyggja 1 síðustu sjö þáttum um marx-leninismann hér í blaðinu hefur verið bent á nokkur helstu rit sem best henta til þess að átta sig á almenn- um höfuðatriðum marxiskrar fræðikenningar. I næstu blöðum verður fjallað um fjögur helstu sérsvið marx-leninismans, heimspeki, hagfræði, verkalýðsflokkinn og verkalýðsbyltinguna. Heimspeki marx-leninismans er dialektisk efnishyggja. Heimfærsla hennar upp á þjóðfé- lagið og söguna er nefnd söguleg efnishyggja. Þetta eru all-framandleg hugtök fyrir þá sem ekki eru lesnir í þessum fræðum og þykir því rétt að hafa nokkurn inngang til skýringar á hugtökunum. Dialektisk efnishyggja byggist á þeirri skoð- un að ekki sé unnt að skilja hlut (eða fyrirbæri) rétt án þess að þekkja hvernig þeir eru hver öðrum tengdir og á hvern hátt þeir þróast og breytast. Enginn hlutur er einangraður og án tengsla við aðra hluti né stöðugur og óumbreyt- anlegur. Allir hlutir eru á sífelldri hreyfingu og í ummyndun. Dialektisk efnishyggja bendir á baráttu and- stæðra afla sem orsök breytinga og þróunar í náttúru og mannlífi. Allur hægfara vaxtarferill (kvantitativ- eða magnbreyting) leiðir að lokum fram nýtt þróunarstig (kvalitativ- eða eðlis- breyting). Dialektisk efnishyggja neitar því að orsök þróunar og breytinga sé „æðri" og „andlegur" veruleiki, heldur felist orsakirnar í efninu sjálfu. Heimurinn sé af efni gjör, efnið sé hið upprunalega en „andinn", þ. e. vitund, hugsun o. s. frv. sé af því leidd. Sögulega efnishyggjan er heimfærsla þessar- ar grundvallarskoðunar til mannlegs félags. Að- alatriði hennar er að hin efnislegu öfl séu hreyfiafl félagslegrar þróunar, þ. e. framlciðslu- öflin. Félagslegar hugmyndir manna og stjórn- kerfi eigi rót sína að rekja til framleiðsluhátt- anna. Stéttabaráttan, sem er afleiðing þróunar framleiðsluaflanna sé hreyfiafl sögunnar. Allar hugmyndir manna og þjóðfélagsstefnur þjóna annaðhvort afturhaldssömu eða byltingarsömu hlutverki, þ. e. annaðhvort stuðla þær að við- haldi þess þjóðfélagskerfis sem fyrir er eða þær stefna að því að kollvarpa því. Fyrir þann sem vill kynna sér þessi fræði sér- staklega er heppilegast að byrja á „þróun sósi- alismans" eftir Engels og síðan lesa þau rit sem hér verða talin: STALIN: Dialektisk og söguleg efnishyggja (Saga Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkj- anna). Pessi kafli úr Sögu kommúnistaflokks Ráð- stjórnarríkjanna, sem er áður getið, er besta fræðilegt yfirlit um grundvallarhugmyndir dialektiskrar og sögulegrar efnishyggju sem vö) er á í jafn stuttu máli. Efni þess er óþarft að rekja, enda verður það ekki gert Ijósara í út- drætti en það er á þessum fáu síðum í Sögu Kommúnistaflokksins sem er til á íslensku. MAÖ TSE-TUNG: Um starfið. Um móthverfum- ar. Ritgerðír I. bindi. Heimskringla 1959. Ritgerðir þessar eru skrifaðar 1937. Fvrri rit- gerðin er um þekkingarfræði (Erkenntnis- theorie) marxismans, þ. e. þróunarferil þekk- ingarinnar. Starfið er uppspretta þekkingarinn- ar og er sýnt fram á í ritgerðinni með skýrum dæmum að þekkingarkerfið liggur frá hinu skyn- ræna til hins rökræna, frá hinu sértekna til hins almenna. „Ef þið keppið eftir þekkingu, verðið þið að taka þátt í starfi, sem breytir raunveru- leikanum", segir Maó. „Ef þið viljið vita, hvern- ig pera er á bragðið, verðið þið að breyta henni með því að láta hana upp í ykkur og bragða á henni. Ef ykkur er ríkt í hug að kynnast bygg- ingu og eðli atómsins, verðið þið að gera eðlis- og efnafræðitilraunir og breyta ástandi atóms- ins. Og viljið þið kynnast kenningum og aðferð- um byltingarinnar verðið þið að taka þátt í byltingunni." Hin ritgerðin, Um móthverfurnar er rituð gegn vissum fmmspekilegum (hughyggju)-kenn- ingum, sem voru á sveimi innan kínverska flokksins og er í beinu framhaldi af greininni um starfið. Maó lýsir hér móthverfunum í hlut- unum og lögmálinu um einingu andstæðnanna, sem er undirstöðulögmál náttúru og þjóðfélags og jafnframt hugsunarinnar. „Þegar við rann- sökum hið sérstaka og afstæða í móthverfun- um, er nauðsynlegt að greina glöggt á milli höf- uðmóthverfa og annarra móthverfa og á milli aðalhliða móthverfunnar og hinnar sem minna má sín." ENGELS: Ludwig Feuerbach. I bók þessari, sem heitir fullu nafni: L. F. og niðurstaða klassisku þýsku heimspekinriar, lýs- ir Engels þróuninni frá hughyggjudialektik Hegels til dialektiskrar efnishyggju og frá vél- rænni efnishyggju Feuerbachs til dialektiskrar. Feuerbach var þýskur heimspekingur á ofan- verðri 19. öld. Hann breytti hughyggju Hegels í efnishyggju og hafði geysileg áhrif á Marx og Engels, en þeir umbyltu efnishyggju hans, sem var vélræn og kyrrstæð í dialektiska efnis- hyggju og hafði geysileg áhrif á Marx og Engels, en þeir umbyltu efnishyggju hans, sem var vél- ræn og kyrrstæð í dialektiska efnishyggju. í þessari bók, sem var fyrst gefin út 1888 í bókar- formi gerir Engels grein fyrir þessari umbylt- ingu. ENGELS': Uppruni fjölskyldunnar, einkaeignar- innar og ríkisins. Islensk þýðing Ásgeir Bl. Magnússon. Rvík, Bókaútgáfan Neistar 1951. Rit þetta kom út 1884, þegar borgaralegar hugmyndir voru að fá yfirhöndina í Sósíal- demókrataflokknum þýska og var rituð til þess að snúa hug verkalýðsins frá skynvillum endur- bótastefnunnar til vísindalegs og byltingarsinn- aðs skilnings á sögunni í fortíð og samtíð. Bók- in sýnir hvernig meginreglum sögulegrar efnis- hyggju er beitt til þess að skýra þjóðfélagsþró- unina frá frumstæðum samfélögum til upphafs siðmenningar. ENGELS: Dialektík náttúrunnar (Dialectic of Nature) er ófullgerð bók. Nokkra kafla hennar hafði Engels lokið við er hann lést, en að öðru leyti er hún minnisgreinar og riss. Handritið lenti í höndum Bernsteins, höfundar endurskoðunar- stefnunnar, sem sá ekki ástæðu til þess að gefa það út. Það var ekki gert fyrr en 1927, er Marx- Engels-Lenins-stofnunin í Moskvu gaf það út. LENIN: Hverjir „vinir alþýðunnar" eru og með hvaða hætti þeir berjast gegn Sósíaldemó- krötum (What the „Frends of People" are and how they fight the Socialdemocrats). Til skilnings á riti þessu er gott að kynna sér fyrsta hluta, kafla 1—4 í Sögu Kommúnista- flokksins. Það er gefið út 1844, þegar baráttan fyrir myndun rússnesks sósíaldemókrataflokks á marxiskum grundvelli stóð yfir og er rituð gegn kenningum hinna sjálfvöldu „vina alþýð- unnar", þjóðvakningarmannanna svonefndu (narodnika). Þeir voru að sönnu byltingar- menn, en andstæðir marxismanum og aðferðum hans og reyndu að koma málum fram með ein- staklingsofbeldi og banatilræðum. Lenin áleit byltingarhreyfingunni unnið tjón eitt með þess- háttar aðferðum og beitti gegn þeim söguskoð- un marxismans, en bókin er í senn ágæt skil- greining á henni og vörn fyrir hana. LENIN: Efnishyggja og gagnrýn reynsluspeki (Materialism and Empirio-Criticism). Ósigur byltingarinnar 1905—07 varð til þess að hópur menntamanna sem taldist til rúss- nesku sósíaldemókrataflokksins hóf „endur- skoðun" á marxismanum. Það þyrfti, sögðu þeir, að samræma hann nýjustu vísindalegum niðurstöðum. Lenin sýndi fram á að það sem vakti fyrir þessum mönnum var ekkert annað en hughyggjan gamla, sem taldi eina raunveru- leikann vera kenndir manna og skynjanir og efnisheimurinn væri því ímyndan tóm. LENIN: Um trúarbrögð. Kenningar marx-leninismans eins og þær hafa mótast í starfi og baráttu eru settar fram í handhægustu formi í þremur ritkerðum Len- ins: Sósíalismi og trúarbrögð, Afstaða verka- mannaflokksins til trúarbragða og Afstaða stétta og flokka til trúarbragða.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.