Ný dagsbrún - 01.12.1973, Blaðsíða 4

Ný dagsbrún - 01.12.1973, Blaðsíða 4
Verkamenn sameinumst allir undir kjörorðinu stétt gegn stétt“ NÝ DAGSBRÚN 1J Þcgar stéttasamvinnuklíkan, sem fer með æðstu stjórn verka- lýðssamtakanna gengur til svo- nefndra samninga um kaup og kjör verkalýðsins, hefur hún að- eins eitt í huga, þ. e. að bjarga málunum í höfn á þann hátt að fá verkalýðinn til þess að sætta sig við þau sultarkjör, sem þess- ir náungar brugga honum á lok- uðum leynisamkomum með bur- geisunum. Slíkar samkomur er verkalýðnum talið trú um að séu samningafundir þar sem skel- eggir foringjar hans gangi fram fyrir skjöldu í baráttunni fyrir bættum kjörum, en í raun og veru er þar aðeins verið að þinga um hvernig arðránið á verkalýðs- stéttina verði enn aukið. Þetta má glögglega sjá í þeim samningum sem nú standa yfir. Kröfurnar sem settar voru fram eru einhver aumasta skrípa- mynd af kröfugerð sem um get- ur. Þar er talað um 35 þúsund kr. mánaðarlaun til handa verka fólki, en sú upphæð er jafn ó- raunhæfur hlutur til þess að draga fram lífið á eins og að leggja sér steina til munns í stað brauðs. Auðséð er hverra hags- munir eru hafðir þar í huga, því ekki geta það talist hagsmunir verkamannsins sem jafnvel hið borgaralega ríkisvald treystir sér ekki til að halda fram að dugi honum til lífsviðurværis (sbr. Hagstofa Islands, sem telur að lágmarks framfærslukostnaður meðalfjölskyldu sé 45 þúsund kr. á mánuði). 35 þúsund kr. krafan er því sett fram með hag atvinnurekenda einna fyrir aug- um, vinnuaflið boðið þeim til kaups langt undir kostnaðar- verði, það liggur því ljóst fyrir að borga verður með vinnuafl- inu og það neyðist verkafólk til að gera með því að leggja á sig nær ótakmarkaða yfirvinnu, en slíkt jafngildir auðvitað því að lagðir séu þrældómsfjötrar á verkalýðinn og hann hnepptur í ánauð. Hitt skyldi enginn maður láta villa sig þótt atvinnurekendur þykist drýldnir við slíkum „kröf- um!!!“ og leggi fram gagnkröf- ur. Slíkt er ekki annað en taktik, sem beitt er við sviðsetningu skrípaleiksins sem kallaður er samningagerð og leikinn er af stéttasamvinnuklíku verkalýðs- foi-ustunnar og fulltrúum bur- geisastéttarinnar. En við hverju er að búast þeg- ar verkalýðsforustan er skipuð mútuþægum, löngu uppkeyptum stéttsvikurum, sem orðnir eru virkir framkvæmdaaðilar innan hins borgaralega ríkisvalds með setum sínum í ótal ráðum og nefndum innan stofnana þess, auk fjölda annarra bitlinga sem þeir hafa .þegið úr hendi borg- arastéttarinnar sjálfrar. Það liggur því ljóst fyrir að slíkum mönnum er ekki lítill akkur í að viðhalda því kerfi, sem færir þeim slíka aðstöðu, en það kerfi byggist eingöngu á því arðráni sem framkvæmt er á ör- eigastéttinni. 35 þúsund kr. kraf- an er því rökrétt hugsuð frá hagsmunalegu sjónarmiði hinna svonefndu verkalýðsforingja, því með henni er ekki verið að gera annað en auka vinnuþrælkun verkalýðsins og þar með gróða burgeisanna, en það er einmitt það sem kapítalisminn byggir á. Skyldi það því ekki einnig vera hagur þeirra verkalýðsforingja, sem hirða verulegan hluta af há- tekjum sínum fyrir ýmis stjórn- unarstörf í þágu hins kapítaliska ríkis, ekki síst með tilliti til þess að flokksbræður þeirra og vinir eru komnir á ráðherralaun hjá því sama ríki. Þessu til frekari stuðnings skal ennfremur bent á, að hábrodd- unum innan ASÍ, aðal verkalýðs- foringjunum á Islandi, þótti 35 þúsund kr. krafan alltof há og féllust eingöngu á hana vegna þess að þeir óttuðust að Norð- urlandsfélögin klyfu sig út úr sameiginlegum samningum með hana, en slíkt hefði óneitanlega raskað illilega fyrirhuguðum sýndarleik þeirra hvað kjaramál- in snerti. Þarf frekari vitna við? Verkalýðsforingjunum þykir kaupkrafa, sem þó dugir verka- fólki ekki til lífsviðurværis, of há, er þetta ekki sama sjónar- miðið og atvinnurekendur hafa ávalt haft, hefur þeim ekki á- vallt þótt kaupkröfur verkalýðs- ins of háar. Hvað knýr verka- lýðsfaoringja til sameiginlegrar afstöðu með atvinnurekendum gagnvart kaupkröfu? Getur það verið annað en sameiginlegir hagsmunir? Eru það ekki hags- munir atvinnurekenda að arð- ræna verkalýðinn? Eru það ekki hagsmunir verkalýðsforingja sem hirðir hátekjur sínar fyrir allskonar þjónustu í þágu hins borgaralega ríkisvalds, að tilvera hins borgaralega ríkis sé tryggð? Hvernig getur slíkur maður bar- ist gegn því arðráni sem borg- ararnir byggja ríki sitt á? Sjónarspilið sem kaliað er samningagerð er hægt að af- greiða með fáum orðuin. Fyrsti þáttur er rétt að byrja, hefur aðeins staðið rúman mán- uð. Þegar tjaldið er dregið frá er sviðið autt. Rétt á eftir koma verkalýðsforingjarnir inn frá vinstri, en atvinnurekendur frá hægri. Þeir taka sér sæti sitt hvoru megin við borðið, kinka kolli hvorir til annarra, brosa skiptast á almennum kurteisis- orðum, síðan er þögn um stund. Þá birtist þriðji aðili, svonefnd- ur sáttasemjari ríkisins (er full- trúi hins borgaralega ríkisvalds, á að koma á sáttum milli hinna andstæðu stétta, er táknræn fí- gúra fyrir stéttasamvinnustefn- una), hann tekur sér sæti fyrir borðsendanum, spennir greipar fram á borðið, ræskir sig. Sáttasemj arinn: Þið eruð vonandi búnir að koma ykkur saman um heppileg- an tíma til að birta fólkinu nýja, hérna, kjaraboðskapinn. Atvinnurekendur og verkalýðs- foringjar: Já, já, auðvitað, það verður ekki fyrr en upp úr miðjum janúar. Sáttasemjarinn: Jæja, piltar, eigum við þá ekki að þykjast vaka svolítið, svo að fólkið haldi að við séum að semja. Atvinnurekendur og verkalýðs- foringjar: Jú, jú, endilega. Rödd úr hópi verkalýðsfor- ingja: Er ekki hægt að fá hasarblað að líta í. Rödd úr hópi atvinnurekenda: Geturðu ekki notast við sorp- blað eins og Þjóðviljann. Svona verður tíminn teygður og togaður fram á næsta ár. Þá gengur stéttasamvinnuklíkan úr verkalýðsforustunni út á meðal fólksins færandi þau tíðindi, með fjálglegum tilburðum og tilheyrandi orðskrúði, að þetta hafi verið erfiðir samningar, en þrátt fyrir það hafi nú unnist umtalsverður sigur og fengist einhverjar þær mestu kjarabæt- ur sem um getur, þeir hafi nefni- lega upp á þá allra bestu samn- inga að bjóða sem nokkurntíma hafi gerðir verið, þeir séu jafn- vel betri en síðustu samningar sem hafi þó verið bestu samn- ingar í heimi. Það hafi að vísu ekki fengist fram nema fjórð- ungur af upphaflegum kröfum, en mikið hafi áunnist í loforð- um frá ríkisstjórninni og þau loforð viti allir að séu betri en nokkur kauphækkunin, því stjórnin sé vinstri stjórn og vin- veitt verkalýðnum og hafi sýnt mikinn skilning á málefnum at- vinnurekenda og gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að létta þeim samningagerðina. Auk þess hafi stjórnin lofað að hækka söluskattinn, en hækkað- ur söluskattur sé það besta sem nokkur verkamaður geti kosið sér nú á dögum (enda sýna dæm- in að hann færir kaupahéðnum ómældan gróða í óskilafé). Á þessum forsendum verði því að samþykkja samningana, því ann- ars falli stjórnin (Mangi og Lúlli missi af ráðherralaununum, þeir sem unnu þó til að éta ofan í sig allt landhelgisþvaðrið og eiga eftir að kyngja öllu herstöðva- kjaftæði sínu þar ofan á, því mikil skal til mikils vinna, ráð- herralaun grípur maður ekki upp hvar sem er). Þetta er í stuttu máli það sem gerast mun ef stéttasamvinnu- klíka verkalýðsforustunnar fær að halda áfram makki sínu við atvinnurekendur. En ef verkalýð- tifinn tekur sjálfur til sinna ráða mun útkoman verða allt önnur. Verkamenn, sameinist gegn at- vinnurekendum og stéttasam- vinnuklíku verkalýðsforustunn- ar, setjið sjálfir fram raunhæfar kröfur og fylgið þeim eftir með raunhæfum athöfnum. Stöðvið framleiðsluna, því að meðan þið haldið áfram að framleiða fyrir auðvaldið mun það aldrei ansa kröfum ykkar. Stöðvið því fram- leiðsluna með verkföllum og kærið ykkur kollótta þótt til þeirra hafi ekki fengist leyfi frá kúgurum ykkar og kvölurum. Verkamenn, sameinumst allir undir kjörorðinu stétt gegn stétt. S. J. Desember 1973. PAPPÍRSKILJUR MALS og MENNINGAR Brynjólfur Bjarnason: Greinar og ræður 1937—1972 Tvö bindi. Yfirgripsmikið safn af greinum og ræðum Brynjólfs Bjarnasonar, prentuðum og óprentuðum. Eins og að líkum lætur ber hér mest á pólitískum ræðum og ritgerðum, bæði fræðilegum og varðandi baráttumál tímans. Þessar bækur eru ómissandi heimild um pólitíska sögu síðustu áratuga, en ekki síst má lesa út úr þeim nokkurn veginn sam- fellda sögu Sósíalistaflokksins — frá stofnun hans til endaloka. Auk hins pólitíska efnis eru í bókunum ýmsar ræður um menn- ingarmál og listir að ógleymdum svipmyndum af mörgum sam- tímamönnum og samherjum höfundar. MAL O G MENNING Laugaveg 18 . Reykjavík Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. NESCO h/f Laugaveg 10. Símar 19154 og 19192. Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Eimskipafélag Islands h/f Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. LETUR s/f Grettisgötu 2, sími 23857. f Gordíonshnút Margt bendir nú til þess að framundan sé ný kollsteypa í efnahagsmálum og það meira að segja sú stærsta sem hér hefur verið tekin til þessa. Þessi þróun er öllum sósíalistum mikil von- brigði og er löðrungur framan í þá sem létu blekkjast af fagur- gala Aljrýðubandalagsins þar sem því var haldið fram, að seta þess 'í borgaralegri ríkisstjórn myndi tryggja verkalýðnum mannsæmandi lífskjör. Sú óða- verðbólga, sem er nú að skella yfir ætti að verða alvarleg á- minning til alls vinnandi fólks. Nú ætti öllum að vera orðið Ijóst að sá hnútur, sem efna- hagsmálin eru komin í verður aldrei leystur. Það verður að höggva á hann og það verður gert fyrr eða síðar, hvort sem okkur líkar það betur eða ver. Spurningin snýst um jiað eitt, hverjir eiga að höggva. Það eru aðeins tveir möguleikar fyrir hendi. Annað hvort leggur auð- stéttin til atlögu og kemur hér á fasisma, eða verkalýðurinn gerir byltingu. Það væri hroðaleg villa að gera lítið úr fasisma hættu hér. Enn er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Sum ir af forustumönnum hans voru aðdáendur þýskra nasista þang- að til Bretar stigu hér á land og enn taka þeir afstöðu með fas- isku valdaráni hvar sem er í heiminum. Nú síðast hefur Morg unblaðið afhjúpað sitt fasistiska innræti með skrifum sínum um hernámsmálin. Þar er þess bein- línis krafist að vilji þjóðarinnar verði hafður að engu ef Nató- sinnar verða í minnihluta. Það er því augljóst mál að hann vantar aðeins hentugt tækifæri til þess að koma vilja sínum fram og öngþveili í efnahagsmál- um skapar gullna möguleika. En þó að það tækist að klekkja á Sjálfstæðisflokknum er fasisma- hættan engan veginn úr sögunni. Hér getur orðið sama þróun og í Danmörku. Veldi gömlu flokk- anna gæti hrunið og fram á sjón- arsviðið kæmi óþekktur ævin- týramaður sem byði upp á „pat- ent" lausn og fólk skildi ekki fyrr en of seint að þessi lausn væri fasismi. Það er því alvarleg hætta á ferðum ef verkalýður- inn heldur ekki vöku sinni. En það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur. Verkalýður- inn hefur engin tök á að fást við slík vandamál í dag. Til þess vantar hann pólitíska forustu. Stofnun byltingarflokks þolir því enga bið. Ef verkalýðshreyf- ingin skilur ekki sinn vitjunar- tíma og verður fyrri til þess að höggva á hnútinn með sósíaliskri byltingu þá fáum við yfir okkur fasisma innan fárra ára. Það er hæpið að við höfum meir en tíu ár til stefnu. G. Bj.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.