Stormur


Stormur - 10.01.1936, Blaðsíða 1

Stormur - 10.01.1936, Blaðsíða 1
STORMUR XII. árg. Föstudaginn 10. janúar 1936. H 1. tbl. Hið ótrúlegasta getur skeð! Báðír rítstjórar stjórnarblaðanna segja satt. I. Fornsögur vorar segja oss frá mönnum, sem fengu berserksgang. Fóru þeir þá um grenjandi, bitu í skjalda- rendur, óðu eld brennandi, og gerðu ýmsa ótrúlega hluti. En þegar rann af þeim þetta æði urðu þeir mátt- lausir og svo lítið sjálfbjarga, að jafnvel börn gátu unnið þeim mein. Ekki munu menn alveg samdóma um af hverju ber- serksgangur þessi stafaði, eru það tilgátur sumra vís- indamanna, að hann hafi komið af því, að menn þessir hafi etið svepp nokkurn, sem þessar verkanir hafði á þá. Ljóður þótti þetta mikill og voru þeir menn lítt í heiðri hafðir, sem urðu fyrir þessum ósköpum, enda voru þeir flestir í eðli sínu ofstopamenn og yfirgangssamir. II. Finnbogi Rútur hefir maður heitið, og er nú ritstjóri Alþýðublaðsins. Hann er nasaflár, bráður í skapi og heift- úðugur, og stundum fær hann æði, sem svipar mjög til berserksgangsins forna. Þó veður hann ekki eld brenn- andi einsog þeir gömlu gerðu, heldur er æði hans falið í stóryrðum og heiftarorðum og mælir þá oft margt, sem flokki hans og þó einkum forráðamönnum er æði óþarft. En þegar af honum renna æðisköst þessi, er hann gljúpur og auðmjúkur og etur þá gjarnan ofan í sig það sem hann hefir áður sagt. — Heldur er maðurinn í litlum metum einsog hinir fornu frændur hans. En einsog berserkirnir fornu gerðu stundum hina ó- trúlegustu hluti í æði sínu svo gerir og Rútur stundum í sínum veikleika. í venjulegu ástandi á hann mjög bágt með að segja satt, eða láta blað sitt segja satt, en í æðis- köstunum kemur það stundum fyrir — að vonum ekki oft — að hann gerir þá ótrúlegu hluti að segja satt. — Þetta hefir að honum komið s.l. miðvikudag. Þá segir hann meðal annars svo um Nýja Dagblaðið í forustu- grein blaðsins: ,,Sú var tíðin að Framsóknarflokkurinn átti góðum ritstjórum á að skipa.......En Adam var ekki lengi í Paradís. Blöðum Framsóknarflokksins hefir hrakað svo herfilega á síðustu tímum og þó fyrst og fremst dagblaði hans, Nýja Dagblaðinu, að nú er það Moggi, sem knésetur það.......Blaðið er svo illa úr garði gert, að það vekur enga eftirtekt, svo fálesið, að það hefir orðið að taka upp þá einstöku aðferð að hafa í hótunum við menn og stofnanir til þess að fá auglýsingar, og nú ætlar það að bæta úr efnisskorti sínum og vesælli ritmensku með því að karpa um mál, sem það er í sjálfu sér samþykt. Nei, þetta er góð og gild aðferð fyrir unglings stráka, sem æfa sig í mælskulist en ekki fyrir dagblað". III. . T Þetta eru aðeins fáar glepsur úr greininni og er víða í henni sterkara að orði kveðið um vesalmensku Nýja Dagblaðsins, en hér er tilfært. Allt er þetta satt hjá Rúti, því að aumara dagblað hefir aldrei verið á íslandi en Nýja Dagblaðið er, og hefir það verið svo frá fæðingunni og mun verða það þangað til það sálast bæði úr andleg- um og líkamlegum hor, sem skamt mun verða að bíða, því að jafnvel þeir heimskustu í Framsóknarflokknum eru nú farnir að sjá, að blaðið er flokki þeirra til hinnar mestu bölvunar og eru orðnir sárgramir að leggja fram stórfé í slíka markleysu. Þótt undarlegt megi virðast hafði þó Nýja Dagblaðið sagt satt í grein þeirri, sem æðinu hleypti í Rút. I þessari grein sagði það, að forráðamenn Alþýðuflokksins bæru fram mál bæði á bæjarstjórnarfundum og annarsstaðar, sem hefðu við litla eða enga skynsemi að styðjast, svo sem tillögur þeirra um að bærinn eða ríkið keypti 3—5 togara og gerði þá út, einmitt þegar saltfisksmarkaður- inn er óðum að þrengjast og fiskbirgðir meiri fyrirliggj- andi en venjulega. Líkt væri um tillögur Alþýðuforkólfanna um niður- suðuverksmiðju sjávarafurða. Greinin um nauðsyn hennar hefði birst í Alþýðublaðinu sama daginn sem blaðið flutti fregn um það að niðursuðuvörur verksmiðjanna norsku seldust ekki og hefði af þeim sökum fjölda manna við þær verið sagt upp vinnu. — Fregn þessa setti blaðið fyrir neðan eða rétt hjá greininni um nauðsyn þess, að vér íslendingar settum á stofn niðursuðuverksmiðju! Það ótrúlega hefir því skeð, að með eins dags milli- bili sögðu báðir ritstjórar stjórnarblaðanna satt, en sem eðlilegt var, varð sannleikurinn þeim sjálfum að fótakefli. Það er því ekki nema að vonum, þótt báðir þessir menn reyni nú á næstunni að draga úr sviðanum með þvfr að bera smyrsl lýginnar í sárin. Verður þess því sennilega nokkuð lnngt að bíða, að æðiskast sannleikans grípi þá aftur, a. m. k. verður það naumast fyr en þeir eru full- grónir sára sinna. —----«<@>»----— Athyglisverðar tillcgur. Sænskur maðpr fil. lic. Eric Lundberg var hér um tíma í vetur á vegum „skipulagsnefndarinnar" svoköll- uðu. Áður en hann fór hélt hann erindi í „Nori’æna fé- laginu“ um þær athuganir og niðurstöður, sem hann hafði komist að viðvíkjandi atvinnuvegum vorum, viðskiftum og fjárhagslegum örðugleikum. Ragnar E. Kvaran hefir þýtt þetta erindi og birtist það neðanmáls í Alþýðublaðinu milli jóla og nýjárs*

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.