Stormur


Stormur - 10.01.1936, Blaðsíða 3

Stormur - 10.01.1936, Blaðsíða 3
])ótt gott hjá Þorbergi, þá er ekki víst að það þyki það hjá' Eyjólfi. Gunnar er ekkert smákver, 14 arkir að stærð, en hvenær hefir Eyjólfur haft tíma til að skrifa þessa sögu? ■Sú spurning hlýtur að vakna hjá öllum viðskiftamönnum ^yjólfs, því að altaf er hann við starf sitt miklu lengur 'en myrkranna á milli. G. G. Bréf Matthíasar. 1872 skrifar hann frá Móum: „Það er þó ekki lítið áð vera einn mikilsháttar klerkur hjá þvílíkri þjóð, vanans heilagi nimbus vefur mann eilífri virðingu og alimponerar, aðeins ef öllu er haldið í siðvanalegum stellingum; drukkið kaffi, etið skonrok einsog væri það regle- menteraður hátíðaréttur, sungið með gamla lag- inu, gengið hægt og hátíðlega upp í stólinn, lagt útaf guðspjallinu, syndin og svínaríið, straffað eft- ir kirkjulögunum og kreddunni, og lesin bæn á undan og eftir; og kirkjufólkinu gefið kaffi eftir messu, leikið við börnin, kystar kerlingarnar af mildi og lítillæti og riðið hart úr hlaði“. Lýsingin er ágæt og hún á að miklu leyti við enn í 'd&S, þótt full fimtíu ár séu liðin síðan hún var skrifuð. — liýðhyllin vinst tæpast með öðru móti en þessu. 1906 skrifar hann Steingrími frá Akureyri: „Annars er trúboðshumbugið áhugamál ótal góðra manna, en álíka skynsamlegt einsog trú- boðskenning (og dugnaður) Jóns Atla hjá útilegu- mönnunum í Ódáðahi'auni. — En heimamissionin. Já, séra Jakob minn sagði á suðurleið, norðan við Ok: „Þó gætuð þið í Grjótaþorpinu gert tilraunir í Skuggahverfinu?“ Item við á Ak. og Kræklinga- hlíð sent Rvík eina eða tvær trúboðsskottur, — við eigum 3 geggjaðar kerlingar, tröllriðnar eftir Lárus prédikai'a. Þá gætuð þið sent sunnlenska lemura undir forystu Ástvaldar og — sendu þá fyrst á mig. Afi minn Eggert „ríki“ kunni á sinni tíð að taka á móti þessháttar sendingum frá Jóni á Þúfu“. Matthías er rúmlega sjötugur þegar hann skrifar ])etta bréf. Fyndnin er enn sú sama og í fyrstu bréfunum, Seto hann skrifar Steingrími 1861 eða 45 árum áður. ■^ún var honum í brjóst borin. — En það var ekki furða kótt maður og auk þess klerkur með þessar skoðanir ^eykslaði Fariseana og hina skynhelgu. 1909 skrifar hann frá Akureyri: „. . . . (Ó, sá unaður og munaður að fá mjúk- an penna í mund í st. f. útdésk. — fretstert og fargan. Fyrir spiritisku klíkuna þeirra syðra gef eg ekki mikið; en þó sýnir hún myndina á einhverri bráðabirgða eða millibilsveröld. Eg hef mína visku úr „Light“ Pschykologi W. James“, Hibbert Jour- nal og öðrum bókum. Eg les alt líkt og Sturlungu, trúi, sem mér sýnist og sé að alt það mikla móverk er qua vísindi enn í bernsku. En svo er öll vísindi öll metafysik — já, öll posetiv vísindi, þegar á reynir“. Efinn var í barnssál Matthíasar og hann fylgdi hon- 5,1111 til grafarinnar. 1910 skrifar hann Steingrími: „Aldrei hef eg haft meira yndi af nokkurs manns umgengni, chat, causerie, en þinni. Þá varstu svo ótrúlega frumlegur og fyndinn í visk- unnar vanviti og broslegasta bulli og barnaskap, að eg gleymdi ætíð mínum stirðleik og mæddara hugmyndalífi, því að eðlisfarið var erfiðara í mér og uppeldislífið hafði bætt mig og skemt meira en þitt. Eða — hvernig var það? Er ekki svo, að hver maður er Kolonía af vitundum, þótt ein sýn- ist stjórn, einn hálfgalinn yfirmaður (úber mensch) sem Roosevelt heitir prótempore? Já, svona skrifa eg sagði postulinn Páll, og svona mála eg sagði Rafael, þegar hann sendi collega sínum strikið“. Sjálfsagt hafa þeir Matthías og Steingrímur verið allólíkir, en mér finst, að mikið af því, sem Matthías segir hér um Steingrím eigi við hann sjálfan. í „Kauseri“ er Matthías sjálfur allra manna skemtilegastur og hverir mættu ekki ásaka sig um „stirðleik“ ef Matthías getur gert það með réttu? — Mér finst hann lipur einsog ara- biskur gæðingur eða ótaminn foli á heiðum uppi, þegar gáskinn hljóp í hann. 1913 segir hann Steingrími frá því í bréfi, að hann sé að skrifa æfisögukafla sína. Þar kemst hann meðal annars svo að orði: „Sögu sína væri þægast ef til vill að segja, en hver vill þar ríða á vaðið? Til hef eg dálítið að segja af hinni hlið minni þegar eg var ofurlítill Abraham og „deildi við Drottin frá dýpstu og hæstu augnablikum ævinnar“. En þeim stundum er jafnvel torvelt að lýsa. Eða hver mundi ekki kalla mig abnormal eða vitskertan, þegar eg færi að segja frá næturstundum og stefnuförum sálarinn- ar til Guðs dyra til að krefja hann svars og rétt- lætingar gerða sinnar stjórnar á þessum útburði, sem við byggjum og köllum jörð. T. d. Drottinn (sem við köllum) segðu mér: hvernig stendur á með þessar 100 þúsundir, sem í nótt kveljast í myrkrastofum eða eru að deyja? Hvernig er með þetta Rússland? Þetta Balkan?“ Matthías Jochumsson hefir spurt Drottinn margra spurninga, og við fæstum þeirra hefir hann fengið full- nægjandi svar. Síðasta bréfið til þessa fornvinar síns er dagsett 25. maí 1913, en hann hefir ekki botnað það eða sent það frá sér fyr en um miðjan júlímánuð. í þessu bréfi segist hann hafa farið til þess að sjá gamlar æskustöðvar „sín- ar“. Þær hafði hann ekki litið í full 60 ár. Hann lenti í hreti og náði „örþreyttur háttum á Tindum í Geiradal“, þar sem Einar brðir hans eða kona bjó. — Svo segir hann: „Skrítið er lífið, og við einsog snjótitlingar á ferð og flugi, og þykjumst einir vera vitandi vits, höfum guð og kóng og stórveldi og alþing og Lárus og Skúla, Gísla Sv. og Bjarna frá Vogi og bláan fána nýlega arresteraðan! Allir frændur fyrri ára með tölu komnir hinumegin utan fáeinar fjörgaml- ar frænkur, sem mundu mig einsog úr árbókunum. Alt sýndist mér orðið smærra og þrengra en fyrir 50—70 árum og Grettistakið nálægt Skógum hrap- að niður úr hálsbrúninni og sokkið í leir — alveg einsog Babylon“. Eins og að framan er sagt, er fyrsta bréfið frá Matt- híasi til Steingríms skrifað 1861, en það síðasta 1931. I 52 ár stóð hún vinátta þessara manna, þótt hún kólnaði nokkuð um tíma vegna milliburðar að því er Matthías segir í bréfum sínum. — Engan vin hefir Matthías haft kærari en Steingrím, nema ef til vill sína allra nánustu. Hann minnist hans líka fagurlega látins í bréfum sínum. — I bréfi, sem hann skrifar dr. Guðm. Finnbogasyni 28. ágúst 1913 segir hann meðal annars svo úm þenna látna vin sinn: „Hann var einhæfur, einelskur, djúpur og dul-

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.