Stormur


Stormur - 10.01.1936, Blaðsíða 4

Stormur - 10.01.1936, Blaðsíða 4
STORMUR rænn maður, defect í ýmsu einsog vitringar og listamenn tíðast eru, nokkuð trúgjarn og veik- .'-... geðja ,og enginn veraldar maður; allra manna indælastur vinum sínum, væri alt með efldu og að hans skapi. Fyndni hans og skop var ein af vöggu- gjöfum hans frumleg, ótæmandi, barnsleg ýmist eða sár og eiturkend, og svo auðug að aldrei fyrn- ist, en sú gáfa hans hélst ávalt síung til elli. Af okkar næfelt 60 ára viðkynningu, er mér fastast í minni okkar fyrstu samfundir. 1 nóv. 1856 kom eg sem frumferli fyrst upp á Garð og mætti fyrir innan portið tveim ungum mönnum og man eg enn, hvernig þeir voru klæddir; kom mér óðara í hug, að þar sæi eg merka sveina. Við töluðum fátt saman í það sinn, en eg merkti mér þá þegar skáld- ið og málarann. Eftir fáa daga, vorum við Steingrímur orðnir mátar, og smám saman svo samrýmdir, að við fundumst næstum daglega. Eg var þá kaupmanns- fiðrildi og þó montinn nokkuð, og þótt mentun mín væri þá mjög á víð og dreif, var eg með í mörgu og mát'ti víst vel minna á nýjan Sölva Helgason. En ekki létu Iandar það á sér skilja, og þó síst Steingrímur. Eg lá upp að brjósti hans, einsog við sambornir bræður værum, . og lásum saman hávaðann af alheimsins fegurstu fræðum: Hómer, Sokrates, Ossian, Heine, Goéthe, Shiller og Sæmundar eddu. Eg var í sjöunda himni, og hann að þýða 1001 nótt. Þrem árum síðar fór eg í skóla, svo úr honum og á prestaskólann, úr honum í prestsskapinn, kvongaðist tvisvar og — altaf skrif- uðumst við á sem bræður. Og 1871 vorum við aftur saman í Höfn og undum okkur enn vel. Svo kom hann heim, og ári síðar hittumst við í Reykjavík. Rétt áður en eg fluttist austur að Odda kom upp fæð á milli okkar, mest af milliburði, og með- fram metingi og misskilningi okkar sjálfra. En loks fundumst við enn og skildum aldrei úr því okkar bræðralag. En ekki vorum við eiginlega skaplíkir, nema þegar við skemtum okkur, eða nutum saman náttúrunnar í algleymingi Eg á bágt með að hugs'a þann mann horfinn. En hér fer að sköpuðu, og viðskilnaður hans varð hinn f egursti". Það andar innilegri vináttu og sárum trega yfir missinum í þessum orðum og þótt sá er þetta ritar þekti ekki Steingrím, þá finst honum samt, 'að lýsing Matthías- ar á Steingrími sé skörp og sönn. 1879 skrifar harin frá Móum: „Blessaður komdu ekki eitt fet hingað inn, legðu þig fyrir þar sem bú ert, því Herrans þunga hönd er yfir þessari kynslóð og landi — ekki hefi jeg betur vit á. Kláðinn enn uppi. Politíkin eins og snúið roð í hund; flestir á hausnum, sumir dauðir, sumir vitlausir. Og þó gengur hún! sagði Galilæi. Þó trompar Jón Ólafsson móti fjandanum. — Nei, — það getur skánað eitthvað smátt og smátt. Eg kom út úr minu húsmannsgreni áðan og sá gufuna upp úr strompunum úti á hafi og „bretti upp á nef", því eg hafði ekkki nema rúsínur með kaffinu. — Reykjavík uppiskroppa af öllu nema fáeinum gol- þorskum í sandinum. Hvernig líður þér? Hvernig Iíður pólitíkinni og Joni Englendingi? Hefirðu ekki ort eftir Saurholt? Hefir Napoleon eins marg- ar stórsóttir og Magnús okkar sálarháski hafði á sínum keisara og kæsira árum. Hefir Viktoría góða digestion. — Lifir Sibbern? — Er Grundtvig genginn í haug með Holgeiri, Starkaði og Barbar- ossa? (Bölvar nokkur Bismarki? — Brenni hann lengi í horngrýti, sjötíu sinnum sjóðandi, syngja Danir grenjandi). (Hvað er að frétta úr Frakklandi, fer þar öllu versnandi? Gengur aftur grenjandi, það grá- skjöldótta helvíti? (En úr sjálfu Englandi? Er su gamla tórandi? Alexandra alandi enn þá snáða skælandi?) En úr römmu Rússlandi? Ríkismanna níflheimi, blóðugra dólga blóðtorgi, böðla og þræla helmyrkri?) (Hvað er nýtt úr Noregi? Nötrar det storpralande, bjarnstjörnótta búr- hveli, bylur ekki í þess tröllhausi?) (En. ú'r ¦ dýrff Indlandi? Er þar mjög af höggormi, geisladýrð og goðfræði, gulli, pest og faraldri). Nú, nú, ekki meira hérna, Jón minn, sagði kerling. Karlinn var að skella hana". Mér er efamál hvort nokkur hefði getað sett þetta saman nema Matthías. 1868 skrifar Matthías Steingrími frá Móum, og segir þar svo um Hallgrím Pjetursson: „Mikið skáld var séra Hallgrímur og mér finst sálmar hans gnæfa yfir alla þá sálma, sem eg hefi- lesið (á latínu, þýsku, ensku, sænsku og dönsku)- Hallgrímur held eg sé einstakt sálmaskáld og í- allri Norðurálfunni — að vissu leyti — því að eg býst við, að það subjectiva ráði ofmikið í dónii mínum. Þegar djöfullinn kemur og vantrú leitar á mig, þá tek eg Hallgrímssálma og raula og hætti ekki fyr en engill andaktarinnar leiðir mig, rifinn ræfil syndanna, inn í hinn háa, ljómandi kór séra Hallgríms og þar sit eg kyrr þótt kals og spé kveiki mér heimsóblíða". Matthíasi auðnaðist það, að verða settur í öndvegið hjá Hallgrími Péturssyni sem trúar og sálmaskáld o'ff" fegurstu sálmar beggja manna lifa hjá þjóðinni á með- an hún talar íslenska tungu, og er íslensk þjóð. ATHS. Þessir tveir bréfskaflar áttu að koma fyiV en lentu síðar fyrir vangá. Athæfí djöftíísíns. Fáir munu hafa lýst athæfi djöfulsins öllu kröftug- legar og innilegar en Jón biskup Vídalín gerði í sumunx ræðum sínum. I einni af ræðum sínum kemst hann svo að orði: „Alt það mótdrægt er, alt það ilt er, alt hvað ómak, erfiði, kvöl, þjáning, hrelling og hugarang- ur, sviða og sárindi eykur bæði á sálu og líkania» útvortis og innvortis, því öllu saman er djöfullh111 hin fyrsta orsök í, og einn vellandi brunnur °% uppsprettu auga af öllu því, er manneskjan kann að angra, og án hans er ekkert ilt, það illa kallast og með réttu heitir. .... Hann hripsar orðið burt úr mannanna hjörtum, hann útsendir sína ilskuanda um lofti0' við hverja guðsbörn hafa að berjast". 1 Hugvekjusálmum síra Sigurðar, er komu út á Hol' um 1751 fær Kölski þessa lýsingu: „I munninn leggur lýgi hann, ljóta hugsun í hjartans rann, sérhvern lim manns til syndar dró, saurga drauma oft tilbjó, alla staði hann óttast þarf, óþreyttur fremur svikastarf". Lcsíð STORM ísafoldarprentsmiðja h.f.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.