Stormur


Stormur - 10.02.1936, Blaðsíða 3

Stormur - 10.02.1936, Blaðsíða 3
tí T O R M U R 3 Atvikin höguðu þv, svo til, að við Ólafur heitinn Jó- hannesson konsúll lágum í sama herbergi á Landakotsspít- ^ala síðustu 6 dagana, sem hann lifði. Hann kom á spítalann að kvöldi þess 26. jan. og andaðist -á sunnudaginn 2. febr., klukkan 11,25 að morgni. ' Þegar hann kom á föstudagskvöldið var han glaður og i’eifur að \mnda. Hann þjáðist af hjartabilun, er hann hafði kent fyrir 2—3 árum. Hafði hún ágerst, en þó ekki svo, að hún legði Ólaf í rúmið, enda hefði þurft nokkuð til þess, því að honum fannst, að hann hefði lítinn tíma til þess að liggja. Nú ætlaði hann að vera viku á spítalanum og freista þess, að fá nokkurn bata, en svo átti aftur að taka til óspiltra mála, hvort sem bati fengist eða ekki, því að mikil verkefni lágu framund-an. Og alt benti til þess, að Ólafur mundi fá nokkurn bata. Meðulin verkuðu vel. — En á föstudagskvöld, 31. janúar, fékk hann aðkenningu að því, sem skömmu seinna leiddi hann til bana, en hrestist þó að stundarkorni liðnu, og varð svo sem hann átti að sér. En á laugardagsmorgun, kl. um sex réðist dauðinn að honum aftur og tók hann þá svo 'föstum tökum, að hann misti mál og rænu snögglega og. lá þannig uns hann andaðist rólega á sunnudagsmorgun- inn, klukkan 11,25, og fékk ekki meðvitund áður. — Bana- mein hans varð það, sem læknar nefna blóðstíflu, sem nnun hafa stafað af því, að hjartað bilaði. Ólafur Jóhannesson var fullra 68 ára að aldri, er hann lést, en engum sem sá hann kom til hugar, að hann myndi meira vera en sextugur, svo unglegur var hann og fjörið niikið. Kjarkurinn og lífsþrótturinn var heldur ekki farinn ^ð bila í þessum þróttmikla, lífsglaða athafnamanni. — Nú, þegar kreppan er alt að drepa og alla bugar, var Ólafur að hrinda í framkvæmd einhverju stærsta fyrir- fækinu, sem hann hafði ráðist í um dagana. — Hann ætl- aði á þessum vetri að reisa karfavinsluverksmiðju, sem var áætlað að kosta um 400 þús. kr. Húsið fyrir hana átti Hann, stálhús mikið og vandað, og ketil átti hann líka, og sparaði þetta hvorutveggja honum marga tugi þúsunda króna. Tveimur dögum áður en Ólafur lést, fór Friðþjófur son- ur hans, til Þýskalands, til þess að taka á móti vjelunum, °g kemur hann að hálfum mánuði liðnum með þær og býskan kunnáttumann, sem á að annast uppsetningu þeirra. Mun tilætlunin vera, að verksmiðjan taki til starfa í apríl. — Samningurinn, sem Ólafur hafði gert um kaup á þessum vélum, var svo hagstæður, að þess munu fá dæmi. Og svo vel virðist frá þessu fyrirtæki gengið, að ekkert geti orðið tví að falli annað en það, að karfinn veiðist ekki, en á því ^un vera lítil hætta. í fyrra setti Ólafur vélar í annan togara sinna til þess vinna úr fiskúrgangi. Mun sú nýbreytni hafa kostað ^O—30 þúsundir króna, en eftir árið höfðu þær borgað ®ig að fullu. •— Varð Ólafur fyrstur allra útgerðarmanna þess að gera þetta, og enn eru ekki vélar til þess að vinna úr fiskúrgangi komnar í aðra íslenska togara, en 11 ú munu þær eiga að koma í hinn nýja togara „Reykja- borg“. __ Sýnii- þetta tvent, og raunar margt annað, þótt ekki sé rakið, hversu geysifljótur ólafur varð til þess að færa ®ér í nyt nýjungar, og hversu óhræddur hann var að brjóta {sinn. í ferð minni kringum land með Esju í sumar, kom eg á Patreksfjörð. Skipið kom á sunnudegi og hafði aðeins hálftíma viðstöðu. Eg leit inn til hins gestrisna og örláta höfðingja, og sat hjá honum fjórðung stundar. Tíminn var lítill til þess að skoða hin miklu mannvirki, sem hann hefir látið gera, en hann var þó nógur til þess að hér var stjórn- semi á öllum hlutum, og alveg framúrskarandi þrifnaður og snyrtimenska. — Var því líkast, sem húsin væru sápu- þvegin bæði dtan og innan, og hefi eg aldrei séð slíka prýði í umgengni allri, utan húss og innan. Var stöð hans líka viðbrugðið fyrir þetta, og mæltu allir einum munni, sem hana sáu, að hún ætti ekki sinn líkað hvað þetta snerti á öllu landinu. Ólafur Jóhannesson lærði undir latínuskólann hjá séra Lárusi í Seladal og fékk þar trausta undirstöðu í latínu, því að séra Lárus var latínumaður mikill, og góður kenn- ari. Hann settist síðan í latínuskólann og lauk þar 4. bekkj- ar prófi, en hætti námi, því athafnalöngunin var svo rík, að hann gat ekki sætt sig við það hlutskifti, að verða prest- ur. Meðal sambekkinga hans voru þeir Bjarni Sæmunds- son fiskifræðingur og Magnús Torfason sýslumaður. Var Mjög hlýtt milli þeirra Bjarna og Ólafs alla stund síðan. í skóla var hann málamaður mikill, og eftir að hann fór þaðan, lagði hann svo mikla stund á mál, að hann talaði dönsku, ensku, þýsku og frönsku reiprennandi. Til marks um, hversu létt honum var um mál, vil eg geta þess, að rúmum klukkutíma áður en dauðinn snart við honum á föstudagskvöldið, 31. janúar, þýddi han alllanga grein úr íslensku blaði á dönsku, og gerði það svo fljótt, að var líkast, sem hann læsi greinina á dönsku. — Leika ekki aðrir slíkt en góðir málamenn. Ólafur Jóhannesson var fremur lágur maður vexti, en hnellinn. Han var tilkomumikill yfirlitum, einbeittlegur og gáfulegur, og duldist engum, sem hann sá, að hér var meira en um meðalmann að ræða. Augun voru snör, og gátu bæði verið blíð og hörð, og einkennilega fljót að skifta hami, ef svo mætti að orði kveða. — Hann var hinn mesti höfðingi heim að sækja, svo að viðbrugðið var um land altj og hvar sem hann fór og var staddur, sópuðust að honum menn, enda var hann hinn mesti gleðimaður og hafði nautn af því að veita og hafa glaðværð í kringum sig. En örlyndi hans náði lengra. Hann var mjög hjálpsamur og mátti ekki aumt sjá. Vegna ábyrgða varð hann fyrir stórtöpum, jafn- vel svo miklum, að lítið mun hafa skort á 200 þús. kr., sem hann tapaði þeirra vegna. •— En þrátt fyrir þetta var hann nú einn af þeim útgerðarmönnunum, sem átti miklar eignir fram yfir skuldir. Þrír synir Ólafs: Garðar, Gunnar og Friðþjófur, taka nú við hinu mikla útgerðarfyrirtæki föður þeirra. Hafa þeir stjórnað því með honum undanfarin ár, og er vonandi, og enda allar líkur fyrir því, að þeim farist stjórnin giftusam- lega úr hendi, er þeir hafa nú tekið við henni einir úr hönd- um hins mikla, stjórnsama og hagsýna fjarmála- og at- orkumanns. Ef ísland ætti nú marga jafningja Ólafs heitins Jóhann- esspnar, mundi fljótt birta yfir þjóðlífi voru og þjóðar- högum. Magnús Magnússon. —■—<m>—-— Vísa. Þessa vísu heyrðu menn kveðna í Síðumúlakirkjugarði árið 1401: Vögum vér og vögum vér með vora byrði þunga. Upp er komið það áður var í öldu Sturlunga, í öldu Sturlunga.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.