Stormur


Stormur - 20.02.1936, Page 2

Stormur - 20.02.1936, Page 2
2 STORMUR Hlutdrægnin í inn- flutningsleyfunum. Kaupfélögunum ívilnað, en níðst á kaupmannastéttinni. I. Þó að kreppan komi hart niður á öllum stéttum þjóðfé- lagsins, mun hún þó að sumu leyti koma einna harðast niður á kaupmanna- og v.erslunarstéttinni. Að nokkru leyti stafar þetta af hinum miklu innflutningshöftum, þar sem innflutningur er nú aðeins 10 % af því, sem hann áður var á ýmsum vörutegundum, en úr öllum stórlega dregið, og svo sumar teknar úr höndum þeirra og einokaðar. — En við þetta bætist svo, að kosti kaupmanna er þjakað svo sem mest má verða af löggjafarvaldinu eða þeim þing- meirihluta, sem völdin hefir haft hér síðustu 8 árin. Er af ráðandi mönnum þeirra flokka unnið að því ósleitilega að koma kaupmannastéttinni algerlega á kné. Mundi flokk- um þessum hafa á unnist enn þá meira en þó orðið hefir, ef ágreiningur væri ekki á millum þeirra, hvernig með verslunina skal fara. — Vilja sósíalistar þjóðnýta hana og láta ríkið og bæjarfélög reka hana, en Tímamenn vilja láta Sambandið og kaupfélögin hafa hana. II. Á verslunarþinginu í vetur, sem Verslunarráð Islands boðaði til, brugðust kaupmenn mjög drengilega við inn- flutningshöftunum og hinu mikla tjóni og óþægindum, er þau og aðrar verslunarhömlur baka þeim. Töldu þeir nauð- synlegt þjóðarhagsmuna vegna, að innflutningshömlum væri að einhverju leyti beitt og því væru þeir fúsir að beygja sig undir þá nauðsyn, en hinsvegar átöldu þeir harðlega þá hlutdrægni, sem innflutningsnefndin hefði sýnt, og kröfðust að eitt væri látið yfir alla ganga. — Sjá allir réttsýnir menn, hvort sem kaupmannasinnar eru eða ekki, að hér er um sanngirniskröfu að ræða af kaupmanna hálfu. En þessari sjálfsögðu sanngirniskröfu hefir ekki verið fullnægt. Hlutdrægnin heldur áfram. Kaupfélögunum er ívilnað, en gengið á hluta kaupmanna stórkostlega. Eitt glöggasta dæmi um hina geysilegu hlutdrægni, sem beitt er, er samanburður, sem blaðið íslendingur birtir ný- lega á innflutningi Kaupfélags EyfirSinga og 10 verslana kaupmanna á Akureyri. Er Vilhjálmur Þór forstjóri Kaup- félagsins og fer því fram, sem hann vill. Fer hér á eftir kafli, er um þetta fjallar úr áminstri grein: „Hinn 26. þ. m. komu hingað skipin Lagarfoss og Detti- foss og fáum dogum síðar Columbus. Með þessum skipum fékk Kaupfélag Eyfirðinga ýmsar matvörur, sem að neð- an greinir, eftir því, sem næst hefir orðið komist. — Hér eru aðeins taldar helstu matvörutegundir, en auk þess fékk Kaupfélagið margskonar aðrar vörur, til sinna mörgu deilda og verksmiðjureksturs. Innflutningur KEA var í janúar: Sykur ca. 40,000 kg. Kaffi ca. 12,000 kg. Haframjöl ca. 11,250 kg. Hrísgrjón ca. 7,500 kg. Hveiti ca. 32,500 kg. Rúgmjöl ca. 400,000. Til samanburðar hefir verið safnað skýrslum hjá 10 öðrum verslunum um hvað þær hafi sótt um innflutning á og fyrir hve miklu þær hafa fengið leyfi, sem gilda fyrir fjóra fyrstu mánuði ársins. — Sú skýrsla lítur þannig út: Umsóknir: Leyfi veitt: Sykur ca. 29,000 kg. 6,250 kg. Kaffi — 1,320 — 390 — Haframjöl — 17,000 — 4,300 — Hrísgrjón — 4,600 — 3,050 — Hveiti — 22,250 — 5,050 — Rúgmjöl — 31,500 >— 10,900 — Iiér eru nú'tölur, sem tala sínu máli, eða hvað finst les- endunum, og allar kaupmannaverslanir hér í bænum og nágrenni munu hafa sömu sögu að segja. Það er vitanlegt, enda yfirlýst af kaupfélagsstjóranum að nokkru leyti, að KEA hafði ekki leyfi fyrir þessum vör- um, þegar þær fóru af stað frá útlöndum, en það virðist ekki hafa staðið á leyfunum eftir að vörurnar voru hing- að komnar, a. m. k. er það víst, að þegar Columbus kom (með 400 smálestir, eða 8,000 sekki af rúgmjöli), þá var ekkert innflutningsleyfi fyrir hendi, en það kom víst skyndilega, þegar átti að fara að losa skipið. •— Hætt er við, ef aðrar verslanir hefðu átt þessar vörur, að þær hefðu verið kyrsettar og viðkomandi sektaður, eins og lög standa til“. Þegar menn athuga þenna geysilega mismun, sem er á innflutningi Kaupfélagsins í janúarmánuSi einum og inn- flutningsleyfum hinna 10 kaupmannaverslana í fyrstu 4 mánuði ársins, þá hlýtur öllum mönnum að blöskra, hvað langt er gengið í hlutdrægninni og ósvífninni. ,,íslendingur“ segir, að Akureyringar muni seint gleyma þessari „rangsleitni“ og ekki láta kyrt liggja fyr en þess- um ófögnuði léttir og allir þeir, sem hlut eiga að máli, fái að vera jafnir fyrir landslögum“. — Auðvitað er þetta rétt hjá blaðinu, en þess þarf enginn að vænta, að leiðrétting fáist á þessu, meðan núverandi stjórn og þingmeirihluti heldur völdum. — Hlutdrægnin og órétturinn situr þar í öndvegi. Landskjálftinn mikli 1339. Um landskjálftann mikla 1339 segir Espólín svo frá í Árbólcum sínum: „Var þá í fardögum landskjálfti hinn mikli, svo að víða í Sunnlendingafjórðungi hröpuðu bæir, en fjöllin hrundu niður, alls féll 50 bæja, og kom upp hver í Henglafjöllum, 10 faðmar á hvern veg, þar áður var slétt jörð; mönnum og fénaði fleygði til jarðar, en hús féllu mest um Skiúðu, Flóa og Holtamanna hrepp, hús tóku úr stað, og létust nokkrir menn og gamalmenni; jörð rifnaði víða til undir- djúpa, spratt upp heitt vatn og kalt, og sprungu hamrar í sundur, er mælt úr djúpunum hafi staðið eitruð fýla, svo dýrum og fúglum yrði að bana; annar jarðskjálfti kom síðar, svo að mönnum og fénaði fleygði til jarðar, hrundu hús víða, og ey.ddust bæir um Skeið, Flóa og Holtamanna hrepp, rifnaði víða jörð í djúp dýki með upprennandi vatni. Leynilögreglu- og furðusögur. Þegar sögurnar „Scotland Yard“ birtust í Stormi fyrii’ nokkrum árum síðan, nutu þær liinna mestu vinsælda, enda voru margar þeirra ágætar. Nú munu aftur hefjast hér í blaðinu leynilögreglu- og . furðusögur, og standa þær síst að baki „Scotland Yard“, enda valdar úr geysistóru úrvali enskra sagna', sem selst hafa í hundraða þúsunda tali erlendis. •— Verða sögurn- ar flestar stuttar og munu að jafnaði lokið í 10—15 blöð- um Storms. — Óvíst er hvort sögurnar verða sérprentað- ar og er því hverjum vissast, sem nautn hefir af slíkum sögum, að fylgjast með þeim í blaðinu.

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.