Stormur


Stormur - 20.02.1936, Side 3

Stormur - 20.02.1936, Side 3
STORMUR 3 Þjófnaðirnir í Landsbankanum. i. ' Landsbankanum er ætlað það hlutverk að styðja at- vinnuvegi vora, svo sem sjávarútveg, landbúnað, iðnað, siglingar og verslun. Nú eru auðvitað fleiri atvinnuvegir, sem vér stundum, heldur en þeir, er að ofan eru taldir, og einn meðal þeirra er þjófnaður. Hefir hann verið stundað- ur frá því að land bygðist og til dagsins í dag, bæði af há- um og lágum. Það hefir gilt nokkuð sama um þenna atvinnuveg sem annan í landi voru, að hann hefir gefist misjafnlega þeim, er við hann fengust. Sumir hafa borið lítið úr býtum og notið fengsins stutta stund, en aðrir hafa bæði verið afla- sælir og notið fengsins lengi. Og þá jafnframt oft og ein- att notið hins mesta trausts og hinnar mestu virðingar samborgara sinna, enda gegnt trúnaðarstörfum, og þeim ■stundum hinum æðstu, fyrir þjóð sína. II. En þótt þjófnaður megi teljast til atvinnugreina vorra, þá mun samt ekki hafa verið sú tilætlun Jöggjafans, að Landsbankinn beinlínis styddi þenna atvinnuyeg eða gerði ttiönnum þægilegra fyrir að stunda hann. — Síst af öllu unun löggjafinn hafa getað til þess ætlast, að bankinn hefði svo mikla umönnun fyrir honum, að hann beinlínis skað- aði sig hans vegna og létti undir með rekstri hans innan sinna eigin vébanda. -r- Enginn mundi því hafa getað áfelt bankann, ekki einu sinni þjófarnir sjálfir, ef þeir vildu Vera sanngjarnir, þótt bankinn hefði sýnt meiri varúð gagnvart þessum atvinnuvegi, en hann virðist hafa gert á undanförnum árum og fram til þessa dags.» III. Nú er það auðvitað ekki svo að skilja, að stofnun eins og Landsbankann, sem veltir mörgum tugum og jafnvel bundruðum miljóna króna árlega, hefir 3 bankastjóra, á- kaflega fjölment bankaráð, 60—70 starfsmenn, þar á með- al fjölda endurskoðenda og eftirlitsmenn, muni nokkurn skapaðan hlut um það, þótt einn eða cveir af starfsmönn- um hans bæti dálítið upp laun sín með því að taka tíu búsund krónur eða svo árlega, og á 5—10 ára fresti 50—60 búsund, eða eitthvað því um líkt. Frá fjármunalegu sjón- armiði er því þetta í raun og veru tæpast umtalsins vert. En það eru fleiri hliðar á málinu en sú fjárhagslega. Ein beirra er sú, að það er óneitanlega leiðinlegt fyrir þenna bjóðbanka vorn, að stuldir og ýmiskonar óreiða skuli þríf- ast þar árlega, enda þótt alt sé fult af endursk.oðendum °g eftirlitsmönnum. — Hlýtur þetta heldur að verða til bess, að veikja traust og virðingu almennings á þessari ftiiklu stofnun vorri. Önnur hlið er þó á þessu máli, sem er alvarlegri. Hún el' sú, að það er blátt áfram óþolandi fyrir starfsfólk bank- ans, að þurfa að búa við það ár eftir ár að ligg'ja undir gi'un og dylgjum um ótrúmensku og þjófnað í starfi sínu. •bað er fyrst og fremst þessara hluta vegna, sem nauðsyn ber til þess, að þessi óreiða og þjófnaður í bankanum hætti endurtaka sig. IV. Um þetta síðasta tilfelli í bankanum, hvarfið á 1000 kf. úr seðlabunkanum og 2000 kr. úr kassa A. J. Johnson, skal hér ekki mikið rætt, en þó dálítið að því vikið, því að ^mislegt einkennilegt og athugunarvert virðist hafa kom- upp í rannsókn þessa máls, og eins er meðferð þess með Uálítið einkennilegum og óvanalegum hætti, og honum Jafnvel ekki sem viðfeldnustum. Ef trúa má frásögnum dagblaðanna um rannsókn máls- ins, og sennilega má það,- þar sem rannsóknardómarinn hefir enga athugasemd við þær gert, þá veittu nokkrir menn því eftirtekt í bankanum, að hinn umræddi seðla- bunki með 25 þús. kr., sem kom frá Útvegsbankanuin, var undarlega losaralegur. Þeir hafa orð á þessu, en iáta svo þar við sitja. Hnýsni þessara manna eða rannsóknarþrá er ekki meiri en svo, að þeir veigra sér við því erfiði að rífa utan af bunkanum og telja þessar 25 þús. kr., til þess að ganga úr skugga um, hvort alt væri með feldu cða ekki. Mjög mikið starf virðist þetta þó ekki hafa verið fyrir marga menn, sem auk þess eru vanir að fást við og telja peninga. En einkennilegri virðist þessi sérhlífni vera, ef það er rétt, sem sagt er, að einn af starfsmönnum bank- ans hafi alllöngu áður verið búinn að sýna yfirmönnum sínum, að umbúnaður þessara búnta, þótt rambyggilegar sýndist, væri samt ekki traustari en svo, að auðvelt væri að komast í þau og draga út seðla úr þeim, enda þótt eng- in missmíði sæjust á ytri umbúðunum. Galdurinn væri ekki annar en sá, að smeygja pappírshníf millum seðlanna, vinda dálítið upp á hann, kippa honum svo út, og draga svo seðlana út í gegnum þessa hvolfmynduðu smugu. •— Þessi bunki gekk síðan á millum margra manna’í bank- anum og þegar hann svo loks var opnaður sýndi það sig, að í hann vöntuðu 1000 kr. Þá er og ákaflega einkennilegt, að ekki skyldi strax og vitað var um að fleiri en einn lykill gekk að kössum sumra gjaldkeranna, bót á þessu ráðin, svo að fyrir það væri girt að annar en viðkomandi gjaldkeri gæti komist í sinn kassa. Er það líkast því um kassa Johnsons, sem lykill Sigurðar gengur að, ef beitt er ,,lagi“, eins og það er orðað, að það hafi beinlínis þótt sport að vera að fást við þenna kassa og geta ýmist opnað hann eða ekki. V. Og svo er það loks um meðferð þessa máls. Eftir frásögnum blaðanna, ómótmæltum af Jónatan Hallvarðssyni, hurfu 2000 kr. úr kassa A. J. Johnson. ■— Hann telur í kassa sínum að kveldi, eins og hans var vani, og síðan er kassinn af öðrum manni, í þetta sinn Sigurði Sigurðssyni collega háns, færður þangað, sem hann á að vera í friði og óáreittur yfir nóttina. Um morguninn, er Johnson tekur við kassa sínum, kem- ur það svo einhvernveginn að honum áð telja aftur í kass- anum, sem hann þó gerði sjaldan, og þá verður hann þéss var, að 2000 kr. eru farnar. Hann skýrir síðan yfirmönn- um sínum frá þessu, og þeir afhenda málið í hendur lög- reglustjóra til rannsóknar, og racnsókn er hafin. Eitt af því fyrsta, sem gert er, er það, að taka Sigurð Sigurðsson, manninn, sem fór með kassa Johnsons í geymsluna og lykilinn hafði, sem með ,,lagi“ gekk að kassa hans, og setja hann í gæsluvarðhald. Auðvitað var þetta sjálfsagt, eins og atvikin lágu fyrir. En jafn sjálf- sagt og þetta var, var líka það, sem ekki var gert, að setja A. J. Johnson í gæsluvarðhald, því að afstaða þeirra beggja til þess að taka þessar 2000 kr. er hin sama, óg þar sem annarhvor þessará manna hlýtur að vera að hvarfinu valdur, svo framarlega sem þriðji lykillinn geng- ur ekki að kassanum. Yfir báða þessa menn átti því það sama að ganga hjá rannsóknardómaranum, og meðferð málsins, hvað þetta snertir, sem óneitanlega er mjög stórt atriði, er því mjög aðfinsluverð og óréttmæt í garð Sig- urðar Sigurðssonar. — Það fer aldrei hjá því, að á þánn mann, sem í gæsluvarðhald er settur, fellur sterkur grun- ur hjá almenningi. Hver dómari verður því vel að gæta þess, að láta einn ekki verða harðara úti en annan :í þess- um efnum, ef málsatvik eru svo, að tveir eða fleiri geta með sömu eða svipuðum líkum verið að verknaöinum valdið.

x

Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.