Stormur


Stormur - 20.02.1936, Blaðsíða 4

Stormur - 20.02.1936, Blaðsíða 4
STORMUR Leynilögreglu- og Elliot O. Donnell: Peningafalsararnir. Dick Drescoll, sómamaður og innbrotsþjófur, sem venjulega gekk undir nafninu „höggormurinn", sökum þess, hversu leikinn hann var í því að smjúga úr greipum sniðugustu leynilögreglumanna Scotland Yard, var að aka á vélhjólinu sínu eftir veginum, sem liggur á milli St. Erth og St. Ives, þegar hann heyrði, að kallað var á hjálp. Hann nam undireins staðar og skygndist um. Að vörmu spori kom hann auga á mann, hægra megin við veginn, alllangt burtu, sem hljóp fram og aftur og baðaði út með höndun- um. Dick reisti hjólið sitt upp við garð og hraðaði sér til manns síns. Eftir örstutta stund var hann kominn til hans. „Hvað.gengur að?" spurði Dick. „Alt mögulegt", svaraði maðurinn. „Frænka mín hefir fallið hérna niður". Maðurinn benti á geispandi námu- kjaft, rétt hjá, þar sem þeir stóðu. ,,Hún vildi skygnast þarna niður, þótt eg bæði hana að gera það ekki, og svo gaf bakkinn eftir og hún hrapaði niður. I guðs nafni náið þér í reiþi, ,ef unt kynni að vera að bjarga henni. Það gæti verið, að hún hefði ekki fallið djúpt niður". Maðurinn var náfölur og titraði allur. „Eg skal reyna", svaraði Dick. Örstutt frá veginum, þar sem hann hafði skilið hjólið sitt eftir, stóð kofi, og þangað flýtti hann sér. Til álrlar hamingju var maðurinn, sem bjó í honum, heima, og átti til sterkt reipi. Innan stundar voru þeir komnir að námu- opinu, en nú reis spurningin um það, hver ætti að síga niður. — Dick var léttastur þeirra þriggja og bauðst til þess. Hann batt nú öðrum reipisendanum um sig miðjan, en hinir tveir héldu í annan endann, og sté svo út af brúninni. — Hann hafði reynt sitt af hverju í styrjöldinni miklu, en alltaf höfðu þó verið þar ýmis hjálparmeðul við hendina, en nú voru það aðeins tveir menn, sem stóðu á milli hans og geigvænlegs dauðans. Ef reipið slitnaði eða þeir mistu það úr höndum sér, þá lá ekki annað fyrir en að hrapa og guð einn vissi hvert. — Að líkindum niður í margra feta djúpt og fúlt vatn. Hann seig lengra og lengra niður í niðdimma og geig- væna gjána. Hann heyrði ekkert og sá ekkert, en myrkrið þjappaðist að honum og smaug um hann. Þegar hann hafði sigið þrjátíu til f jörutíu fet, rakst hann á eitthvað fast. Hann staðnæmdist og kveikti á vasaljós- inu og sá, að hann stóð á nokkrum feisknum trjábolum, og við fætur hans lá kona. Hann leysti' reipið tafarlaust af sér og batt það ramlega utan um hana. Síðan skaut hann þremur skotum til merkis um, að upp skyldi dregið; og hægt og hægt lyftist hún upp til yfirborðsins. En nú kom hræðileg bið. Hann stóð þarna á fúnum trjánum, vatn seitlaði úr veggjunum í kringum hann, og því dropatali gleymdi Dick aldrei meðan hann lifði. Það var miklu geig- vænlegra en fallbyssudrunurnar og sprengingarnar á Vest- urvígstöðvunum. — En fyrlr neðan hann var hnausþykkt myrkrið og þar fyrir neðan 'kalt, fúlt vatn. Loksins kom reipið. Og það mátti ekki tæpara standa, því að í sömu andránni, sem hann hafði bundið það um sig, brustu bjálkarnir undan fótum hans og hrundu niður í ferlegt djúpið. Konan var ekki dáin, og það sem furðulegra var, lítið meidd. Hún fékk fljótt meðvitundina, sem hún hafði mist vegna fallsins og skelfingarinnar, sem hafði gripið hana. Bæði hún og frændi hennar voru Dick mjög þakklát fyi*- ir björgunina og buðu honum að borða með sér á hótelinu, sem þau bjuggu í, við Cartes Bay. Maðurinn hét Alvo Carlera, prófessor, ættaður frá Suð- ur-Ameríku. Hann var hár og vel vaxinn, dökkur á hár og markeraður í andliti, og mundi hafa litið fremur góðmann- lega út, ef augun hefðu ekki verið of lítil, legið nokkuð inn- arlega og bilið á milli þeirra verið mjög skamt. Kona hans, frú Carlera, var fögur, en Dick geðjaðist ekki að hinum köldu, klassisku dráttum og svip andlitsins. Honum geðj- aðist betur að mjúkum dráttum. Hún var dökk á hár seni maður hennar, augun stór og svört, vel vaxin eins og hann, fæturnir litlir og hendurnar aðdáanlega fagrar. Hún var vel búin og smekklega og glóði öll í dýrmætum gimstein- um. Efni Storms. Eins og gengur er erfitt að gera öllum til hæfis með efni „Storms" eins og annara blaða. — Kvarta sumir und- an því, að stjórnmálagreinarnar taki upp alt of mikið rúm í blaðinu, en öðrum þykir aldrei of mikið af þeim. Efni blaðsins mun nú framvegis svo háttað allajafna, að á fýrstu síðu verður mynd, og mun teiknarinn þar sýna eitthvað, sem honum þykir vert að beina athygli lesend- anna að. — Á annari síðu verða Gamlar sagnir, ýmiskon- ar fróðleikur, sem allur almenningur á ekki aðgang að; ,en vel er þess verður að í minni sé hafður. Einnig verða þar smágreinar um ýmislegt, er við ber. — Á þriðju síðu verður forystugreinin eða leiðarinn, sem svo er nefndur, og á þeirri fjórðu ,eða nokkrum hluta hennar verða leyni- lögreglu- og furðusögurnar. Virðist blaðinu, að með þessum hætti megi allir lesend- ur þess sæmilega una við það, sem það flytur þeim, svo framarlega sem sómasamléga er frá hverju fyrir sigf gengið. Um myndina á fyrstu síðu skal það þó fram tekið, að vera má, sökum hins mikla kostnaðar, sem henni fylgir, að hún geti ekki komið nema öðruhvoru. Flyst þá leiðar- inn yfir á fyrstu síðu. Götamótorinn fæst í Verslun Jóns Þórðarseonar. ísafoldarprentsmiðja h.f.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.