Stormur


Stormur - 29.02.1936, Blaðsíða 2

Stormur - 29.02.1936, Blaðsíða 2
2 STORMUR ------—----------------------3---------ter vóða, einungis vegna öfundar og haturs til andstæðinga sinna. Ekkert heyrist. nú talað um dulskeytamálið og eru stjórnarvöldin steinhætt að minnast á það. Búast menn eins vel við, að það sé algerlega úr sögunni og geta þá allir ráðið í hvað valda muni. Fullkomin þögn ríkir nú líka um mjólkurmálið, og þykir mörgum einkennilegt. Voru sumir menn farnir að halda það, þegar bændur voru sem skeleggastir fyrir jólin í máli þessu, að þeir myndu koma með hunda sína til höfuðstaðarins upp úr nýárinu og skjóta Hermanni með þeim skelk í bringu, ef hann léti ekki að óskum þeirra og hætti að skattlpggja þá um tugi og hundruð þúsunda króna til hagsmuna fyrir sósíalista. — Er nú líkast því, sem annað hvort bændunum eða hundunum hafi fallist hugur — líklega minst riffilsins og ekki viljað eiga á hættunni að fá sömu útreið sem æðarkollan. Þetta verður þú að láta þér nægja að sinni. Vertu bless. Þinn einlægur Jeremías. Seðíahvarfíð í Landsbankantím. Útaf grein, sem birtist í síðasta tbl. Storms, með þessari fyrirsögn, hefir hr. A. J. Johnson bankagjaldkeri óskað, að eftirfarandi væri tekið fram: 1. Að hann hafi alls ekki viiað að lykill Sigurðar Sig- urðssonar gekk að sínum kassa, fyr en eftir að 2000 , krónur hurfu úr honum. 2. Að sú frásögn í fyrnefndri grein Storms, að hann telji „sjaldar," í kassanum að morgni, sé algerlega röng, því að hfinn hafi ætíð haft það fyrir reglu, að telja í honum að morgni, a. m. k. það af sjóðnum, sem hann ætli að fara að not,a strax, en svo var einmitt um búritið, sem þessar 2000 kr. hurfu úr. 3. Að hann hafi ekki vitað hver fór með kassa hans nið- ur í það skiftið, sem hvarfið átti sér stað, fyr en eftir að hann hafði talið í kassanum um morguninn, og til- kynt hvarfið aðalgjaldkeranum, hr. Jóni Halldórssyni. Útaf þessum athugasemdum gjaldkerans, sem snerta afstöðu hans til málsins all-verulega, vill Stormur taka það fram, að í áminstri grein var það skýrt tekið fram, að frásögn blaðsins styddist við ómótmæltar greinar dag- blaðanna um málið, bæði af sjálfum rannsóknardómar- anum og þeim er hlut áttu að máli, og yrðu því að teljast réttar. Nú hafði Morgunblaðið sagt viðvíkjandi fyrsta at- riðinu að A. J. Johnson hefði ásamt aðalgjaldkera og Sveini Þórðarsyni vitað, að lykill Sveins, sem seinna varð lykill Sigurðar, gekk að kassa A. J. Johnson. Þessi frá- sögn stóð marga daga óleiðrétt í blaðinu og efaðist því Stormur ekki um, að hún hlyti að vera rétt. En eftir að grein Storms var skrifuð, kemur svo leiðrétting í Mbl. frá A. J. Johnson um að hann hafi ekki vitað, að þessi lykill gekk að kassa hans og vitnar rannsóknardómarinn, að þetta sé í samræmi við framburð A. J. Johnson fyrir réttinum og bókunina á þeim framburði. Um 2. atriðið, að það sé rangt, sem sagt er í Stormi, að Johnson hafi ,,sjaldan“ talið í kassa sínum að morgni, skal það tekið fram, að Stormur hafði þessa frásögn eftir Alþýðublaðinu þriðjudaginn 11. febrúar s.l. Þar stendur eftirfarandi klausa: ,,. . . . Morguninn eftir tók Johnson við kassa sín- um og taldi aíf hendingu (auðk. hér) seðla í einu búntinu og vantaði þá í það 2000 kr.“ Þegar sá, er þetta ritar, skrifaði greinina í Storm, hafði jSU i. 4v* hann ekki umrætt Alþýðublað við hendina, en mundi orð blaðsins ekki‘orðrétt, en hinsvegar glögt hvað í þeim fólst. — 1 frásqgn Storms var þetta orðað svo: „Um morguninn er Johnson tekur við kassa sínum kemur það svo einhvern veginn að honum, að telja aftur í kassanum, sem hann þó gerði sjaldan, og þá verður hann þess var, að 2000 kr. eru farnar. .“ Eins og allir sjá, er hér lítill eða jafnvel enginn efnis- munur á frásögninni, þótt orðalagið sé annað. Orðin „af hendingu“ í Alþýðublaðinu, verða ekki skilin öðruvísi en svo, að það hafi verið algerlega óvanalegt, að Johnson taldi í kassa sínum þenna morgun, og því er orðalag ^greinarinnar í Stormi í fullu samræmi við þetta og alls ekki sterkara nema ef síður væri, því að í orðinu „sjald- an“ felst þó, að ekki hafi verið um hreina undantekn- ingu að ræða en í orðunum „af hendingu“ felst, að hér hafi verið um hreina undantekningu að ræða. — A. J. Johnson tjáir Stormi, að hann hafi strax og hann sá þessa frásögn í Alþbl. símað til ritstjóra þess Finnb. R. Valdi- marssonar og beðið hann að leiðrétta þessa frásögn, sem væri röng, þareð hann teldi altaf í kassa sinn að morgni, og hafi ritstjórinn lofað sér þessu, en sú leiðrétting hafi aldrei komið. — Er þetta í raun og veru eina ati’iðið af þessum þremur, sem Storm varðar, því að á hin atriðin mintist hann ekkert í fyrnefndri grein. — En það munu allir sjá eftir þessa greinargerð, að Stormur hafði í engu hallað málstað A. J. Johnson, því að hann flutti ekkert annað en það, sem að efni til var samhljóða því, sem staðið hafði þá ómótmælt í dagblöðunum í marga daga. En því er ekki að leyna að það er mjög vítavert hjá dag- blöðunum að greina ekki rétt frá mikilsverðum atriðum í rannsókn sakamála, og það virðist ótvíræð skylda rann- sóknardómarans að fylgjast með því, sem blöðin birta í þessu efni og leiðrétta, ef rangt er meðfarið um atriði, sem mikið getur á oltið. H. f. Eimskipafélag íslands. Aðalfundur Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags Islandsverð- ur haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykja- vík, laugardaginn 20. júní 1936 og hefst kl. 1 e. h. DAGSKRÁ: I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstand- andi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. des. 1935 og efnahagsreikning með athugasemdum end- urskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úr- skurðar frá endurskoðendupi. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skift- ingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, se múr ganga samkvæmt félagslögunum, 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 16. og 18. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 18. febrúar 1936. Stjómin.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.