Stormur


Stormur - 20.03.1936, Blaðsíða 1

Stormur - 20.03.1936, Blaðsíða 1
STORMUR jKiYStjon JnagSMMi masfnusson XII. árg. Reykjavík, 20. mars 1936. 8. tbl. Tveir Jónasar Eins og kunnugt er unnu þeir saman um langt skeið Jónas Jónsson og Jónas Þorbergsson, og voru hinir mestu alúðarvinir, enda innrætið sama hjá báðum. Nánust var þessi samvinna á meðan Jónas Þorbergsson var ritstjóri Tímans og Jónas Jónsson ráðherra. Skrifuðu þá þessir tveir menn blaðið að heita mátti. Valdi Hriflu-Jónas sér það. hlutskiftið^að skrifa róggreinar um einstaka menn, en Jón- as Þorbergsson tók það aðallega að sér, að rangfæra mál- «fni og snúa sannleika í lygi og lygi í sannleika. Tókst báðum mönnunum allsæmilega að leysa þetta hlutverk sitt af hendi, enda unnu hér báðir að því sem skapi þeirra og hjarta stóð næst. Svo varð Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri og gekk þar með undir það jarðarmen að vera hlutlaus og snúa ekki lygi í sannleika eða sannleika í lygi, og hefir það hlotið að vera honum þung raun svo framarlega, sem það hefir nokkru sinni flökrað að honum að halda þenna eið sinn. En hærri laun og meiri virðingarstaða freistuðu mannsins. En skömmu á eftir, að Jónas varð útvarpsstjóri, kom dá- lítið fyrir, sem kældi nokkuð í svip hina innilegu vináttu þessara manna, sem um langt árabil höfðu hilmað yfir hver með öðrum og svarist í f óstbræðralag um það, að láta engin meðöl ónotuð, og því síst þau óheiðarlegu, til þess að ófrægja andstæðinga sína. — Þetta atvik, sem fyrir kom var það, að Jónasi Þorbergssyni þóttu laun sín heldur við stakk skorin,-þótt hann hefði nokkuð á annan tug þúsunda króna í laun með öllu og öllu. Til þess að bæta upp þessi Htlu laun sín, gerðist Jónas því nokkuð djarftækur á fé þeirrar stofnunar, sem honum var trúað fyrir. Þessi fjár- öflun varð hljóðbær og dæmd þungt að vonum af öllum, sem kunna að gera nokkurn greinarmun á réttu og röngu og nokkrar kröfur gera um það, hvernig háttsettir starfs- ttienn ríkisins eiga að hegða sér í embætti sínu eða sýslan. Þegar Jónas Jónsson varð áskynja um þetta brot öafna síns, tók hann honum það illa upp og vítti hann harðlega fyrir það. Þorbergssyninum þótta þetta að vonum allmikil tiltektasemi af nafni sínum og hann ekki hafa sýnt honum þann stuðning í þessu mótlæti, sem hann hafði vænst. Fanst Jónasi Þorbergösyni, og það með réttu, að örot sitt væri smáræði eitt hjá afbrotum Hriflu-Jónasar í ráðherratíð hans, sem hann hafði vitað um með og þagað yíireins og trúr þjónn. — Sýndist útvarpsstjóranum, sem nokkur hundruð krónur væri lítill peningur hjá þeim tug- °ni og hundruðum þúsunda og jafnvel miljónum, sem alla- vega höfðu gengið í súginn hjá Jónasi Jónssyni, og hann ekki getað gert grein fyrir að notað hefði verið samkvæmt vilJa þingsins eða á ráðvandlegan og skynsaman hátt. — ^n sá var munurinn á brotum þessara manna, eða öllu neldur aðstöðu, sem Jónas Jónsson gerði sig merkilegan yíh* við nafna sinn, að brot Jónasar Þorbergssonar varð uPpvíst og sannað og heyrði undir almenna dómstóla,' en 'járóreiða Jónasar Jónssonar var falin undir fölskum út- gjaldaliðum, og óglöggum reikningsskilum, og loks heyrðu svo afbrot hans undir landsdóm sem þannig var saman- settur, að sökudólgurinn þurfti ekki að óttast, að hann kæmi nokkru sinni til þess að dæma um þessa miklu af- brotaflækju. En það er gamalt máltæki, sem segir: „Sækjast sér um líkir", og einhver hagyrðingurinn hefir bætt við: ,,sam- an níðingar skríða", og það rættist hér. Jónasi Jónssyni þótti vissast að blíðka sig við nafna sinn, því að hann vissi of mikið og gat orðið hættulegur, ef hann snerist til and- stöðu. Jónasi Þorbergssyni fanst líka vissast að hafa nafna sinn góðan og því reyndi hann að gleyma því, þótt honum hefði sárnað að fá siðferðisáminningar frá manni, sem hann vissi, að var miklu sekari en hann sjálfur, og hefði undir engum kringumstæðum getað fengið skilorðsbundinn dóm, ef venjulegir dómstólar hefðu um afbrot hans fjall- að, en hans eigið brot var þó ekki stærra en það, að góð- viljaður dómari hefði getað slept honum með nokkurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. — Og nú eru þessir tveir menn.aftur farnir að vinna saman að því að reyna að halda saman fúasprekunum, sem í flokknum eru. Er nú Jónas Þorbergsson, hinn hlut- lausi utvarpsstjóri, kominn nafna sínum til aðstoðar við að skrifa í blöð flokksins og skrifar undir bókstafnum T. í Nýja dagblaðið, en dulnefninu Svipdagur í Tímann. Mun flokknum ekki veita af þessari hjálp, því að blaðamenska Framsóknarflokksins hefir verið með fádæmum léleg síð- ustu árin, og fyrir utan þá nafnana tvo, sem báðir eru á sína vísu ritfærir, hefir enginn maður skrifað stjórnmála- greinar í þessi blöð, sem eftirtekt hafa vakið, og sýnir það best hrörnunarmerkin á flokknum og hið mikla mannhrak, sem hann er í. Enda er nú svo komið, að naumast nokkur ritfær ungur maður fer í Framsóknarflokkinn, þeir skiftast millum allra hinna flokkanna, en aftur á móti hefir flokk- urinn tpað öllum greindustu og færustu eldri mönnunum, sem í flokknum voru, sem flestir hafa horfið til Bænda- flokksins og nokkrir til Sjálfstæðismanna. Mun í engum flokki hlutfallslega í landinu núvera jafnlítið mannval og í Framsóknarflokknum og er glögg spegilmynd af því, hvernig þingflokkur hans er skipaður. Er það tvímælalaust lélegasti þingflokkurinn að mannvali, sárfáir yfir meðallag að vitsmunum eða þekkingu, en margir fyrir neðan og sumir langt fyrir neðan, jafnvel svo, að undrun vekur, að þessir menn skuli hafa komist á þing. Það er því i raun og veru mannkærleikaverk hjá Jón- asi Þorbergssyni að koma þessum síminkandi og síhrörn- andi f lokki til liðs, en hrörnunin og uppdráttarsýkin er orð- in svo mikil, að hætt er við því, að sjúklingurinn eigi sér ekki batavon. Það er komin kölkun í æðarnar og lungun eru líka mjög biluð, sem eðlilegt er af öllum þeim óhroða sem ofan í þau hefir farið á undanförnum árum. — Hefir

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.