Stormur


Stormur - 20.03.1936, Blaðsíða 4

Stormur - 20.03.1936, Blaðsíða 4
STORMUR Kostaboð Náttúrufræðingsins Nokkrir nýir kaupendur Náttúrufræðings ins fá ritið írá byrjun, fimm árganga, fyrii hálfvirði, eða aðeins 15 kr., þó aðeins gegn staðgreiðslu, og með því skilyrði, að þeir verði kaupendur ritsins framvegis og greiði um leið 6. árgang þess. En vegna þess að sum heftin í fyrstu árgöngunum eru næstum þrotin, er mjög æskilegt, að þeir, sem vilja eignast Nátt- úrufræðinginn frá byrjun, gefi sig fram sem fyrst. Náttúrufræðingurinn kemur út fjórum sinnum á ári, tólf arkir samtals. Ritið er prýtt fjölda mynda og árgangurinn kostar 6 kr. Afgreiðslumaður og gjaldkeri er Ólafur Bergmann Erlingsson prentari, Njálsgötu 76. Sími 3048 í ísafoldarprent- smiðju. Heimasími 4875. Á fimm árum hafa komið út af Náttúrufræð- ingnum 60 arkir í stóru broti, svo að hjer er um að ræða bók, sem er 960 bls. í Náttúrufræðing- inn hafa ritað rúmlega 60 höfundar. í honum i hafa birst um 300 greinar og um 280 myndir. Drengur Allar þær greinar, sem birtast í NÁTT- ÚRUFRÆÐINGNUM, er reynt að hafa í þeim búningi, sem hverjum manni, meira að segja hverju barni, sje auðskilinn. En við hlið þeirra greina, sem Náttúrufræðingurinn færir lesendum sínum til fróðleiks og skemtunar, hefur ritið opnað dálka sína fyrir hagnýtum viðfangsefnum sem ætlast er til að komi að praktiskum not- um. Aðalgreinarnar í næsta hefti Náttúru- fræðingsins, sem kemur út eftir nokkra daga, eru: Úrelt liffæri á mannslíkamanum, Rjúpan, ætt hennar og óðall, Marhálmurinn, Rækjur og rækjuveiðar. Fjörugrös og hrossaþari. með rófu. Auk þess margar smærri greinar.um ýmis efni Pantið ritið áður en það verður of seint. Sent gegn póstkröfu. •Ú'ú.v'i Ástraliu-lungnafiskur. Loðinn maður. Kaupið Náttúrufræðinginn handa sjálfum yður. Kaupið Náttúrufræðinginn handa börnum yðar. Kampalampi. Sjávarkræða. Kólíbrí-fiðrildi og Kólíbrí-fugl.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.