Stormur


Stormur - 28.04.1936, Qupperneq 1

Stormur - 28.04.1936, Qupperneq 1
STORMUR XII. árg. Reykjavík, 28. apríl 1986. 12. tbl. Jónas Jónsson frá Hriflu 100-5-49 ára gamall. Þegar Jónas Jónsson varð fimtugur 1. maí 1935, kom út hátíðablað af S T O R M I. Nú hefir þessi maður gefið íslensku þjóðinni enn eitt ár, og er henni það ómetanlegt á þessum kreppuárum. S T O R M U R vill nú enn minnast þessa alræmda manns með því að gefa út blað, sem honum er helgað á afmælisdegi hans l.maínk. föstudag. Efni blaðsins mun verða sem næst því er hér segir: 1. Kvæði til afmælisbarnsins. Er þar stuðst við hið mikla kvæði Péturs Ja- kobssonar, er hann kvað til Jónasar á fimtugsafmæli hans. 2. Getið gesta, drykkjar og matfanga. 3. Jónas býður gesti velkomna. 4. Ræður: Páll Zóphóníasson og Hóia-Þorbergur og ef til vill fleiri. 5. Aðairæða afmælisbarnsins. 6. Lesin upp óstuðluð ljóð til afmælisbarnsins. 7. Raddir framliðinna, eða einhverjar aðrar óskiljanlegar raddir. 8. Einkennilegt hneykslismál, Hriflu-Jónasi ói/ iðkomandi. Upplag blaðsins verður um 6000. Maður, sem hefir sérstaklega kynt sér skiplagsstörf ,,Rauðku“, stjórnar sölunni og sér um útsendingu þess. Fjöldi drengja óskast til að selja afmælisbarnið. Há sölulaun og verð- laun veitt fimm þeim hæstu. — Það skal tekið fram, að börnin verða að vera alvarleg, og mega ekki hlæja, ef afmælisbarnið verður á vegi þeirra, er þau selja blaðið.

x

Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.