Stormur


Stormur - 28.04.1936, Blaðsíða 4

Stormur - 28.04.1936, Blaðsíða 4
/ 4 STORMUR vald. Aðstaða hans er mjög slæm ekki síst, þegar hann er settur eins og nú er, ef yfirmenn hans skipa honam að gera þetta, getur hann átt það á hættunni að verða hrak- # inn úr stöðu sinni, og frekur er hver til fjörsins eins og þar stendur, þótt annars séu góðir menn og gegnir. En krafa borgaranna verður að vera meiri, en að fyrirbygt sé, svo sem unt er^að þetta hneyksli eigi sér fram- vegis stað. Hún verður líka að vera sú, að ríkisstjórnin segi tafarlaust af sér og Guðmundur Jónasson símamála- stjóri. Þessir menn allir hafa svo freklega misbeitt valdi sínu og brotið embættisheit sitt, að það er algerlega óverjandi og óþolandi að þeir • haldi stöðum sínum og embættum áfram. Föstudaginn 24. apríl 1936. Magnús Magnússon. ----«<@)>--- Elliot O. Donnell: Peningafalsararnir. „Marcelle“, kallaði Dick á eftir henni, en hún vildi ekki hlusta á hann. Hún sá á andliti hans, hvað honum bjó í brjósti. „Eru það ekki samningar á milli okkar, að þú megir aldrei vera með neinn klökkva?“ „Aldrei, er langur tími. Eg ætlaðist ekki til, að þessi. samningur stæði til eilííðar. Viltu ekki hlusta á mig ör- litla stuild?“ „Ekki núna“, svaraði Marcelle. Hrygðarsvipur kom á hana, eins og stundum áður, og hann setti altaf beig í Dick. „Áður en eg hlusta á ástarhjal, verð eg að hafa hætt þjófnaðinum, og þú líka. Á meðan svo er ástatt um okkur- sem það er nú, getur ekki verið að ræða um neitt alvarlegt á millum okkar. Eg kem á morgun um fjögur“. — Síðan gekk hún hratt út. Hún var naumast komin útúr garðinum, þegar Dick tók eftir því, að hún hafði gleymt töskunni sinni. Hann greip hana og hljóp út á eftir henni, en rasaði fyrir utan dyrnar og hrapaöi hálfa leið niður stigann. Marcelle og einn eða tveir aðrir, sem heyrðu er hann datt, hlupu til og báru hann og sóttu lækni. Hann sagði, að Dick hefði fengið slæmt áfall, en væri þó ekki hættu- lega meiddur. Marcelle sat yfir honum, þar til hann raknaði úr rot- inu og óhætt var að skilja við hann. „Eg ætla að fara með skjalið á morgun og ná í 5000 pundin. Þú getur reitt þig á mig“, sagði Marcelle. „Þetta er ákaflega vel gert af þér“, sagði Dick, „en á morgun verð eg orðinn góður“. Hann reyndi til þess að rísa upp en féll stynjandi útaf í rúmið. „Þú treystir mér auðsjáanlega ekki“, sagði Marcelle. „Hefirðu ekki þekt mig nógu lengi til þess að vita að eg bregst þér ekki. Ligðu kyr og treystu því, að eg komi méð peningana“. Hún tók skjalið og lét það ofan í töskuna- sína og kvaddi. Daginn eftir var Dick betri. Hann var að vísu ennþá aumur og stirður, en leit að öðru leyti vel út. Klukkan kortér yfir ellefu heyrði hann að síminn hringdi, og þegar hann heyrði ekki Jerry gegna kallaði hann til hans. Hann gegndi ekki, og þegar síminn hélt áfram að hringja, reis hann með erfiðismunum upp og drógst að símanum og bölvaði Jerry hjartanlega. „Eruð það þér, herra Driscoll?“ spurði kvenmanns- rödd í símanum. „Já“, svaraði Dick, „hver er það sem talar?“ „Elvida Garules. Ó hvað eg er glöð yfir því, að eg skyldi koma nógu snemma“. „Nógu snemma", át Dick eftir henni. „Hvað meinið þér?“ „Komið þér ekki. 1 guðs bænum komið þér ekki * svaraði ungfrúin. „Eg get ekki sagt meira í símann, en e^ eg fæ tæ'kifæri seinna, skal eg skýra það út fyrir yður • „Hefir eitthvað borið við?“ spurði Dick. „Er nokkuð að fi-ænda þínum?“ „Nei, það er ekki það. Það er vegna yðar“, sem eg hringdi. Þér skuluð ekki reiða yður á Mr. Carlera. Hann býr yfir illu. Og ef þér komið, þá munið þér — en eg Þ°rl ekki að segja meira. Eg er hrædd um að einhver hlusti „Þér ætlið þó ekki að halda því fram, að einhvel hætta bíði mín, ef eg kem“, sagði Dick og varð náfölur’ því að honum datt Marcelle í hug. „Þér mynduð komast í þá alvarlegustu hættu“, svar aði ungfrúin. „Þér mynduð-------“ Samtalið slitnaði alt í einu. Dick hélt áfram að ta »» en enginn gegndi. Hann hringdi upp og bað um að £e ‘ sér sambandið aftur, en fekk það svar, að það væri ek 1 hægt, því að það hefði verið hringt úr götusíma. Framh. ísafoldarprentsmiðja h.f. „Nú er eg orðin góð aftur“, sagði Marcelle, þegar hún hafði gleypt í sig koniakið. „Og nú skal eg segja þér söguna, eins og hún gekk til. Fyrir hér um bil hálfri ann- ari stundu var eg ein í eldhúsinu. Gyðingurinn hafði af slægð sinni sent alla þjónana burtu. Eg hélt að hann hefði íarið út líka, en þá kom hann alt í einu í dyrnar. Hann læddist áfram, eins og vofa á gömlu flókaskónum sínum, og það gerði mér erfiðast fyrir um leitina, því að maður gat aldrei verið ugglaus um að hann stæði ekki yfir manni, þegar minst varði. Jafnskjótt, sem hann sá mig, leit hann girndarlega til mín — bölvað dýrið, skaut Dick grimdaríega inn í — og réðist á mig og ætlaði að fá vilja sínum framgengt. Eg varð vitstola af reiði og í sviftingunum greip eg eldhúss- skörunginn og sló honum af alefli í hausinn á honum. „Það var ágætt. Haltu áfram“, hrópaði Dick. „Eg varð logándi hrædd um, að eg hefði drepið hann, kraup niður og studdi á hjartað. „Þá hefði hann verið hamingjusamur“, tók Dick fram í. Marcelle brosti: „Hann var ekki dauður, hjartað sló. Eg fann, að hann hafði einhver skjöl í vasa sínum. Það var umslag.“ Dick blístraði: „Hann bar það þá á sér, þetta hefði mann átt að gruna“. „Mér hafði dottið það í hug,“ sagði Marcelle, „en eg hafði ekkert tækifæri til þess að ganga úr skugga um það fyr en nú. Eg sá að umslagið var blátt, með þremur stór- um rauðum krossum. Eg sá strax, að þetta var umslagið, sem við leituðum að. Eg tók það, týndi saman pjönkur mínar og flýtti mér út, og nú er eg hingað kominn. Hvenær ferðu til þess að ná í peningana“. „Um hádegi á morgun. Svo var ráð fyrir gert. En segðu mér, ef eg fæ þessi 5000 pund og þau fæ eg, því eg þori að hengja mig upp á, að prófessorinn er heiðar- legur maður — hann og kona hans eru töfrandi — viltu þá, — lofaðu mér að láta tilfinningar mínar örlítið í ljós. Eg á nú 5000 pund í bankanum, og það er ætlun mín, þeg- ar eg get......“ Marcelle stóð upp. „Nú verð eg að fara. Eg lít inn til þín eftir hádegið á morgun, til þess að vita, hvernig þetta hefir gengið hjá þér“. „Og til þess að fá hálf launin“, sagði Dick. „Þú átt þau meira en skilið. Eg get ekki þakkað þér nógsamlega. En þú tókst fram í fyrir mér, þegar eg ætlaði að fara að segja........“ „Vertu sæll. Au revoir“, sagði Marcelle, og gekk Jilæjandi fram að hurðinni.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.