Stormur


Stormur - 23.05.1936, Blaðsíða 1

Stormur - 23.05.1936, Blaðsíða 1
STORMUR XII. árg. Reykjavík, 23. maí 1936. 14. tbl. Harðangur. Gunnhildarsynir voru lítfc þqkkaðir af alþýðu í Nor- e~i, meðan þeir réðu fyrir landi. Bar margt til ^þess. Það íyrst, að þeir höfðu þrálega komið þar við land með ¦Öanaher og átt orustur við landsmenn. Þeir höfðu felt frá ríki ágætan höfðingja, Hákon góða. En þó dró það mest til óvinsælda þeirra, að þeir hlýddu mjög ráðum móður sinnar, en hún var enginn vin Norðmanna og blendin ^jög. Voru' þeir og sjálfir menn ótrúlyndir — og fé- &iarnir. Voru þá kvaðir miklar af hendi konunga. Hér við bættist að árferði spiltist á stjórnarárum þeirra. En aú trú hafði lengi verið á Norðurlöndum, að saman færi ilt stjórnarfar og ilt árferði. Svo segir í sögu Gunnhildar- s~na: „Var þat á þeirra dögum, at árferð spiltisk í landi, tvíat konungar váru margir, og hafði hverr hirð um sik. í*urftu þeir mikils við um kostnað, og váru þeir inir fé- Sjörnustu, en ekki heldu þeir mjök lög þau, er Hákon konungur hafði sett, nema þat er þeim þótti fellt". Á öðrum stað segir Snorri: „Þá er Gunnhildarsynir réðu yfir Noregi, gerðisk hallæri mikit, ok var því meira at, sem þeir höfðu lengur verit yfir landi. En búendur kenndu þat konungum, og bví með, at konungar voru fégjarnir, og varð harðr réttr bónda". Nú mun mörgum í fyrstu virðast ólíklegt, að nokkurt samband sé milli stjórnarfars og árferðis. Eigi að síður a trú þessi rót sína að rekja til merkilegra sanninda. Og bessi sannindi eru merkilega einföld. Það er sem sé víst, að ef landsstjórn er góð og vel er séð fyrir hag lands og "jóðar bítur misæri ekki. Menn taka jafnvel ekki eftir því, nenia mjög bregði frá venju. Sé aftur landsfólkið lang- PJakað af álögum og ófrelsi, verður því alt að óáran. í ^"kt sinni kelur það hvað lítið sem næðir. Dæmin eru ljós og nærtæk. Árið 1926 var hér erfitt árferði .En það merkilega Var, að landsfólkið tók varla eftir því. Nú sjá menn af hagskýrslum að verðlag afurðá hafði hrapað, aflabrögð ^inkað og atvinnurekstur dregist saman. En menn voru vel undir þetta búnir. Og stjórnin ^setti árferðinu með því að lækka álögur og auka fram- *vaemdir, svo að dýrtíðin minkaði og atvinnulífið. beið engan hnekki. Þess vegna tók fólkið varla eftir því, að árferði hafði verið erfitt. Nú er öldin önnur. Nú finst fólkinu að það varla P*fi lifað lakara árferði en það, sem yfir stendur. Fólkið ^emst á vonarvöl í þúsunda tali, og fáir sjá annað en skort framundan. Þetta stafar af því að fólkið hefir búið 10 skattþjökun og ófrelsi, og atvinnuvegirnir verið merg- °~nir. Alt þjóðfélagið er orðið innan margurt og nakið ]r ánauð síðustu ára. Skortinum mætir stjórnin með yJum álögum, og atvinnuleysinu með stöðvun atvinnu- ÍVrirtækja. ~~~ — „Konungar váru margir, ok hafði hver hirð m sik", segir Snorri. ^" Það ekki einmitt svo hér, að herrarnir hafi verið margir, og hver haft pólitíska fjölskyldu eða hirð um sig? Slíkt verður á öllum öldum kostnaðarsamt. „Þurftu þeir mikils við um kostnað, ok váru þeir inir fégjörnustu". Hvað segja íslendingar? Vh*ðist þeim ekki sagan endurtakast? Ekki voru það nema fjórar luksusbifreiðar, sem stjórnin keypti fyrir ríkisfé s.l. ár. Það þarf margs með, þegar konungar eru margir, og hver hefir hirð um sig. „En ekki heldu þeir mjök lög þau, er Hákon kon- ungur hafði sett, nema þat, er þeim þótti fellt". Hákon hafði fengið bændum aftur óðul þeirra. Það líkaði Gunnhildarsonum illa. Minnir þetta ónotalega á jarðránsherferð íslensku stjórnarinnar á hendur íslensk- um bændum. Og ekki fellur fjarri um virðinguna fyrir lögum og rétti. „Var þat á þeirra dögum, at árferð spiltist í landi". Ætli það sé tilviljun ein, að íslendingum finnst næða kaldar um sig nú, en þeir mun'a áður? Þegar Gunnhildarsynir réðu fyrir Noregi, dvöldu þeir oftast um mitt land og lengst í Harðangursfirði. Þá fékk fjörðurinn þetta heiti, segir Snorri.. ísland, eitthvert mesta matsældarland heimsins, er að verða samfelt harðangur út á hvert annes og upp til instu dala, undir stjórn rauðu flokkanna. Sigurður Kristjánsson. Jeremíasarbréf. Reykjavík, 20. maí. 1936. Gamli kunningi- Það er^nú orðið langt síðan að þú fékst línu frá mér, og því ætla eg að senda þér fáeinar nú, og hefði þó lík- lega fremur tekið þann kostinn að tala við þig í símanum um það, sem hér ber á góma, ef eg gæti treyst því, að sporhundar ríkisstjórnarinnar hlustuðu ekki. Það er nú farið að hljóðna um þetta njósnaramál og það að vonum, því um það er búið að segja það, sem segja átti í blöðum Sjálfstæðismanna. Lagfæringar hafa auðvitað engar orðið, enda aldrei þess að vænta, því að ríkisstjórnin leiðréttir aldrei eða bætir úr afglöpum sín- um, gerræðum og glæpum, og mun aldrei gera. Annað vinst því ekki en að safna glóðum elds að höfði þessara afbrotamanna, sem fyr eða síðar munu þola sinn hegn- ingardóm, og þó aldrei síðar en 1938, er kosningar eiga að fara fram. En til minnis í njósnaramálinu, er rjett að strika undir eftirfarandi staðreyndir: 1. Að ríkisstjórnin og. lögreglustjóri hafa látið hlera í dulskeytamálinu, bílstjóraverkfallinu og leynivínsölu- málinu. 2. Að eiðsvarnir menn um þagmælsku hafa verið látnir framkvæma þessar hleranir. 3. Að trúnaðarmaður símanotenda, Guðmundur Hlíðdal landssímastjóri hefir leyft þessar hleranir, og með því fyrirgert trausti sínu.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.