Stormur


Stormur - 12.06.1936, Blaðsíða 1

Stormur - 12.06.1936, Blaðsíða 1
STORMUR IWlJOfl XII. árg. Reykjavík, 12. júní 1936. 16. tbl. Eíni Ósigur stjórnarinnar — Bankaráðshneykslið — Hallgrímskirkja - Ferðaskrifstofa ríkisins. Jeremíasarbréf. Reykjavík, 10. júní 1936. Gamli kunningi! í gær hlustaði eg á það í útvarpinu, að stór hafsíldar- torfa hefði sést vaða á skipaleiðinni milli Blönduóss og Hvammstanga, og áður hafa komið freírnir um það, ati; síld sæist vaða uppi. En um sama leyti sem síldin býður sig fram til að reyna að rétta við fjárhag ríkis og þjóðar, gerir ríkis- stjórnin það, sem í hennar valdi stendur til þess að firra Pjóðina þessari björg. Fyrst byrjaði stjórnin á því að traðka þingræðinu og brjóta stjórnarskrána með útgáfu bráðabirgðalaganna, til Pess að geta komið einum versta manni þingsins og tví- ttiælalaust ómerkilegasta og óvandaðasta þingmanni só- síalista — Finni Jónssyni — í stjórn verksmiðjanna. Segja ^ná raunar, að nokkuð vegi hér upp á móti, að einn hinn ^annkostaminsti af framsóknarliðinu — og þá er mikið sagt — Þormóður Eyjólfsson, varð að fara úr stjórninni, en hann hafði um langt skeið verið hinn illi andi í stjórn verksmiðjanna og unnið þar hvert óhæfuverkið öðru stærra. M'undi sá maður í öllum siðuðum löndum hafa verið sett- Ur undir opinbera ákæru fyrir stjórn sína á opinberu fyrir- tæki, en hér eru menn heiðraðir og lofaðir fyrir það, sem Peir mega dúsa í tugthúsinu fyrir svo árum skiftir annars- staðar. — Slíkur er mórall Hriflu-Jónasar og þeirra dóms- ^álastjórnar, sem nú fer með ákæruvaldið. En ríkisstjórnin lét ekki við það eitt lenda að brjóta stjórnarskrá og þingræði. Það var aðeins — eða átti að Verða — leiðin að markinu, sem fyrir henni vakti. En þetta takmark stjórnarinnar var það, að ná svo miljónum króna skifti inn í ríkissjóðinn til þess að svalla út, með því að Wpa síldina fyrir hálfvirði eða tæplega það af sjómönn- iUl*i þeim og útvegsmönnum, sem síld selja í verksmiðjurn- ar. Þetta fjörráð við aðþrengdustu stéttir þjóðfélagsins — sjómennina og útgerðarmennina — glompaðist upp úr ^riflu-Jónasi í sigurfögnuði hans yfir því að Sveinn Bene- ^iktsson var farinn úr verksmiðjustjórninni. Þessum f jörráðum stjórnarinnar hefir nú verið afstýrt ^rir atbeina sjálfstæðisflokksins, en þó fyrst og fremst Plafs Thors og Sveins Benediktssonar. Verksmiðjustjórn- *n og ríkisstjórnin hefir orðið að falla frá því að greiða *r. 3.50—4.20 fyrir síldarmálið, eins og tilætlunin var í uPphafi, 0g hefir neyðst til þess að bjóða kr. 5.30 fyrir f^darmálið. Ósigur stjórnarflokkanna er því þegar orð- j$» mikill í þessu máli. Mikill hluti af miljónunum, sem Uun ætlaði að gramsa með á komandi vetri og eyða í nefnd- !?> bitlinga og bein, er farinn úr höndum hennar og fellur Peirra, sem eiga hann, sjómannanna og útgerðarmann- anna. __ En ósigur stjórnarinnar á eftir að verða enn meiri. Sjómenn og útgerðarmenn munu krefjast þess, að fá all- an þann hagnað, sem síldarverksmiðjurnar kunna að gefa, þegar sölu á afurðunum (er lokið og búið er að taka frá vexti af því stofnfé, sem ríkissjóður hefir lagt fram til verksmiðjanna — og ef til vill einhverjar afborganir, sem engin sanngirni mælir með að séu miklar, eins og hag sjó- manna og útvegsmanna er nú háttað. Þessar kr. 5,30 fyrir síldarmálið er því 'aðeins það minsta verð, sem sjómönnum og útgerðarmönnum fellur til, en ef salan tekst jafnvel á síldarafurðunum, sem menn gera sér nú vonir um, verður uppbótin að koma þegar henni er lokið. Auðvitað má fyllilega vænta þess, að stjórnin geri alt sem hún getur til þess að komast hjá því að greiða þessa uppbót og svæla hana í þess stað undir sig. HlutVerk sjálf- stæðisflokksins, sjómanna og útvegsmanna er því að hafa strangt eftirlit með því að reikningar verksmiðjanna verði ekki falsaðir og engin undanbrögð höfð til þess að fela hinn raunverulega hagnað verksmiðjanna. Þegar þessu er náð, er ósigur stjórnarinnar í þessu máli algerður, en sig- ur sjálfstæðisflokksins, sjómanna og útgerðarmanna full- kominn. — Hefír þá farið svo sem fara átti. Ríkisstjórnin gerst sek um þingræðis- og stjórnarskrárbrot, en þó orðið af öllum miljónunum, sem hún ætlaði að Jeika sér fyrir og treysta völd sín með á komandi yetri. Fyrir utan þann ósigur, sem stjórnin hefir beðið, og lýst er hér að framan, hefir hún eða annar armur hennar — sósíalistarnir — líka beðið þann, að Sjómannafélagið hefir óbeinlínis lýst vantrausti á formanni sínum, Sigur- jóni Á. Ólafssyni, með því að fella tillögu hans og vera í algerðri andstöðu við hann á sjómannafélagsfundinum, sem haldinn var fyrir fáeinum dögum. Hver sæmilega æru- kær maður mundi hafa s'agt af sér í sporum Sigurjóns eftir þá útreið, en ytra borðið á þessum manni samsvarar al- gerlega því innra, og þess vegna situr hann enn í óþökk og vantrausti félagsins. — Þarf ekki að segja um Sigur- jón þenna, „að sálin sé svo sem að láni samtengd við lík- amann". Það er fult samræmi í því andlega og líkamlega. Þau tíðindi gerðust nú fyrir skömmu, að kosning fór fram í bankaráð Útvegsbankans. 1 því hefir átt sæti að undanförnu dr. Páll Eggert Ólason, skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu. Þessi maður er kunnur um land alt ekki aðeins fyrir hin miklu og merkilegu ritverk sín, heldur og fyrir fjármálahyggindi og afburða góða stjórn á þeim fyrirtækjum, sem hann hefir haft með höndum. Hann tók við forstöðu Þjóðvinafélagsins, þegar fjárhagur þess var hinn bágbornasti og reisti það við á skömmum tíma. Hann var aðalbankastjóri Búnaðarbankans fyrstu ár hans, og var viðbrugðið hversu sú stjórn fór honum vel úr hendi, og aldrei hefir nokkur maður dirfst að bregða honum um hlutdrægni í lánveitingum eða nokkurskonar óhlutvendni.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.