Stormur


Stormur - 12.06.1936, Blaðsíða 2

Stormur - 12.06.1936, Blaðsíða 2
2 STO R M UR Þegar Tryggvi heitinn Þórhallsson lét af stjórn, reis Páll upp fyrir honum, fyrir vináttusakir, og gerðist þá skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneytinu og hefir gegnt því starfi síðan. Þessum manni, sem .einna flekklausastur mun hafa verið af þeim, sem fengist hafa við fjármálastjórn mikil- vægra, opinberra fyrirtækja, er nú sparkað af framsókn- arliðinu úr stjórn bankaráðs Otvegsbankans, en í hans stað settur Hrossakets-Gísli, sem er kunnastur fyrir þau fjár- málahyggindi í eigin þarfir að selja hrossaket sem kindaket. Er þetta eitt dæmi þess, hversu ósvífin þessi stjórn er, og hversu lítt hún hirðir um þrifnað og heiður þeirra stofnana og fyrirtækja, sem henni er trúað fyrir. Skipa nú framsóknarmenn og sósíalistar meirihluta bankaráðsins í þessum banka, sem aðallega á að vera stuðningsbanki v.erslunarinnar og útgerðarinnar í land- inu, og fjöldi góðra manna hefir fórnað stórfé, í því trausti að góðir menn færu með stjórn hans, og að bankinn yrði trúr sínu hlutverki. Mennirnir, sem stjórnarflokkarnir hafa nú falið þenna vanda, eru þeir Stefán Jóhann Stefánsson af hálfu sósíalista. Drýldinn yfirborðsmaður með enga þekkingu á sjávarútvegi. Og af hálfu framsóknarflokks- ins: Magnús Torfason, sjötugt gamalmenni, sem að vísu hefir það sér til ágætis að hafa verið þingfífl í allmörg ár, en er annars maður sem enginn treystir eða hefir treyst vegna dutlunga sinna, hlutdrægni og ýmissa annara van- kanta og annmarka. Þessi ómerkilegi en metorðasjúki mað- ur falsaði á sér heimildir við síðustu kosningar — vits- munum forystumanna Bændaflokksins til lítillar virðing- ar. En strax og í þingið kom, keyptu stjórnarliðar hann til fylgis við sig, og gintu hann þá með því, að þeir ætluðu að veita honum skrifstofustjórastarfið í dómsmálaráðu- neytinu. Eitthvað væmdi þó þessum óklýgjugjörnu mönn- um við því að efna þetta loforð sitt við flokkssvikarann, en nú, vegna þess að þeir þurfa enn á atkvæði hans að halda, hafa þeir veitt honum þær sárabætur, að gera hann að bankaráðsmanni útvegsbankans. Og loks er svo þriðji maðurinn, sem hefir örlög þessa banka í hendi sér, Gísli Guðmundsson, sem auk hrossakets- verslunar sinnar reyndist hjálparmanni sínum, Tryggva Þórhallssyni, hinn mesti ódrengur, og hefir það eitt unnið af sér til þjóðnytja, að stjórna og skrifa bíað framsóknar- flokksins svo illa, að fylgið hefir hrunið af flokknum meira en það annars hefði gert, þótt málefni flokksins séu ill, og rotnunar- og dauða-merki komin í flokkinn. Er nú svo komið, að stjórnarliðar hafa meirihlutann bæði í bankaráði Útvegsbankans og Búnaðarbankans, en ennþá hefir þeim ekki tekist að ná yfirráðum í banka- ráði Landsbankans. Merkileg uppástunga kom fram í Morgunbl. 10. júní s.l. frá Birni lögmanni Þórðarsyni, um að helga Hallgrími Péturssyni Skálholt og reisa þar fyrirhugaða Hallgríms- kirkju. — Fer ágætlega á því að ríkið leggi fram stað- inn en þjóðin, eða gefendurnir, kirkjuna til minningar um þetta andríkasta og andheitasta sálmaskáld vort. Einkan- lega er þetta vel til fallið vegna þeirrar innilegu vináttu, sem var á millum Hallgríms Péturssonar og Brynjólfs biskups Sveinssonar. Er og í meira lagi vafasamt, hvort vér hefðum fengið Passíusálmana, ef Brynjólfs biskups og vináttu hans og hjálpar við sálmaskáldið hefði ekki notið við. Mun enginn þurfa að efast um, að Hallgrími Péturssyni sé þessi tillaga kær, ef hann hefir vitneskju um hana, sem vafalaust fæstir gefendanna og síst Hallgríms- nefndin mun efast um að hann hafi. — Það þarf því naum- ast að efast um, að Hallgrímsnefndin taki þessari tillögu feginshendi, og sömuleiðis gefendurnir, og á Björn lög- maður þökk fyrir að hafa látið sér hugkvæmast hana. Ýmsir af tekjuhæstu mönnum alþýðuflokksins eru nú í sumarleyfum sínum. — Jón Baldvinsson brá sér til Dan- merkur fyrir nokkru, til þess að drekka freyðandi kampa- vín með Stauning. Haraldur Guðmundsson er í skemtiför suður í löndum, og mun í þeirri för líklega hitta Leon Blum collega sinn að máli. Er Blum nú að gera Frakkland að ráðstjórnarríki, og kemur því vel að fá Harald til skrafs og ráðagerða. — Sigurður Einarsson, sem hefir hundrað- faldar tekjur á við vinnukonuna, sem hjá honum er, brá sér vestur í Barðastrandarsýslu, og er að reyna að vinna kjördæmið undan Bergi, á meðan hann liggur á spítala erlendis. — Samboðið fyrverandi drottinsþjóni og ef til vill tilvonandi prófessor í guðfræði við Háskóla íslands. Þetta verðurðu að láta þér nægja að sinni. Þinn ein|. Jeremías. Ferðaskrifstofa ríkisins. Niðurl. Þá fá túlkarnir og leiðbeinarar erl. ferðamanna hér heldur en ekki á baukinn í greinargerðinni; því að þar segir, að vanþekking þeirra sé „stundum nærri ótrúleg“. og til áherslu er sagt, að þetta sé staðreynd. (Já, þeir hafa lengi verið sleipir í staðreyndunum, þessir stjórnarsinnar, en réttara mundi þó að segja, að staðreyndirnar hafi löng- um reynst þeim dálítið sleipar, blessuðum). Það var víst einhver Bjarni Bjarnason, bílstjóri?, m. m., sem skrifaði í annaðhvort stjórnar-dagblaðið um vankunnáttu túlk- anna í tungumálum, og skal hér ekki um það deilt, hversu fær eða vanfær hann kann að vera til þess að dæma um slíka hluti. En líklega er hann ekki með öllu óhæfilegur né ósamboðinn heimildarmaður meiri hluta allshn. né skipuln. atvm. (sem sumir kalla ,,Rauðku“). Það hefir oft komið fyrir, að útvega hefir þurft, í einu, tuttugu túlka og þó nokkrum sinnum um fjörutíu og væri því ekki furða, þótt reynast kynni einhver þeirra svo, að ekki mætti neitt finna að, því að vonum eru þeir ekki margir, sem eyða vilja löngum tíma í það, að búa sig und- ir starfa, sem ekki getur varað lengur en aðeins fáeina daga á ári hverju. Vikið er að því í greinargerðinni, að stefna verði að því að túlkarnir taki próf í þessum „fræð- um“, og á þá að sjálfsögðu að stofna einn „hveraskólann' enn, til þess að uppfræða þessa tilvonandi túlka; nema ef það ráð skyldi verða tekið að hafa þessa fræðslustofnun sérstaka deild í Samvinnuskólanum. Það má gjarnan geta þess hér, að einatt hafa staðið í erlendum blöðum greinar eftir þá menn, sem hingað hafa komið með hinum stóru skipum, þar sem einmitt er lögð áhersla á það, hversu kurteisir túlkarnir hér séu og vel að sér, bæði í tungumálum og öðru, og því bætt við, að slíkt sé mjög að vonum, þar sem þeir hafi fengið alt annað og betra uppeldi en hinir „professionellu“ túlkar t. d. á ítalíu og ýmsum öðrum ferðamannalöndum. Fleix-a mætti hér til' færa, en allir aðrir en stjórnarsinnar munu eiga auðveF með að skilja jafn einfalt mál og þetta er. Engu skal um það spáð hér, hversu þessu fyrirtæk1 muni reiða af í höndum þeirra stjórnarsinna, en þess ska* aðeins getið, að aldrei hefir enn þá verið svo illu spáð íYr' ir neinu af því, sem þeir hafa reynt að framkvæma, ekki hafi allar hrakspár fyllilega rætst. Og víst er uin það, að fáum mun koma það á óvart, þótt ferðamanllíl' straumuiúnn hingað til lands réni heldur en hitt við að þeir taki þetta mál í sínar hendur, því að sú hefir j®fn' an raunin á orðið um öll þau mál, sem þeir hafa tekið u sér, að þau hafa orðið sem hverfihvalur eða krossað berasmjör við tilkomu þeirra stjórnarsinna. Eitt er dálítið nýstárlegt við þetta frumvarp, nef111 lega það, að þetta mun vera í fyrsta skifti, sem stjórna^ sinnar koma fram alveg ógrímuklæddir út á við, Þy1 g hingað til er svo að sjá, að þeir hafi veigrað sér við a

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.