Stormur


Stormur - 12.06.1936, Side 3

Stormur - 12.06.1936, Side 3
STORMUR 3 láta aðra en okkur hér heima vita af því að þeir séu komm- únistar, en nú fá þeir ekki dulið það lengur fyrir neinum þeim, sem hingað koma og kynnast þessu brölti þeirra. Ef til vill stafar þetta af hugsunarleysi þeirra, en ekki hrein- skilni. — Líklega er þetta frumvarp ekkert kjánalegar samið en svo mörg önnur, sem þeir stjórnarliðar unga út. Þarf og engan að undra, þótt ýmislegt skringilegt komi í ljós, Þegar farið er að framkvæma vanhugsaða lagasmíði, sem •þessa. En eins og áður er drepið á, skal ekki mikið sagt hér um frumvarpið sjálft; þó er eitt atriði í því, sem vert er að í minnum sé haft, og það er síðasta ákvæðið í 6. gr., þar sem svo er fyrir mælt, að innlendir ferðamenn skuli víkja úr gistihúsum fyrir hinum útlendu. Um ,,Alfífuöld“ í Noregi segir svo í Heimskringlu Snorra: Það fylgdi og þessu, að þá skyldu danskir tnenn hafa svo mikinn metnað í Noregi, að eins þeirra vitni skyldi hrinda tíu Norðmanna vitnurn". Hér er þó ólíku saman að jafna, því að á „Alfífuöld“ var það útlent fólk, sem setti Norðmönnum þessa kosti, en hér munu þeir verða að teljast íslenskir menn — hvort þeim er það ljúft eða leitt — þessir stjórnarliðar, sem hér gera metnað landa sinna ekki meiri en þetta. Meira um Guðmund. Sá maður, sem má teljast fullorðinn, og dæmir aðra tnenn aðeins eftir sjál/um sér, hefir lítið lært af lífinu. En svo er þessu varið með Guðmund Þorkelsson. Hann er ekki sendibréfsfær, og því ályktar hann svo, að ég eða aðrir, sem hann hefir féflett, séu það ekki heldur, og út frá þeirri ályktun snýr hann heift sinni gegn Sig. Bernd- sen og Gesti Guðmundssyni. Gerir hann þetta á svo mjög álappalegan hátt í Alþýðublaðinu, að furðu sætir. Eru auðvitað allar varnir svikarans Guðm. Þorkelssonar illa séðar í alþýðumálgagni, því að fyrst og fremst eru það alþýðumenn á mínu reki, sem hafa um sárt að binda vegna svika hans og samviskuleysis. Guðmundi hefir oi'ðið það á, að taka þann kostinn, sem síst skyldi, nefnilega þann að fara að ómyndast við að svara mér, án þess að hnekkja einu einasta orði af því, sem eg sagði í grein minni í Stormi. Ef hann hefði haft vit á að samsinna með þögninni sannorðri frásögn minni, bá hefði nú fyrnst yfir þetta athæfi hans, eins og svo mörg údæði, sem þögnin hefir jafnað við jörðu, en úr því hann Itýs sér að deila um sig og sína pretti á opinberum vett- Vangi, þá skal verða svo eftir fylgt, að hann berji sér á brjóst, rífi klæði sín og reiti hár sitt og beri fram ámóta úskir og Jerúsalems-dætur forðum, nefnilega að svikin hylji sig og prettirnir hrynji yfir sig, svo ásýnd hans verði úsýnileg lesendum þeii'ra blaða, sem deilu okkar birta. Það vita allir, að margra ára vinátta hefir verið milli óuðmundar Þorkelssonar og Sigurðar Berndsen og einnig margra ára viðskifti, — göfuglyndi Sigurðar hefir sýnt ;Sig gagnvart Guðmundi, alt frá því að borga 1 kr. bílfar íyrir Guðmund og svona upp eftir viðskiftastiganum og nú síðast að salta dómkröfu á Guðmund, og nær sá dómur yfir helftina af húsgögnum hans. Eru því illgirnislegar getsakir Guðmundar í garð Sig- urðar ágæt spegilmynd af innræti hans og sómasamleg viðbót við syndáregistrið! Það skiftir mig engu máli hvaða nöfn Guðmundur Velur fulltrúum þeim, sem urðu þess valdandi, að dóm- ^rafa mín á Guðmund ónýttist, hann kallar fulltrúann >>draug“ í grein sinni, og er það víst þakklæti Guðmund- ar «1 fulltrúans fyrir samvinnuna í þessu máli. „Annars sWal það tekið fram, að ég mun tafarlaust gera ráðstaf- anir til málshöfðunar út af umræddri grein“, segir Guð- ^undur. Þarna tekst nú Guðmundi fyrst upp mikilmensk- :an, og gorgeirinn, mitt í niðurlægingunni, er ofar öllu, sem þekst hefir af samskonar góðgæti, — sagan um hrossa- taðskögglana, sem þóttust vera epli, er léleg fyndni á móti gorgeir Guðmundar Þorkelssonar heildsala. Og að endingu þetta, ef Guðmundur er nú í dag ekk- ert farinn að draga úr þessum málshöfðunar-ráðstöfunum, þá ætti hann að sjá svo til, ef hægt væri, að hinn vinsæli fulltrúi lögreglustjóra Ragnar Jónsson hefði ekki neitt með rannsóknina að gera. — Eg ráðlegg þér þetta, Guð- mundur, af góðum hug, eg veit þú skilur það. En ef til málshöfðunar kemur, skal ekki standa á mér að mæta og margt getur þá rifjast upp. Reykjavík, 9. júní 1936. Guðm. Jónsson. Gamlar sagnir (Brynjólfur biskup). Meistari Brynjólfur biskup í Skálholti vísiteraði þetta sumar (1677) Vestfjörðu í þriðja sinni, og messaði at Flateyjarkirkju XII. sunnudag eftir Trinitatis. Þar bjó þá Jón bóndi Torfasonar prests Finnssonar. Hann átti bók eina á pergamenti, með munkariti eftir langfeðga sína; þar voru á Noregskonungasögur og margt annað og var hún kölluð Flateyjarbók. Biskup falar hana óðar fyrir pen- inga og er það fékst ei, þá fyrir V hundruð í jörðu og var hún eigi föl at heldur. En síðan, er Jón fylgdi honum til skips úr eyjunum, gaf hann honum bókina, og ætla menn að biskup hafi launað honum að fullu. — Þá bók gaf hann seinna konunginum, því honum bauðst að vera sagna- meistari Friðriks konungs. Afsakaði hann sig frá því hæ- versklega og kvaðst eigi mega fara með konu sína og börn í önnur lönd, en síðan var honum falið á hendur að útvega fornfræði. Hann reið með fullgjörða menn að viti og burðum í vísitatísíur sínar og stundum fjölmennur á Austfjörðu eða Vestfjöi-ðu. Hafði hann með sér lærða menn sína, skóla- meistara og heyrara, presta hygna, eður aðra velframaða menn, til góðra úrræða, ef taka þyrfti til, og svo til að þurfa síður liðs annara, og svo nokkurn þann, er var orku- maður mikill, ef stórbokkum þyrfti að mæta.......... . Það bar við um veturinn (1650), að skólasveinar XIII urðu berir að galdrastafa meðferð af unggæði og nýnæmi því, er þá leiddi margan, með aðstoð vondra dæma, til hjátrúar og afguðadýrkunar, og hafði þvílíkt slæðst af Vestfjörðum þangað. Lét Brynjólfur biskup þá sæta refsingu alvarlegri, og vísaði þeim frá skólanum, en þó ei undir dómaraaðgerðir, er ómjúkar voru í slíkum málum á þeim tíma, með því að hann vildi eigi koma góðra manna börnum 1 svo mikla óhamingju, en leitaði heldur ráða utanlands, og var honum leyft að taka þá aftur til læringar, er slíkt hafði hent af einni saman óvisku. Tók hann aftur flesta af þeim og reyndust margir vel....... En þó Bryjijólfur biskup væri þrautgóður í þessu, þá var hann siðavandur við presta sína um lifnað þeirra og kenningu; ekkert vildi hann sjá á þeim yfirlæti eða laus- ingjahátt, og ei að þeir hefðu sítt hár, lét hann þá stytta það undir vígsluna og afskera, svo ei náði lengra en ofan fyrir eyrablaðið, en jafnt því, og svo hafði hann sjálfur. En það kalla sumir verið hafa páfa- eða munkasiðasnert, sem suma hluti aðra er í fari hans voru, sem og enn mun verða frá sagt...Það er almælt, að Brynjólfur biskup hafi lærður verið í flestum hlutum, svo að enginn biskup hafi jafnlærður verið á íslandi, og að því skapi væri margur annar skörungsskapur hans; voru þá og menn lærðastir í landi á latínu og margt annað. Ólafur prófastur Einars- son hafði setið næstur honum, er hann vísiteraði Aust- fjörðu; virði hann engan prest meira meðan hann lifði. Frh.

x

Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.