Stormur


Stormur - 12.06.1936, Blaðsíða 4

Stormur - 12.06.1936, Blaðsíða 4
4 STORMUR Um tóbakið. Arngrímur lærði og Óli Worm, sem var hinn mesti ágætismaður, íslandsvinur mikill og merkur vísindamað- ur, höfðu mikil bréfaskifti saman. I einu af þessum bréfum leitar Arngrímur fræðslu hjá Worm um tóbakið: ,,Mér þætti saman að vita skoðun yðar um jurt þá, sem menn kalla tóbak, og sem drukkin er gegnum litla # pípu þannig, að reykurinn fer út um munn og nasir, eftir þeirri aðferð, er sjómenn hafa kent oss; hve mikið á að nota í einu og hvað oft? Fastandi eða annars? Sumir segja, að reykur þessi, sem svo er drukkinn, sé hollur fyr- ir höfuð og brjóst, en aðrir segja, að munntugga vel tugg- iin og bleytt gefi góðar hægðir og hreinsi líka magann með uppsölu. Þetta er nú sjómanna læknisfræði, þessa jurt flytja þeir hingað til þess að nota í pípu smáskorna og þurkaða, svo kviknað geti í henni“. Worm svarar: „Planta þessi er einkar holl fyrir þá, sem hafa kalda og raka náttúru, ef hennar er neytt í hófi eins og annara meðala. Ef hún er reykt í pípu að sjómannasið, þá fjar- lægir hún kvef frá heilanum og skilningarvitunum, þurk- ar heilann og stöðvar kvef og vatnsrensli. Múskathnotar stærð af tóbaki uppbleytt í víni gerir vökvann að kröft- ugu uppsölumeðali, en ekki veit eg, hvort óhætt er að taka jurtina inn eintóma". Lýsing Jóns dlafssonar á íslandi. „ísland má raunar kallast einslags stórt hrúgald af grjóti, með grasgeirum frá sjó upp eftir skamt. Að sönnu er þar haglendi á sumardag fyrir naut, kvikfé og hesta, veiðistöðvar til fiskifanga víða við sjó, oft ganga þar stór harðindisár með löngum köflum. Landslýður óróasamur með óþokkamál og eyðir sjálfum sér, yfrið ósamþykt og sundur- lynt fólk, ágjarnt líka, óhreinlynt og illa geðjað. Þeir góðu menn eru miklu færri og fá engu ráðið“. Og á öðrum stað segir hann: „Um þá íslensku, ósamlyndu, ágjörnu og óhreinlyndu nation er ei vert að tala; þeir mega þakka guði fyrir sína kónga; þá hendir ei neitt það ilt, að þeir hafi eigi tilunnið meira. Vont náttúrufar þessara Norðurþjóða, Svía, Norskra og nationalsnefnunnar íslendinga, sendir þeim sjálfum alt þeirra böl; þeir hirða ei að drepa það, og því kemur hefnd guðs þeim í koll, sem sjá má af ýmsum bendingatyftunum vorra tíma, en þó er efandi, að þeir nokkurntíma skipist við það, en of seint að iðrast, þá yfir þá er dottinn sá þyngsti kollsteypir, ef svo til bæri, að þeir kæmu undir annara kon- unga vald. Eg hefi ei viljað tilgreina líklegar tilgátur fyrri manna skynsamra um það, fyrir hverjum forvitnum, spur- ulum; sé eg þó sumt framkomið, og ræturnar þróast til þess eftirfaranda“. Sennilega mun sumum þykja nokkuð hörð og öfgakend þessi lýsing Grunnavíkur-Jóns gamla á oss íslendingum, en þó er það nú svo, að þessi ágæta þjóð hefir nú um langt skeið lagt eyrun við lygi og rógi hinna verstu manna og falið þeim — eða verkfærum þeirra — æðstu völdin í þessu landi. — Má vera, að það sé fremur trúgirni og heimska en „vont náttúrufar", sem hefir „sent“ þjóðinni þetta „böl“ en ,hvort sem heldur veldur, þá er það komið oss í koll, „sem sjá má af ýmsum bendingartyftunum vorra tíma“. — Bíð- ur oss nú sá „kollsteypirinn“, ef þeir menn halda áfram völdum, sem farið hafa með þau um hríð, að vér töpum sjálfstæðinu og komumst undir „annara konungsvald". Útsölumenn STORMS eru vinsamlega beðnir að tilkynna afgreiðslu blaðsins á Hverfisgötu 35 kaupendatölu þá, er þeir hafa, og sömuleiðis kæmi blaðinu það mjög vel, að andvirði þess yrði greitt nú í vorkauptíðinni. — Eigandi STORMS hefir ekki þá aðstöðu að geta stolið fé úr ríkisstofnunum til útgáfu hans, og verður því að fleyta honum áfram með heiðarlegu móti. Líf STORMS er því undir skilsemi útsölu- mannanna og. kaupendanna komið. Galdrarít síra Gtiðm. Eínarssonar. Síra Guðm. Einarsson á Staðastað, merkisprestur og frændi Guðbrandar biskups, samdi fyrsta galdaritið. Er þar lýst með hinum mesta lærdómi vélabrögðum djöfulsins. Seg- ir hann, að andskotinn gangi með „sínum lygaöndum í lær- dómsins bugðum og krókum upp og niður um jörðina að villa alla veraldarkringluna, ef hann gæti, og draga mann- kindurnar með sér í eilífa glötun“. Guðmundur segir, að djöflamergðin sé ógurlega mikil. „Djöflarnir sveima og fljúga í loftinu upp yfir oss sem ský og í kringum oss svo sem mýflugur með óteljandi fjölda, láta endur og stundum sjá sig í margvíslegum myndum bæði í loftinu og á jörðunni, sjá og horfa á oss og sitja um oss, hvernig þeir geti oss mein og skaða gert á sálu og lífi, og hvar þessi vondi andi er eða fer, þá er hann í sínu helvíti, þá hann kvelur og plagar mennina, þá missir hann ekki sín- ar plágur, og þá hann gerir mönnum hræðslu og mestan ekka og tjón, þá fær hann að sönnu ekkert gagn þar af, ut- an gleði og skemtan aðeins“. Guðmundur segir að fjandinn hafi fundið upp galdrana og kent þá mönnunum. Hann segir að galdramennirnir „blandi dýsætu guðsorðahunangi saman við djöfulsins ólyfj' an, svo að það taki beiskjuna af þvílíku nöðrugalli, sem 1 þeirra stöfum, reglum og vanskildum orðum er búið“. Guðmundur segir að höggormurinn gangi óhindraður um þetta land í hlykkjum og bugðum, því að sýslumenn og valdsmenn sjái í gegn um fingur við galdramennina. Kaupið STORM ísafoldarprentamiðja h.f.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.