Stormur


Stormur - 23.06.1936, Page 1

Stormur - 23.06.1936, Page 1
STORMUR „Skuggahliðar Hrifluvaldsins*s Hneykslismáli ljóstrað upp Svavar Guðmundsson útibústjóri d Akurejrri skýrði frá því, að 8500 kr. hafi runnið frá tveimur fyrirtækjum eða stofnunum ríkissjóðs til Sambandsins, sem raunverulega munu hafa farið í flokkssjóð og til blaðaútgáfu Framsóknar- manna. i. Fyrir nokkru síðan sagði ungur Framsóknarmaður, sem má sín allmikið í flokknum, og hefir gegnt trúnaðar- störfum fyrir hann, „AÐ ÞAÐ VÆRI EKKI NEMA LÍT- IÐ BROT, SEM ÍHALDSMENN VISSU UM, AF ÖLLU ÞVl FÉ, >SEM RUNNIÐ HEFÐI TIL FRAMSÓKNAR- MANNA OR RÍKISSJÓÐI SlÐAN ÞEIR KOMU A» VÖLDUM“. Þetta var ekki játning manns, sem iðrast eða harmar afbrot félaga sinna, og þá þátttöku, sem hann sjálfur hefir átt í þeim, heldur hældi maðurinn sér og sínum flokki af þessu, og bar það fram til sannindamerkis um það, hvað flokksmenn sínir væru lægnir, ekki aðeins að stela, heldur líka að fela. Og ummælin áttu líka að vera niðrandi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, sem vantaði skarpskygni og athugunar- káfu til þess að koma upp um andstæðinga sína. Þessi ungi og efnilegi lærisveinn Hriflu-Jónasar hefir ^afalaust haft rétt fyrir sér. Það er sjálfsagt ekki nema lítið brot sem uppvíst hefir orðið um af öllum fjárdrætti í'ramsóknarmanna síðan 1927. Stærstu upphæðirnar, sem lil þeirra hafa runnið úr ríkissjóðnum, eru faldar undir ^Qisum gjaldaupphæðum, ósundurliðuðum og sumum ^látt áfram tilbúnum og fölsuðum. Nægir hér aðeins að benda á hinar mörgu hundruð þúsundir króna, sem fóru lil Laugarvatnsskólans. Fyrir tugum og hundruðum þús- Unda af því fé var lítil eða engin greinargerð gerð fyrir I'i hvers farið hafði hjá þáverandi kenslumálaráðherra ^ónasi Jónssyni eins og athugasemdir yfirskoðunarmanna Landsreikninganna bera með sér frá þeim tima, og um- í'æðurnar á Alþingi sömuleiðis. Hefði Jónas Jónsson verið settur undir sakamáls- ifthnsókn í hverju siðuðu landi fyrir þau reikningsskil, en * ^ð þess hefir flokkur hans nú kosið hann í bankaráð ^hdsbankans. — Svo langt gengur siðleysi og blygðun- lang soltnasta og gráðugasta stjórnmálaflokksins, Hein hieð völd hefir farið á íslandi. II. Svavar Guðmundsson, útibússtjóri Útvegsbankans á Akureyri, skrifar grein í blað Bændaflokksins, „Fram- sókn“, 13. júní s.l., sem hann nefnir „Skuggahliðar Hriflu- valdsins“. Grein þessi er merkileg fyrir þær sakir, að hana skrifar maður, sem u mlangt skeið hafði Jónas Jónsson að átrúnaðargoði, og komst, sennilega mest þeirra hluta vegna, til metorða í flokknum. Lagði hann um eitt skeið einna mest fé fram til kosninga og flokksþarfa, og var sá maðurinn í Framsóknarflokknum, sem einna blind- astur virtist vera fyrir öllum hinum mörgu og miklu ágöll- um og annmörkum hinna ráðandi manna flokksins. Svavar Guðmundsson var einn þeirra manna, sem einna tillöguhæstur var til „Nýja Dagblaðsins“, þegar það var stofnað. Hét hann 5000 króna fjárframlagi, og mun hafa greitt um helming þess framlags strax og hann lofaði því. En skömmu á eftir gerðust þau tíðindi, að Framsóknar- flokkurinn klofnaði og fylgdist Svavar þá með Tryggva heitnum Þórhallssyni, en lenti í andstöðu við þá, sem að Nýja Dagblaðinu stóðu. Svavar greiddi þó alt féð af hönd- um, sem hann hafði lofað, og lagði með því sjálfur and- stæðingum sínum til vopnin, sem þeir hafa vegið með að honum síðan. III. í þessari fyrnefndu grein Svavars, sem nú verður nokkuð rakin hér og gerð að umtalsefni, gerir útibús- stjórinn nokkura grein fyrir því, hvers vegna hann fór úr flokknum og eins fjárframlögum sínum til hans, og er sú frásögn öll hin nýstárlegasta og^bregður allskýru ljósi yfir það, hversu flygðunarlausir forystumenn Framsóknar- flokksins hafa verið í því að ná fé úr ríkissjóði og opin- berum fyrirtækjum og stofnunum til flokksþarfa og kosn- ingaáróðurs, jafnframt því, sem greinin sýnir lítilmensku liðsmanna forkálfanna, sem hafa í auðmýkt og þrælslegri undirgefni gert alt, sem þeim var sagt og orðið með því að auðvirðilegum milliliðum í fjárdráttarstarfsemi rumm- unganna. Svavar Guðmundsson segir meðal annars í þessari grein: ,,í ársbyrjun 1933 var mér orðið ljóst, að skapbrestir Jónasar Jónssonar voru þess eðlis, að það væri hvorki æskilegt né hættulaust fyrir Sam- vinnufélögin og Sambandið, að hann réði stefnu þeirra eða starfsaðferðum. Alvarlegra virtist mér þó fyrir þjóðarheildina, ef sú stefna fjárglæfra og óvits yrði yfirsterkari, sem hann baðist fyrir. Jeg tók því þá sjálfsögðu afstöðu að styðja stefnu hinna gætnari og reyndari manna innan Framsóknarflokksins“. Ó, þú heilaga einfeldni, eða er það eitthvað verra, sem þessi játning ber vott um frá útibússtjóranum. Svav- ar Guðmundsson segist hafa farið í þjónustu Sambands- in, þegar hann lauk stúdentsprófi, en það mun hafa verið

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.