Stormur


Stormur - 23.06.1936, Blaðsíða 2

Stormur - 23.06.1936, Blaðsíða 2
2 STORMUR 1917, Árið 1933, er augu hans opnast fyrst fyrir því, að „skapbrestir Jónasar Jónssonar“ voru hættulegir sam- vinnufélögunum og Sambandinu og ,,fjárglæfra“- og „óvits“-steína hans skaðleg ,,þjóðarheildinni“, þá er hann búinn að vera 16 — sextán — ár í samvistum við þenna mann og í náinni samvisnu við hann. Og þessi samvinna Svavars við Jónas Jónsson er einmitt nánust og innilegust á þeim árunum sem Jónas réði öllu í Framsóknarflokkn- um og var sama sem einvaldur í ríkisstjórninni. Og það var einmitt á þessum valdaárum hans, sem hann var hættulegastur samvinnufélögunum, og Sambandinu og ,,fjárglæfra“- og „óvits“-stefna hans þjóðarheildinni skað- legust. Á þessum árum þegar trúnaður Svavars er mestur við Jónas Jónsson, rísa ofsóknir hans og brjálæðiskend heipt hæst. Þá svívirðir hann Hæstarétt mest, þá stofnar hann hlutleysi landsins og þar með sjálfstæði þess í voða með landráðaásökunum sínum á saklausa menn, þá hrek- ur hann dugandi menn og samviskusama úr embættum, en setur liðléttinga og óvandaða fjárplógsmenn í þeirra stað. Þá hleður hann um sig lífvörð af beininga-, bitlinga- og mútumönnum, sem eiga fjárhagslega tilveru sína og jafnvel frelsi til þess að ganga lausir, undir því, að þessi maður hafi æðsta ákæruvaldið í hendi sinni. Þá eyðir hann miljónum króna í það að tryggja völd sín og í ýmis- konar óhóf og óþarfa og leikur ríkissjóðinn svo grátt, að hann hefir aldrei síðan borið þess bætur, og ríkið blátt áfram rambað á barmi gjaldþrotsins síðan. Er nú sá maður fær til þess að vera útibússtjóri vits- munanna vegna, sem í 16 ár fylgir þessum manni, ver hann með odd og egg og leggur fram stórfé honum til stuðnings, og lýsir því svo yfir, að hann fyrst eftir þessi 16 ár hafi séð hvílíkur skapbrestamaður Jónas Jónsson er, og að stefna hans var hættuleg fjárglæfra- og óvits- stefna fyrir þjóðarheildina? En mun ekki útibússtjórinn gera sig hér að meira barni og heimskari en hann er til þess að reyna með því að afsaka aðrar hneygðir sínar, sem ollu því, að hann fylgdi Jónasi Jónssyni í öll þessi ár og var einn af hans dyggustu mönnum? — IV. í grein, sem Jónas Jónsson skrifaði um Svavar Guð- mundsson í 11. tbl. Tímans 18. mars s.l. segir hann meðal annars: „Svavar fékk meira en ráðherralaun í Síldar- einkasölunni, auk þess formensku í bankaráði og eyðilagðist gersamlega í peningalegu ofáti“. Meðfram til þess að hnekkja þessari ógeðslegu sjúk- dómslýsingu, er það nú, sem Svavar skrifar þessa grein sína og sýnir þar, að hann hafi ekki etið yfir sig, heldur hafi matarpeningarnir sínir eða mikill hluti þeirra farið í Jónas Jónsson og til þess að halda uppi hans hættulegu fjárglæfra- og óvitsstefnu. Málsvörn útibússtjórans er svohljóðandi: ,,Eg hefi aldrei tekið að mér nein launuð störf fyrir hið opinbera, nema fyrir stjórn Tryggva Þór- hallssonar og Jónasar Jónssonar og eg hefi aldrei tekið að mér launuð störf, sem hugsanlegt var, að kæmu í bága við starf mitt hjá Sís, nema í samráði við forstjórann, og alloftast eftir hans tilmælum. í árslok 1931 tók-eg að mér formensku í inn- flutningsnefnd samkvæmt beiðni Sigurðar Kristins- sonar, og varð eg þá brátt svo ofhlaðinn störfum, að eg gat ekki unnið fulla vinnu hjá Sambandinu, en þegar þar við bættist, að eg var um þessar mundir beðinn að taka sæti í skilanefnd Síldar- einkasölunnar, þá varð það að samkomulagi, að eg hætti að mestu störfum hjá Sís, en greiddi til Sambandsins kaup mitt hjá Síldareinkasölunni og í innflutningsnefndinni. Greiddi eg á næstu 2 árum til Sambandsins kr. 30.100, sem var ÞÓKNUN (auðk. hér) mín fyrir þessi störf, eða 1932 ............. kr. 17.000 1933 . . . ....... kr. 13.100 Samtals kr. 30.100 Kaup mitt hjá Sambandinu bæði þessi ár vajr kr. 21.600, þannig að eg gaf með mér bæði árin í peningum kr. 8.500, auk þess sem eg vann hjá Sambandinu eftir því, sem atvik og kringumstæður leyfðu. Þarna eru þá ráðherralaunin, sem eg á að hafa fengið hjá Síldareinkasölunni og ofetið mi& á, að sögusögn J. J. — Þau runnu í hinn sameigin- lega sjóð allra samvinnumanna í landinu, sem lítið framlag frá minni hálfu til að gera Sís léttbærara að framfleyta skólastjóranum frá Hriflu, þeim þyngsta ómaga, sem nokkur félagsskapur hér á landi hefir nokkru sinni mátt rogast með“ (Auðk- hér). Þetta er líklega að möi’gu leyti einhver merkilegasta játning, sem fram hefir komið í íslenskum stjórnmálum og bregður óneitanlega heldur ógeðslegi’i birtu yfir einn þáttinn í stjói-nmálastarfsemi Framsóknarflokksins á liðn- um árum — fjái’málastarfsemi flokksins, eða réttara sagt hina ósvífnu fjárdráttarpólitík hans. Ef frásögn Svavai’s Guðmundssonar er tekin bók- staflega, er hér um þau firn að ræða hjá Sambandinu, að það beinlínis leigir út þenna þjón sinn í gi'óðaskyni. og þessi gróði á hinum leigða manni er tekinn af sjálfn ríkinu, eða það sem sama er, fyrirtækjum og stofnunum sem það ber ábyrgð á. — Ef reikningshald Sambandsins er í'étt, og Svavar Guðmundsson segir þetta bókstaflega satt, þá ætti að sjást tekjumegin hjá því þessi ár færsla sem lítur ein- hvern veginn svona út: 1932: Gróði á Svavai’i Guðmundssyni .... kr. 6.200 1933: Gi’óði á Svavai'i Guðmundssyni ... ki'. 2.300 Væri mjög fróðlegt fyrir endui'skoðunarmenn Sam- bandsins — og er raunar sjálfsögð skylda þeirra —- að athuga, hvort þessi tekjufæi'sla sést í í’eikningum Sam- bandsins þessi ár 1932 og 1933. Ef hún sést þar ekki, er tvent til, að annað hvort segir Svavar Guðmundsson ósatt eða þá að Sambandið hefir aldrei látið þessar 8500 renna ,,í hinn sameiginlega sjóð allra samvinnumanna 1 landinu“, eins og Svavar Guðmundsson segii', að þær haf1 runnið „sem litið framlag frá sinni hálfu“. Hér skal nú ekkert fullyx*t um það, hvernig þessari ,þóknun“, sem Svavar kallar svo, hefir verið varið, er| óneitanlega mun mai’gur freistast til að halda, að þessi mismunur á launum Svavars hjá Síldareinkasölunni innflutningsnefnd annarsvegar og Sambandinu hinsvegar’ að upphæð kr. 8500, hafi aldrei verið bókfærð í Samband' inu, heldur í’unnið inní kosningasjóð flokksins og til blaða' útgáfu hans, og fer þá að vei’ða skiljanlegt hið rausnar- lega fi’amlag Svavars Guðmundssonar til Nýja Dagblaðs- ins — 5000 krónur. Og óneitanlega virðist það líka nokkuð sennilegt, að það hafi beinlínis verið samið um það fyrirfram við Svav' ar Guðmundsson af Jónasi Jónssyni eða Sigurði Kristins- .syni, eða þeim báðum, að þessi launamismunur skyldi ganga til flokksstarfseminnar og blaðaútgáfu flokksms- Ef þessi tilgáta væri rétt, þá hafa þessir forráðarnenn Fi'amsóknarflokksins að yfii'lögðu ráði látið Svavar Gúð- mundsson í báðar þessar háttlaunuðu stöður til þess a afla sér og flokki sínum fé á opinberan kostnað, °£ þá líka skiljanlegt, þótt ,,þóknunin“ hafi ekki verið skonn við neglur sér. — En hvernig svo sem þessari „þóknun^ hefir verið í’áðstafað, og hvort sem samningar hafa ve gerðir um hana fyrirfram eða ekki, þá hefir Svavar

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.