Stormur


Stormur - 23.06.1936, Síða 4

Stormur - 23.06.1936, Síða 4
4 STORMUR Þelr langsoltnu. Hvort að núverandi stjórnarflokkar geta hangið við völd, út þetta yfirstandandi kjörtímabil veltur ekki á því, hvað þeir fremja mörg lögbrot eða hvað þeir brjóta opt Stjórnarskrána, traðka á öllum þingræðisreglum, eða eyða miklu fé úr ríkissjóði í heimildarleysi, þessu og þvílíku eru menn orðnir svo vanir nokkurn veginn óslitið, öðru hvoru síðan 1927 — og stjórnarandstæðingar hafa tekið á þessu fremur linum tökum, aðeins nokkrar mótmæla- greinar í blöðunum, og svo hefir alt dottið í dúnalogn, enda líka skamt að bíða næstu umtalsverðra ávirðinga. Þess vegna er óhætt að búast við áframhaldandi lögbrot- um og fjáraustri næstu 2 ár; stjórnin situr áfram í góðu yfirlæti þrátt fyrir það. En það er annað sem geutr orðið henni að fjörtjóni, og hefir næstum orðið það kvað eftir annað síðan að nú- verandi stjórnarflokkar fóru að vinna saman, það er ósam- komulagið um bitlingana, og verður þetta skýrt hér lítið eitt nánar. , Það virðist nú svo, að sú stjórn, sem hefir sett á stofn nærri 20 einkasölubákn, og hverri einkasölu fylgir fjöldi af fólki, flestu óþörfu og óstarfhæfu og þess utan að líkindum hundruð af embættum. og stöðum óþörfum flestum og einnig rekið starfhæfa hæfileikamenn frá störfum sínum. ætti einhverntíma að vera búin að full- nægja atvinnuþörf flokksmanna sinna, þeirra sem hæfir eru til starfa, en þessu er nú eklci svo farið; þeir menn sem hafa á sæmilegan hátt getað séð fyrir sér og sínum eru yfirleitt ekki fylgismenn hinna rauðu flokka — auð- vitað «ru hér undantekningar — aðalfylgismenn rauðu flokkanna eru allskonar lausingjar, sem ekkert hefir orð- ið fast við hönd, og heimta með frekju eitthvert bein eða bita fyrir veittan styrk við vondan málstað. Þá er stjórn- in, sem fyrir löngu er komin út á þessa bitlingabraut, hreint og beint tilneydd að fullnægja ósanngjörnum bit- lingakröfum, allra ónytjunga sem henni fylgja, og þess vegna verða ráðherrarnir og æðstu mennirnir í flokkunum að nota alla þá hugkvæmni, sem guð hefir gefið þeim, til að skapa eitthvað í einhverri mynd sem gefur af sér pen- inga, sem svo geta orðið eyðslueyrir auðnulausra og alls- þurfandi fylgismanna hennar. Það er máski ekki rétt að iá núverandi stjórn þetta með þungum orðum, síður þegar það er athugað að stjórninni er þetta hreint og beint lífs- spursmál, og mætti kannski taka það eitthvað til greina, þegar á hana er deilt fyrir lögbrot og fjárdrátt, að til- gangurinn er sá að halda lífinu í sjálfri sér, og frekur er hver til fjársins. Það mætti v-era æði ógeðsleg uppástunga, sem komið væri með til núverandi valdhafa, ef hún þætti ekki þess verð að athugast, ef hún gæti gefið af sér einhverja bit- lingsögn, eg held að fæstir gætu seilst svo langt í svínarí- inu, að þeim væri ekki þakkað fyrir, að minsta kosti af óvandaðasta flokkshyskinu. En þó þetta sé nú alt í besta lagi, nefnilega það að svífast eniskis í fjáröflunaraðferð- um, þá er þó annað, sem ekki er í lagi, og það er skipt- ingin á bitlingum milli flokkanna, hún hefir á undan- förnum tveimur árum gengið svo illa, að það hefir hvað eftir annað legið við, að samvinnu flokkanna yrði slitið þess vegna. Þetta vita allir, sem örlitla ögn vilja fylgjast með framþróun bitlinganna í tíð núverandi valdhafa. Það má skýra þetta örlítið betur með dæmum. Framsóknar- menn hafa búið til 3000 kr. bitling handa einhverjum sinna manna, þessu er slegið föstu og komið í kring t. d. á miðvikudagskvöld — þá segja Alþýðufíokksbroddarnir við Fxpamsókn: ,,Ef við ei’um ekki búnir að fá jafnstóran þitling fyrir laugardagskvöld þá er allri samvinnu millum flokkanna slitið“. Framsóknarmenn hafa sæmilega góða lyst á bitlingum. Þeir eiga líka æði álitlega bitlingahjörð, myndi það sýna sig ef hún væri rekin til réttar, að fæstir bændur gætu sýnt annað eins safn. Framsóknarmenn hafa einnig notið sinna bitlinga sæmilega vel sumir hverjir, eða svo, að þeir hafa ekki kunnað sér magamál í mat eða drykk, og hafa orðið að notfæra sér þau hjálpaimeðul, sem vísindamenskan í veröldinni hefir við hendina. En hvað sem má um Framsóknarmennina segja og þeirra peningagræðgi. Þá hafa þeir ekki aðra eins ódrepandi peningameltingu og alþýðuforingjarnir; svipar þessum alþýðuforingjum að þessu leyti æði mikið til ýmsra hinna lægri dýra, sem melta bæði fljótt og vel allan andskotann. Ef að á að skipta t. d. 12 bitlingum á milli flokkanna þá heimta alþýðuforingjarnar 7 feitustu bitlingana af þess- um 12 og minsta kosti 5 af þessum 7 bitlingum fara til þingmanna flokksins, og svona heldur þetta áfram, tím- inn líður, bitlingaverksmiðja stjórnarflokkanna gengur sinn gang. Þingmenn Alþýðuflokksins halda áfram að vinda uppá sig illa trygða seðla úr báðum bönkunum, því margt getur nú skeð ótrúlegt, en aldrei það að Stefán Jóhann eða Sigurður Einarsson segi sem svo: ,,Við viljum ekki meiri bitlinga“. — En þessi ósætt, illindi og oft og tíðum fjörtjón, út af skiptingu á ránsfeng, er engin ný bóla í sögunni, þetta hefir komið fyi’ir í öllum löndum og álfum, og er sálarlífi og ásigkomulagi þessara samseku í’æningja snildarlega lýst í einni af sögum Jack London, og hvort sem stjómar- flokkai-nir drepa hvor annan eða ekki, þá þarf enginn að sjá eftir að lesa þá sögu. — Og að endingu þetta, ef stjórnin lafir við völd til ársins 1938, þá er engin ástæða — frekar en verkast vill — að búast við kosningum það ár. Það ætti að vera óhætt að treysta núverandi valdhöf- um til annai’s eins, og að traðka því ákvæði stjórnar- skrái'innar, ef þeir sjá sér hag í því. Útsðlumenn STORMS eru vinsamlega beðnir að tilkynna afgreiðslu blaðsins á Hverfisgötu 35 kaupendatölu þá, er þeir hafa, og sömuleiðis kæmi blaðinu það mjög vel, að andvirði þess yrði greitt nú í vorkauptíðinni. — Eigandi STORMS hefir ekki þá aðstöðu að geta stolið fé úr ríkisstofnunum til útgáfu hans, og verður því að fleyta honum áfram með heiðarlegu móti. Líf STORMS er því undir skilsemi útsölu- mannanna og kaupendanna komið. INNLENDA L I F T R Y G G SJÓVÁTRYGGINGARFÉLAG I ÍSLANDS H.F. N G I N Líftryggingardeild. lMfoldarprentamiQja h.f.

x

Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.