Stormur


Stormur - 24.07.1936, Blaðsíða 1

Stormur - 24.07.1936, Blaðsíða 1
STORMUR XII. árg. Mennirnir, sem svíkja alt. I. Jónas Guðmundsson, kennari á Norðfirði og alþingis- maður og meira og meira, er nú orðinn einn af hæstlaun- uðustu mönnum í flokki hinna nýríku alþýðuburgeisa. Laun hans með öllum bitlingum mun nú vera orðin um 12—14 þúsund krónur, og munar því minstu, að hann nái Sigurði Einarssyni, sem kemst líklega á þessu ári upp í 16—17 þús. króur, af því að hann var svo heppinn að geta gert konuna sína að einkaritara Jónasar Þorbergssonar í tJtvarpinu með 400—450 kr. kaupi á mánuði. — Þrátt fyrir þetta er sagt, að orðið hafi að gefa Sigurði eftir út- svarið hans í fyrra og verður líklega sama sagan í ár, þótt launin hækki um 5—6 þús. krónur. En sleppum nú Sigurði og snúum oss að kennaranum á Norðfirði. Jónas Guðmundsson hefir verið manna natnastur að ná sér í ýmiskonar bitlinga síðan hann kom á þing, og hefir flú eins og að framan er sagt um 40 kr. á dag að meðal- talj, þar með taldir hátíðisdagar ársins og þeir dagar, sem hann sjálfur heldur hátíðlega, þótt ekki séu helgir taldir af prestum þjóðkirkjunnar. Má þetta teljast mjög viðun- andi laun fyrir mann, sem lítið hefir varið sér til mentun- ar og er búsettur á Norðfirði, en þar mun að minsta kosti fullum þriðjungi ódýrara að lifa en hér í Reykjavík. Mun l>ar meðal annars, sem víða á Austfjörðum bruggað mik- iS og framleiðslan seld vægu verði og jafn vel gefin mekt- ar mönnum og forráðamönnum þorpanna. — Eru það drjúg hlunnindi þeim, sem þykir sopinn góður, en eru hinsvegar ekkert sérlega kræsnir á bragðið. Jónas þessi er nú einn af sterkustu talsmönnunum fyrir því, að socialistar og framsóknarmenn haldi saman gegn- um þykt og þunt, og gangi ekki úr flatsænginni, hversu ^uiikil sem óværan verður. — Hélt hann aðalræðuna á hátíðisdegi jafnaðarmanna 1. maí í vor og kvatti þar til ^varandi samstarfs við Hriflu-Jónas og framsóknarflokk- inn. Komst hann meðal annars svo að orði í þessari ræðu sinni: „Nú hefir skipast hér eins og annarsstaðar á Norðurlöndum, að stjórnmálaflokkar bændanna og verkalýðsins hafa hafið samvinnu á stjórnmálasvið- iu. Enn er sú samvinna aðeins byrjun. En það hlýtur að vera hverjum hugsandi manni í þessu landi fyllilega ljóst, að einungis með sam- vinnu þessara tveggja stóru stétta þjóðfélagsins er hægt, að hefja það starf sem þarf til þess að skapa hér í landi nýtt ríki — ríki bænda og verkalýðs, — þar sem fyrst og fremst er stefnt að því að efla hag þeirra og menningu. Samstarfið milli Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins þarf því að efla og styrkja, en ekki að veikja það og slíta því. Það getur ekki leitt til ann- ars en þess að Sjálfstæðisflokkurinn fái völdin í hendur og rífi niður alt það, sem nú er hafið með umbótalöggjöf þessara flokka“. r A Kambabrún 1. 100 milj. kr. skuldir útávið, ca.1000 kr. á hvert mannsbarn í landinu. 2. Lánstraust ríkisins erlendis þrotið. 3. Danskur hermálaráðherra kemur til Islands. 4. Forsætisráðherra Dana kemur eftir beiðni til íslands. 5. Um 300 manns atvinnulausir í Reykjavík 15. júlí. 6. Fólk í Hafnarfirði hefir naumast að borða um hábjargræðis tímann. 7. Flestir kaupstaðir landsins á barmi gjaldþrotsins. 8. Tvö stjórnarskrárbrot á tæpum 2 mánuðum. H. Svona talaði hátekju og alþingismaðurinn, Jónas Guð- mundsson 1. maí 1936, eftir að hann var búinn að setja á þin'gi í tvö ár og veiða stóra bita upp úr rikissjóðspott- inum. En þessum sama manni, en sem þá var aðeins fátækur kennari á Norðfirði, fórust nokkuð öðruvísi orð árið 1933, árið áður en kosningar fóru fram til alþingis. Þá skrifaði þessi maður grein í Alþýðublaðið 11. nóv, 1933, sem hann nefndi: Barátta AlþýSuflokksins á Aust- fjörðum gegn Framsókn, og segir þar meðal annars: „Kaupfélögin eru nú komin í stað hinna fornu "■stór verslana. Um stjórn þeirra allra og afkomu hér eystra, er mönnum svo kunnugt, að óþarfi er að eyða orðum að. Jafn kunnugt er hitt, að þeim ráða Framsóknarmenn að öllu leyti. Kaupfélögin skamta bændunum nú, eins og einokunarverslanirnar gerðu áður, og í stað þess reyna að skapa samband milli bændanna, sem nú framleiða nærri verðlausar vör- úr, og alþýðunnar við sjóinn.sem vantar þessar sömu vörur, og gæti keypt nokkuð af þeim, reyna for- ráðamenn Framsóknar að æsa bændur gegn verka- mönnum og sjómönnum með heimskulegum prédik- unum um of hátt kaupgjald, mannréttindarán o. í m. fl.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.