Stormur


Stormur - 24.07.1936, Blaðsíða 4

Stormur - 24.07.1936, Blaðsíða 4
STORMUR „Mig langar til að deyja eins og Kristur, milli tveggja ræningja". iKaupsýslumanninum varð nú að þessu sinni ekki að ósk sinni. Hann lifir enn, virtur og heiðraður af samborg- uruum sínum, eins og hann líka á skilið, mannkosta sinna yegna. II. Bóndinn íslenski og verkamaðurinn íslenski hafa nú um tveggja ára skeið verið á milli tveggja ræningja. En það hefir verið sá munur á þeim og kaupsýslumanninum, að þeir hafa verið verkfærið í höndum ræningjanna, en málafærslumennirnir voru verkfærið í höndum kaupsýslu- mannsins. Islenska bóndann hafa þessir ræningjar — Héðinn og Jónas — leikið hart. Þeir hafa svift hann umráðarétti yf- ir afurðum sínum, gert hann að ánauðugum manni, sem yerður að þola sektir, ef hann ráðstafar ketbitanum sín- um eða mjólkurpelanum öðruvísi en þeir hafa mælt fyr- ir um. Þeir hafa tekið af honum full umráð yfir jörðinni sinni ög eru vel á vegi með að gera hann að ánauðugum leigu- liða ríkisins, eins og Haraldur lúfa gerði norska bændur á sínum tíma. Þeir hafa tekið leigunámi verðmæta eign af bændum í þrem sýslum landsins, og tilgangurinn með því er sá, að gera þessa eign þeirra verðlausa og koma með því félagi þeirra á kaldan klaka, svo að hægt verði að beygja þá til hlíðni við einvaldið og ofbeldisstjórnina. • Alt þetta og margt fleira hafa þeir gert við bóndann íslenska. — Og bóndinn íslenski beygir höfuð sitt í kristi- legri auðmýkt fyrir ofbeldismönnunum og tautar við sjálf- an sig niður í skeggið, sem enn hef ir ekki verið af honum tekið, af því að það er ekki gjaldgeng vara og ræningjarn- ir geta því ekkert auðgað sig á því. En hvernig hafa svo þessir ræningjar leikið verkamenn- ina íslensku? Þeir hafa gint hann á loforðum, sem þeir hafa svo öll svikið. Þeir lofuðu honum atvinnu, en í stað þess hafa þeir gert hann atvinnulausan. Þeir lofuðu honum lækkun á nauðsynjavörum, en í stað þess uku þeir tollana á þeim stórkostlega, heftu frjálsan innflutning á þeim, sem hafði gífurlega verðhækkun í för með sér, og settu einokun á sumar, sem hækkaði verðið um þriðjung og jafnvel meira. Þeir hafa ráðist á stærstu atvinnurekendurna og gert sitt til þess að koma þeim á kné, svo að nú eru þeir ekki lengur færir um að veita verkamönnum þá atvinnu, sem þeir áður gátu gert. Þeir hafa aukið skuldirnar svo miljónum króna skiftir og jafnvel tugum miljóna og vextina af þessum miljónum og afborganir af þeim taka þeir af kaffi og sykri og oðr- um lífsnauðsynjum verkamannsins. Þeir hafa hlaðið á sjálfa sig stórum launum, og nokkr- um hluta þessara launa láta þeir bláfátæka verkamennina borga. Þessi er hún, meðferð ræningjanna á verkamönnunum íslensku. Hvenær rennur upp sú stund, að bóndinn íslenski og verkamaðurinn íslenski losa sig við þessar blóðsugur, — eða ætla þeir að hafa þá á líkama sínum að eilífu? •*¥&>- Svoldarorusta. Uppganga á Ormínn. Mest var vörnin á Orminum ok mannskæðust af fyrirrúmsmönnum ok stafnbúum; þar var hvorttveggjá yalið mest mannfólkit ok hæst borðin. En er lið féll fyrst um mitt skip ok þar er fátt stóð upp mannanna um sigluskeiðit, þá réð Eiríkr jarl til uppgöngunnar, ok Göta Móforar kraftmestir fást í Verzltin Jóns Þórðarsonar kom upp á Orminn með XV. mann. Þá kom í móti honum Hyrningr, mágr Óláfs konungs, með sveit manna, ok lauk svá, at jarl hrökk ofan aftr á Barðann, en þeir menn, er honum höfðu fylgt, fellu sumir, en sumir váru særðir. Þá varð enn in snarpasta orrusta, ok féllu þá marg- ir menn á Orminum, en er þyntist skipan á Orminum til varnarinnar, þá réð Eiríkr jarl annat sinn til uppgöngu á Orminn; varð á enn hörð viðtaka. En er þetta sá stafn- búar á Orminum, þá gengu þeir aftr á skipit ok snúask til varnar móti jarli ok veita harða viðtöku. En fyrir því, at þá var svo mjök fallit lið á Orminum, at víða váru auð borðin, tóku þá landsmenn víða upp at ganga. En alt þat lið, er þá stóð til varnar á Orminum, sótti aptr á skipit, þar til sem konungr var. Svá segir Halldór ókristni, at Eiríkr jarl eggjaði þá menn sína. Hroðinn Ormrinn langi. Kolbjörn stallari gekk upp í lypting til konungs; þeir höfðu mjök líkan klæðabúnað qk vápna; Kolbjörn var ok allra manna mestr og fríðastr. Varð nú enn í fyr- irrúminu in snarpasta orusta. En fyrir þá sök, at þá var svá mikit fólk komit upp á Orminn af liði jarl, sem vera mátti á skipinu, en skip hans lögðu at öllum megin utan "að Orminum, en lítit f jölmenni til varnar móti svá mikl- um her, nú þótt þeir menn væri bæði sterkir ok fræknirr þá féllu nú flestir á lítilli stundu. En Óláfr konungr sjálfr ok þeir Kolbeinn báðir, hljópu þá fyrir borð ok á sitt borð hvárr. En jarlsmenn höfðu lagt utan at smáskútur ok drápu þá, «r á kaf hljópu, ok þá er konungr sjálfr hafði á kaf hlaupit, vildu þeir taka hann höndum ok færa hann Eiríki jarli; en Óláfr konungr brá yfir sig skildin- um ok steypðisk í kaf; en Kolbjörn stallari skaut undir sik skildinum ok hlífði sér svá við spjótum, er lagt var af skipum þeim, er undir lágu, ok féll hann svá á sjó- inn, at skjöldrinn varð undir honum, ok komsk hann Þvl ei í kaf svá skjótt ok varð hann handtekinn ok dreginn upp í skútuna, ok hugðu þeir, at þar væri konungrinn. Var hann þá leiddr fyrir jarl, en er þess varð jarl var, at þar var Kolbjörn, en eigi Óláfr konungr, þá voru Kol- birni grið gefin. En í þess svipan hlópu allir fyrir borð » Orminum, þeir er þá voru á lífi Óláfs konungs menn, ok segir Hallfreðr svá, at Þorkell nefja, konungsbróðirr hljóp síðarst allra manna fyrir borð.__________ íaafoldarprentamiðja h.f.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.