Stormur


Stormur - 14.08.1936, Blaðsíða 1

Stormur - 14.08.1936, Blaðsíða 1
STORMUR twSQwn Magitússoti XII. árg. Reykjavík, 14. ágúst 1936. 23. tbl. Efni: Jeremíasarbréf. Alþýðublaðinu lýst. Verður Æ g i r seldur 1943? Hallgerður Tungu- Oddsdóttir o. fl. Jeremíasarbréf. Reykjavík, 11. ágúst 1936. Góði kunningi! Örfáar línur ætla ég að skrifa þér, þótt ég búist tsepast við því, að þú hafir tíma til að lesa þær nú í heyskapar- og síldarönnunum. Hér í höfuðstaðnum hefir nú verið fremur tíðinda ^ítið, eins og það venjulega er um þetta leyti árs. Ráðherrarnir hvíla sig nú hjá konum sínum, sem þeir eru allir mjög tryggir, eins og öllum ber að vera °g ekki síst mönnum í þeirra stöðu, sem í hvívetna eiga að vera þjóðinni til eftirbreytni. — Sagt er að beir sjáist lítið á ferli og er það að vonum, því að kraesingarnar af konungs- og Stauningsboðinu hafa °rðið nokkuð þungar í maganum, þótt talsverðu væri skolað niður til uppleysingar. Þetta síðasta á þó ekki við um Harald, því að hann drekkur aldrei vín hér- lendis, má því búast við, að vindþembingurinn hafi bar orðið einna mestur. Annars mega þeir nú vel una sílium hlut, þótt þeir hafi einhver maga-óþægindi, því a^ Jón Sívertsen fyrv. verslunarskólastjóri og nú lög- Siltur endurskoðandi, hefir gfefið þeim siðferðisvott- 0I"ð í Alþýðublaðinu, og telur þá alla vel af guði gefna °S góða menn, sem vilji föðurlandi sínu alt hið besta. Er Sívertsen þaulvanur einkunnargjöfum fyrir góða hegðun °S þarf því naumast að efast um, að vottorðið er rétt, Auðvitað eru nú ráðherrarnir glaðir yfir hinum mikla síldarafla og hyggja nú gott til vetrarins. Sjá þeir nú fram a Það, að hægt er að reyta dálítið af útgerðarmönnum og sömuleiðis verkalýðnum, sem að síldinni hefir unnið. — Þakka bæði Alþýðublaðið og Nýja Dagblaðið sér eða stjórn sinni allan þennan afla og gefa fyllilega í skyn, að hann ttiundi ekki hafa orðið, ef Sjálfstæðismenn hefðu farið með stJórn landsins. Sagt er að Hriflu-Jónas sé heldur ljótur og svipseirður, síð- an nafni hans Þorbergsson sveik hann og sagði sig úr fram- soknarflokknum. Telur hann þetta órækan feigðarboða !okksins við næstu kosningar, sem eðlilegt er, því að hann þekkir allra manna best hið næma instinkt Jónasar Þorbergs- sonar. Auk þessa instinkts Jónasar hefir hann svo samband við vinnukonu eina, sem er forspá og draumspök og dreymdi marga drauma og merkilega fyrir síðustu kosningar, sem allir hnigu að því, að framsóknar- og alþýðuflokkarnir myndu ná meirihluta. Er ekki ósennilegt, að Jónas hafi leit- að til þessarar spöku konu áður en hann afréð úrsögn sína úr flokknum. Mikill fjöldi fólks, svo mörgum þúsundum skiftir, fara nú um hverja helgi að Eiði, hinn nýja skemtistað sjálfstæð- ismanna. Þykir staðurinn mjög vel valinn og mun vera ein- hver hlýlegasti og fegursti staðurinn hér nærlendis. Streyma alþýðu- og framsóknarmenh þangað líka svo hundruðum skiftir, en afrækja Rauðhóla. Fellur sumum þar illa rauða rykið, þótt raunar undarlegt megi virðast, jafnmikið og þeir halda af hinu andlega rykinu, sem foringjarnir blása nið- ur í þá. — Sagt er, að um 4—5 þúsund manns hafi verið að Eiði um síðustu helgi, en aðeins nokkur hundruð í Rauðhól- um, og mest börn. Geysilegur f jöldi fór úr bænum þenna dag, enda var veð- ur svo blítt og fagurt, að vart hefir yndislegri dagur komið á þessu sumri, sem þó er eitthvert hið besta, er menn muna hér í Reykjavík. — Varð einum gamansömum manni það að orði, að þenna dag hefðu aðeins tveir menn verið eftir í Reykjavík, þeir Ásgeir Ásgeirsson og Jónas Þorbergsson, því að þeir hefðu með engum getað verið vegna hlutleysis síns. Þetta mun þó ekki hafa verið r.étt hvað annan snerti, því að Jónas Þorbergsson var inn á Eiði þennan dag, og hefir því Ásgeir líklega skrollað einn í bænum, og dreymt um Roosevelt og sig. Ósköp láta menn illa af samkomunni á Þingvöllum 1.—3. ágúst. Er sagt að geysimikið hafi verið drukkið og að bæði menn og konur hafi gersamlega gleymt blygðunarsemi sinni. Sagt er að jafnvel þeir, sem eftirlitið áttu að hafa, hafi beð- ið sprúttsala að gefa sér brennivín. Sumir voru járnaðir, en öðrum var dyngt saman í kös og segldúkur breiddur yfir, en vörður lögregluþjóna var um Valhöll, svo að enginn kæm- ist þar inn, því að þar var alt brotið og bramlað. Margar fleiri ófagrar sögur ganga þaðan, sem ekki eru eftir haf- andi. Blöðin hér hafa heldur lítið gert þetta að umtalsefni. Alþýðublaðið hefir ekki minst á það, en Hriflu-Jónas fór um það mjög vægum orðum í Nýja-Dagblaðinu, og mun hann jafnvel aldrei hafa skrifað svo hógværlega. Leggja óvinir hans honum þetta svo til, að farið sé að slakna á siðferðis- strengnum, en ólíklegt má það teljast, jafn grandvar sem hann hefir verið og siðavandur. Jónas skrifar nú aðallega um Siglufjörð, sem hann nefnir „Síldarborgina við íshafið". Þakkar hann Þormóði Eyjólfs- syni og sér allan vöxt og viðgang þessa bæjar og virðist nú byggja allar vonir sínar á honum. Um bændurna skrifar hann nú hinsvegar lítið, en ef hann minnist þeirra eitthvað, er það heldur til hnjóðs. Áður hefir Jónas nítt niður alla þá, sem víð síldarútgerð hafa fengist, hvort sem það hefir verið á Siglufirði eða annarsstaðar, og kallað þá „fjárglæframenn" og „spekúlanta". En nú, þegar mikill hluti síldargróðans lendir í vösum hans og skjaldsveina hans, er síldin orðin að þessum eftirlætisfiski Jónasar og þeir, sem við hana fást,

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.