Stormur


Stormur - 14.08.1936, Page 2

Stormur - 14.08.1936, Page 2
2 STORMUR miklu merkilegri menn og þjóðþarfari en bændurnir ís- lensku. En óneitanlega fer vel á því, að Jónas beri lof á Þormóð Eyjólfsson, því að fáir menn munu öllu óþokkasælli en þessi sérdrægi og óheili eiginhagsmunamaður. Eins og allir vita, sem lesa Alþýðublaðið að staðaldri, er þar stöðugt verið að rógbera stjórn sjálfstæðismanna í Rvík, Vestmannaeyjum og víðar, þar sem þeir hafa enn völdin. Jafnframt er svo hafin til skýjanna stjórn jafnaðarmanna á ísafirði, í Hafnarfirði og Seyðisfirði. Nú bregður svo einkennilega við, að í nýútkomnum Hag- tíðindum er sagt frá því, að í kaupstöðunum, sem sjálf- stæðismenn stjórna, hefir fólkinu fjölgað, en í Hafnarfirði, Seyðisfirði og Isafirði hefir því fækkað. Hvernig víkur nú þessu við? Vill fólkið ekki vera lengur, þar sem því líður vel? Vill það ekki njóta allsnægtanna og réttindanna, sem jafnaðarmannastjórnirnar veita því? Jú, fólkið vill áreiðanlega vera þar, sem því líður best, og það er einmitt þessvegna, sem það flýr þá kaupstaði, þar sem jafnaðar- og framsóknarmenn hafa meirihlutann. Það flýr atvinnuleysið í IJafnarfirði, gulu seðlana, skatta- álögurnar, hlutdrægnina í úthlutun vinnunnar og óstjórnina á málefnum bæjarins. Það flýr yfirgang rauðliðanna á ísafirði, þar sem nokkrir menn sölsa undir sig öll yfirráð og lifa hátt á svitadropum annar og eigum. Það flýr skuldafenið mikla og fjármálaóreiðuna, sem bæj- arfélagið er sokkið í. Og það flýr fróma manninn með 30—40 þús. kr. árslaun- in, sem dregur fé sitt út úr fyrirtækjunum, þegar hann sér, að þau eru að fara á hausinn undir stjórn hans, óreiðu og fjárdrætti. Það flýr hina köldu og dauðu hönd sócíalistaforingjanna, sem hneppir alt einstaklingsframtak í fjötra. Það flýr óráðvendnina, fjársukkið, hlutdrægnina, kúgun- ina og allsleysið. Þessvegna er það, sem fólkinu fækkar í kaupstöðunum, þar sem þeir Finnur og Emil ráða, en fjölgar þar sem sjálfstæð- ismennirnir ráða. Það er sjálfstæðislöngunin og sjálfsbjargarviðleitnin, sem fólksflutningunum veldur. Þú verður að láta þér þetta nægja að sinni. Ef til vill sendi eg þér línu, þegar nóttina fer að skyggja meira, og kaupa- konan og kaupamaðurinn ganga í hægðum sínum heim á kvöldin og skeyta því ekki, þótt þau dragist dálítið aftur úr. Sendu mér súrmjólk og sýrukvaril til að hressa upp á magann, þegar haustar. Vertu bless. Þinn einl. J eremías. ——------------s— Rödd Reykjavíkur heitir blað, sem er nýfarið að koma út. Útgefandi þess og ábyrgðarmaður er Jón L. Hansson, en Hannes Jóns- son kaupmaður, sonur Jóns, hefir skrifað flestar grein- arnar, sem í blaðinu hafa birst. Blaðið er skorinort og hálfvelgjulaust, gagnrýnir margt og hlífðarlaust, hver sem í hlut á, og er það vel. Margar greinarnar eru vel skrifaðar, en til lýta er það, að gróf stóryrði eru viðhöfð um skör fram. íslensk tunga er svo orðauðug og máttug í eðli, að engin nauðsyn ber til, að dýfa árinni mjög djúpt í. «9óiiai@ lýsir AlþýðubEaðinu. I Nýja Dagblaðinu, sem út kom 2. ágúst, gefur Hriflu- Jónas, þótt undir rós sé, þessa lýsingu á Alþýðublaðinu og siðleysi þess gagnvart erlendum þjóðum: „Ef spurt er um það, hvort það sé algengt í löndum, sem lengi hafa notið frelsis, að blöð réðust á nábúa- þjóðir eða leiðtoga þeirra með stóryrðum og dólgsleg- um ásökunum, þá er því fljótsvarað, að slíkt þekkist hvergi þar sem um er að ræða blöð, sem eru gefin út og lesin af mentuðu og vel siðuðu fólki. Séu tekin blöð eins og Le Temps í Frakklandi, Times, Observer og Man- chester Guardian í Englandi, Berl. Tidende í Danmörku og Svenska Dagbladet í Svíþjóð, þá flytja slík blöð vita- skuld rökstudda gagnrýni um aðgerðir flokka og stjórna í öðrum löndum, en jafnan með hinni mestu kurteisi og engri áreitni til einstaklinga, flokka eða þjóða. Slík blöð standa jafnan í nánu sambandi við utanríkisstjórn lands síns og líta eins og stjórnin á sæmd og hag sinnar eigin þjóðar. Þannig eru þau blöð, sem byggja gengi sitt á manndómi, menningu og þjóðrækni! Hitt er annað mál, að í öllum löndum eru til hin ódýru sorpblöð, eins og Extrabladet í Danmörku, John Bull í Englandi o. s. frv. Slík blöð miða tilveru sína við heimsk- ustu og minst mentuðu stéttir þjóðfélagsins. I stóru löndunum eru í slíkum blöðum svo að segja daglega æsingagreinar móti einhverri útlendri þjóð. í blaði Bottomleys voru stöðugar ádeilur á Vilhjálm ann- an og síðar á Lenin, í því skyni að ala á illindum milH Englands og Þýskalands og Rússlands hinsvegar. í vet- ur snerust sorpblöð Englands móti Ítalíu . . . .“ Eftir þessum Hriflu-dómi, sem líklega er réttasti dómur- inn, sem Jónas hefir kveðið upp, er Alþýðublaðið ekki gefið út af mentuðum og siðuðum mönnum. — Það er ódýrt sorp- blað, eins og Extrabladet í Danmörku og John Bull í Eng- landi, og útgáfa þess er miðuð við skilning hinna heimskustu og byggist hvorki á menningu eða þjóðrækni. Það ræðst, eins og hin útlendu sorpblöð, með stóryrðum og dólgslegustu á- sökunum á erlenda þjóðhöfðingja, erlenda stjórnmálaflokka og jafnvel heilar þjóðir, eins og „sorpblöð Englands“ gerðu í vetur gagnvart Itölum. Engu skal spáð um, hvernig Rútur bregst við þessum dylgjum lærimeistara síns, en naumlega mundi honum verða skotaskuld úr því að finna greinar í Nýja Dagbl. og Tím- anum, þar sem ráðist er á erlenda þjóðhöfðingja og erlenda stjórnmálaflokka, eins og t. d. Lappo-flokkinn finska, með sama sorpblaðsrithættinum og er hjá Alþýðublaðinu, þegai’ það víkur máli sínu að nasistunum þýsku og fasistunum ít- ölsku. — Mun það sönnu næst, að lýsing Jónasar hér að framan á sorpblöðum eiga löfnum höndum við blöð fram- sóknarmanna og sócíalistanna. — Hvorutveggja eru gefin út af mönnum, sem skortir manndóm, ménningu og þjóðrækn1 og eru ætluð til þess að afvegaleiða þá, sem minsta hafa dómgreindina og þrengstan skilninginn. -----«@»----- Leiðrétting. I greininni: Lífsins vatn í síðasta tbl. Storms urðu tv®1 meinlegar prentvillur: uppsprettuáveita í stað uppistöðu- áveita og notum fyrir nokkru. Verður málsgreinin þá þann- ig: „Með þessum hætti gæti jökulvatnið komið að nokklU eða öllu leyti í annars áburðar stað“. «@» «(@»

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.