Stormur


Stormur - 14.08.1936, Blaðsíða 4

Stormur - 14.08.1936, Blaðsíða 4
STORMUR Rættist spá Styrbjörns, því að þeir Hrólfur og Styrbjörn vágu Snæbjörn í för þessari, en síðar var Styrbjörn veginn til hefnda fyrir víg Snæbjarnar og aðra atburði, sem gerð- ust í þessari för þeirra til Gunnbjarnarskerja. II. í Gráskinnu III, sem þeir Sigurður Nordal prófessor og Þórbergur Þórðarson rithöfundur gefa ut, er saga, sem heit- ir Reimleikinn viÖ Hallbjarnarvörður, og er sögð af Krist- leifi fræðimanni Þorsteinssyni á Stóra-Kroppi. Saga þessi snertir atburð þann, sem sagt er frá hér að framan, og fara því hér á eftir aðalatriðin úr frásögn Kristleifs: Rétt fyrir miðja 19. öldina fór faðir hans, Þorsteinn Jak- obsson bóndi á Húsafelli til Reykjavíkur. Var það að haust- lagi í 23. viku sumars, var sú vika nefnd suðurferðarvika, því að borgfirskir bændur voru þá í haustlestaferðum. Með Þorsteini voru í för þessari Hannes Sigurðsson bóndi á Stóra-Ási og Samson Jónsson á Rauðsgili. Er þeir félagar voru á heimleiðinni tóku þeir sér náttstað skamt frá Hallbjarnarvörðum. Veður var þurt og kyrt, en þykt loft og svartamyrkur. Þeir félagar sofnuðu allir fljótt. Um. nóttina vöknuðu þeir Þorsteinn og Hannes og brá þá heldur en ekki í brún, því að Samson var horfinn úr tjaldinu. Þeir fara að leita hans, en verða hans hvergi varir. „En í fjarska heyra þeir óljóst mannamál, sem virtist færast fjær smátt og smátt". En það er af Samsoni að segja, að hann vaknar um nótt- ina og þurfti að bregða sér út. „Sér hann þá hóp manna koma norður veginn. Allir voru þeir á dökkum hestum. Þeir benda honum að ganga á leið með sér, og gerir hann það. Fylgir hann þeim og talar við þá, og verður þess þá eigi var, að hann sé ekki í venjulegu ástandi. En þegar hann er kom- inn á hæðina, þar sem Landnáma skýrir frá, að Hallbjörn hafi fallið fyrir vopnum Snæbjarnar galta, þá hverfa reið- mennirnir frá augum Samsonar". Kemst hann eftir nokkurn tíma heim til félaga sinna og segir þeim fyrirburðinn. „En er hann hafði lokið sögu sinni, ¦ grípur hann svo uiikill ótti og skelfing, að hann skalf sem strá í vindi. Sofnaði enginn þeirra félaga það sem eftir var nætur". Alt til morguns urðu þeir Þorsteinn og Hannes að halda utan um Samson, annar um höfuðið, en hinn um fæt- ur. En þegar birti, rann óttinn af honum. Rúmum tuttugu árum eftir þenna fyrirburð var Björn Þorsteinsson, bróðir Kristleifs, á ferð framhjá Hallbjarnar- yörðum. Kom honum til hugar að leita eftir fornmenjum og veltir þar um stórum steini. „Undir honum fann hann nokk- ur mannabein. Lét hann þau óhreyfð og feldi steininn aft- ur í sitt forna far". — Ekki er þeim, sem þetta ritar, kunnugt, hvort rannsókn hefir farið þarna fram síðar. III. Landnáma er orðfá um þenna harmsöguleik, sem í mikil- leik sínum minnir á harmsöguleiki Shakespeare. En einmitt vegna þess rísa ótal spurningar í huga þess,sem frásögnina les. Var þessi kona, sem best hefir verið hærð á íslandi með Hallgerði langbrók, nauðug gefin Hallbirni? Var Snæbjörn galti með Tungu-Oddi aðeins vegna þess, að þeir voru frændur, eða var það af því, að þau Hallgerð- ur og Snæbjörn unnust? Hversvegna veitti Tungu-Oddur sjálfur ekki Hallbirni eft- irförina, eftir að hann hafði unnið það voðaverk að drepa dóttur hans? Tungu-Oddur var þó engin kveif og óvanur því að láta aðra menn rétta hluta sinn. Hversvegna kveður Oddur svo sterkt að orði, er hann sendirboðin til Snæbjarnar, að hann kveðst hvergi fara mundu? — Fanst honum, að Snæbirni stæði það næst að hefna Hallgerðar? Göta ,*«*""¦ Mótorar kraftmestir ffást í Verzluo Jóns ÞórOarsonar EB9K9B0BBBSB9BBBBBHB8RQ INNLENDA L í F T R Y G G I N G I N SJÓVÁTRYGGINGARFÉLAG ÍSLANDS H.F. Líftryggingardeild. Og hvernig var svo þessi kona, sem hreyfðist ekki í sæt- inu, þótt Hallbjörn snaraði hári hennar um hönd sér og kipti í, og ekki mælti orð af vörum, þótt hann brygði sverðinu? Enginn meðalmaður var þó Hallbjörn áð kröftum, skyldi maður ætla, því að tvo menn drap hann af liði Snæbjarnar eftir að hann var orðinn sár og vígmóður. Sýnist svo, sefl1 þessi kona hafi haft fleira sér til ágætis en hárið, en hvert af skáldum vorum vill eða getur klætt hana holdi og blóði? — Konuna, sem maður hennar kvað um áður enn hann hjó af henni höfuðið: Bíða mun ek of brúði (böl gerir mik fölvan; snertumk harmr í hjarta hrót) aldrigi bótir. ísafoldarprentsmiðja h.f.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.