Stormur


Stormur - 02.09.1936, Blaðsíða 1

Stormur - 02.09.1936, Blaðsíða 1
STORMUR XII. árg. Reykjavík, 2. sept. 1936. j 25. tbl. Efn Reykjavík — Jeremíasarbréf — Fjársöfnunin til Spánar — Hvað gefa burgeisar alþýðunnar? — Hverra erinda siglir Hriflu-Jónas nú? — Ketsalan. — Frjáls verslun. Frjáls þjóð. ReYKJAVÍK 18. ágúst 1936. i. Vafasamt mun, hvort höfuðborg nokkurg ríkis í ver- öldinni nema íslands, getur skírskotað til þess, að guðirnir sjálfir hafi valið hana til þess göfuga hlutskiftis. Má að vísu vera, að þeir hafi ákvarðað það um fleiri, en þá er sá munurinn að íslendingar einir hafa geymt og varðveitt þennan úrskurð guðanna í áreiðanlegasta heimildarritinu, sem nokkur þjóð á til um uppruna sinn. Þá er það og ekki síður merkilegt, að fyrsti land- námsmaður íslands skyldi vera kjörinn til þess af guðun- um, að byggja þar, sem höfuðstaður íslands átti síðar að verða. Segir Landnáma svo frá, að þegar Ingólfur Arnar- son sá ísland, þá skaut hann „fyrir borð öndvegissúlum sínum til heilla: hann mælti svá fyrir, at hann skyldi þar byggja, er öndvegissúlurnar kæmi á land“. Ingólfur tók síðan land við Ingólfshöfða, og þrjú sumur dvaldist hann í Skaftafells- og Árnessýslum, en á hinu síðasta fundu þrælar hans Karli og Vífill öndveg- issúlur hans við Arnarhvál „fyrir neðan heiði“. Fór Ingólfur ,,þá um várit ofan um heiði; hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land rekit, hann bjó í Reykjavík; þar eru enn öndvegissúlur hans í eldhúsi". En Karli, þræll Ingólfs, var ekki ánægð- ur með val guðanna og húsbónda síns. „Til ils fórum vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta“, mælti hann og hvarf á braut með ambátt eina með sér. — Hann mat frjósemi moldarinnar meira en úrskurði guðanna. — Vali þeirra réði fegurðin og mikilfengleikinn, en hin frjóa uiold vali Karla. — Sá var munurinn. II. Og fram til síðustu tíma hefir íslenska þjóðin haft ^at Karla á höfuðstað sínum. — „Bærinn liggur í kvos á ^illum tveggja hæða“ stóð í landafræðinni, sem vér, er nú erum miðaldra, lærðum börn. Og þegar þeir menn. Sem til Reykjavíkur höfðu komið úr sveitunúm og þorpun- l,ui utan af landi, voru spurðir um hvort fallegt væri í •^eykjavík, þá svöruðu þeir nær því undantekningarlaust, að það væri sá ljótasti staður, sem þeir hefðu komið í. — Tessi var hann, almenningsorðrómurinn um fegursta stað slands, og ef til vill fegurstu höfuðborg veraldarinnar frá náttúrunnar hendi. En mat Karla heíir þokast í seinni tíð fyrir mati Ingólfs og guðanna. Fegurð Esju, Skarðs- heiðar og Snæfellsjökuls, eyjanna, sundanna og hafsins liefir loks eftir fullar 10 aldir rnegnað að koma nokkrum hluta þjóðarinnar í þann skilning, að Ingólfur fer ekki til ills eins um góð héruð til þess að byggja í Reykjavík — heldur til þess að velja þann höfuðstað fyrir íslensku þjóðina, sem hefir mest og fegurst útsýnið í allar áttir, en hrjóstrugast hefir umhverfið. — Staðurinn, sem á að minna íbúa sína á, að þeir eigi að hyggja að því jöfnum höndum, að hafa útsýn yfir þjóðarhagina alla og vera vörður þjóðarinnar og fyrsta upphafi í öllu því, sem menningu hennar snertir, og gæta þess jaíníramt, að gera umhverfi ,,útnessins“ svo frjósamt og byggilegt, að eng- inn Karli þurfi á komandi öldum að flýja landnámsbæ Ingólfs, vegna ömurleika nálægðarinnar. — Þetta er hið mikla hlutverk, sem guðirnir ætluðu Reykjavík, er þeir létu öndvegissúlurnar berast fyrir stormi og öldu og fyrir annes öll hingað til Reykjavíkur, og völdu þann manninn til fyrstu íslandsbygðar, sem hafði svo óbifandi trú á forsjón guðanna, að hann yfirgaf hin- ar fegurstu sveitir og braust yfir mestu torfærurnar, sem í þessu landi eru, til að hlýta forsjá þess mátýar, sem hann trúði á. Öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar, sem hann skáut fyrir borð sér til heilla, er hann leit ísland, eru þar enn í eldhúsi, segir sá, er Landnámu hefir ritað. Þær eru nú fyrir löngu að moldu orðnar, en upp af þeirri moldu, er nú að rísa bær, sem á vöxt sinn, fegurð og menningu undir því kominn, hvernig borgarar hans og forsjár- menn rækja skyldur sínar við hann og þjóðina alla. Jeremíasarbréf. Reykjavík, 31. ágúst ’36. Góði kunningi! Það verður stutt bréf, sem þú færð frá mér að þessu sinni, enda tíðindalítið hér í höfuðstaðnum. Eins og þú veist geysar borgarastyrjöldin altaf á Spáni af hinni mestu grimd á báðar hliðar og má ekki á milli sjá, hvor sigra muni facisminn eða kommúnisminn, en á millum þessara tveggja einræðisstefna er það sem hildarleikurinn stendur, hvað sem haft er að yfirvarpi. Alþýðuflokksmönnum hér þykir að vonum stjórnar- liðum ganga örðuglega og hafa því ákveðið fjársöfnun mikla þeim til styrktar. Hefir Alþýðublaðið skorað á alla sína menn eða öllu heldur, sem það kallar sína menn, að

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.