Stormur


Stormur - 26.09.1936, Blaðsíða 1

Stormur - 26.09.1936, Blaðsíða 1
STORMUR XII. árg. Reykjavík, 26. sept. 1936. 27. tbl. Framsóknar stemma Nú er alkyns öfugstreymi yfir vorri þjóð á sveimi. Það er eins og tröllin teymi og tjóðri ráðherrana þrjá. Fagurt galar hún Framsókn þá. þó loforðunum greyin gleymi sem gefin eru á fundi.... Listamaðurinn lengi sér þar undi. Þingið er orðið þjóð til skammar þingmennirnir til ljótrar vammar. í skuldafenið þjóðin þrammar þessu óstjórn kenna má. Fagurt galar hún Framsókn þá. Þjóðmálanna gína gammar yfir grotnum þjóðarlundi. Listamaðurinn lengi sér þar undi. Sósíalisminn landsmenn blekkir, loforð hans nú sérhver þekkir. Frelsið: það er harðir hlekkir, hverjum, sem ei styður þá. Fagurt galar hún Framsókn: mjá. Skipulagið: skömm og hrekkir skaði hal og sprundi. Listamaðurinn lengi sér þar undi. Verslunin er vafin grandi versta okur þessu landi. Kaupfélagsins beisluð bandi af bröskurum, sem alþjóð flá. Fagurt galar hún Framsókn þá. Nú er hinn forni frelsis andi flúinn úr hverjum lundi. Listamaðurinn lengi sér þar undi. Lúta í sorpið lög og réttur, lyftast hærra svik og prettur. Á lýðræðinu er margur mettur, sem mest eí skjólið fyrir þá, sem stjórnartaumunum taka á. Efní blaðsíns: Framsóknar stemma — Jeremíasarbréf — Haraldur háskólagengni — Hermann í Orfirisey og Vilhjálmur Stefánsson I Norð- urhöfum — Flótti Emils Jónssonar og Jónasar Guðmundssonar til Reykjavíkur — Meðgöngutími kvenna og fleira. — Andstæðing, sem er illa settur enginn vægja mundi. Listamaðurinn lengi sér þar undi. Bóndans eykst með býsnum raunin bændastjórnin hirðir launin. Hennar yndi: að krukka í kaunin og koma öllu hausinn á. Fagurt galar hún Framsókn þá. Af henni finna allir dauninn úldnum líkast hundi. Listamaðurinn lengi sér þar undi. Alt til bóta er gleymt og grafið grundvallað og hatri vafið. Ef starf til bjargar best er hafið bráðabirgðalögin flá, flestum sýnir hún Framsókn þá. Að gefa Bretum Hólmann - Hafið hiklaust stjórnin mundi ætti hún von á einu sterlingspundi. Flest er nöprum falið vanda framtíð landsins hörmung blanda snápar, sem á sama standa sundrung eða framför há. Fagurt galar hún Framsókn þá. Á að láta greppa granda gömlum þjóðarlundi? Listamaðurinn lengi sér þar undi. P. Q.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.