Stormur


Stormur - 26.09.1936, Blaðsíða 2

Stormur - 26.09.1936, Blaðsíða 2
2 STORMUR J eremíasarbréf. Reykjavík, 25. sept. 1986. Gamli kunningi! Það, ‘fe'em vekur nú einna mest umtal hér í Reykja- -vík er það, að einn ráðherranna, sem hefir gagnfrtcða- mentun og hana heldur lélega, því að maðurinn var hysk- inn við námið eins og hann hefir verið við öll störf um •dagana, fékk þá flugu í höfuðið nýlega, að hann væri 3,akademiskur“ borgari. Þá afsökun hefir ráðherrann, að hann var staddur irinan um fjölda af háskólagengnum mönnum, og var einnig í húsi því, sem háskólinn hefir bækistöð sína. — Það varð hlutverk háskólaprófessorsins, sem meðal annars hefir á hendi rannsóknir á lungna- <irepi og búfjársjúkdómum, að reyna að koma ráðherr- anum í skilning um að enginn væri háskólagenginn, þótt hann væri innan um háskólagengna menn, en svo var heiladrepið magnað í ráðherraskjátunni, að prófessornum tókst það ekki, og þegar setningu háskólans var lokið, stóð gagiifræðingurinn upp og bauð Vilhjálm Stefánsson velkominn í nafni Háskólans. — Er þessi ráðherra lík- lega mesti Eskimóinn, sem Vilhjálmur Stefánsson hefir að þessu komist í kynni við. — Þess má geta um ráðherra þennan, að hann var eitt sinn í vegavinnu, þótti hann einhver lélegasti vegavinnumaðurinn, og svo var leti hans mögnuð og sómatilfinningin rír, að hann nenti ekki að afla sér matfanga eins og félagar hans, og lifði því mest á því, sem félagar hans gáfu honum. Sjálfsagt mun maðurinn upp frá þessu standa í þeh’ri meiningu, að hann sé háskólagenginn, en vera má þó, að Hermann geti komið honum í skilning um það — með því að miða á hann rifflinum sínum — að á milli þeirra sé menningarlegt djúp staðfest. Tveimur dögum áður en þessi „ummyndun" Haraldar Guðmundssonar átti sér stað, flutti blað hans, Alþýðu- blaðið, svohljóðandi frétt: „Á Eyrarbakka var veðrið eitt hið versta, sem komið hefir í mörg ár. Sjórinn braut sjóvamar- garðinn og var brimið ægilegt. Engar skemdir urðu á húsum eða mannvirkjum". (Auðk. hér). Má af þessu sjá, að málgagnið er fyllilega samboðið gáfnafari og mentun hins „akademiska“ ráðherra. Daginn eftir (18. sept.) að Alþýðublað Haraldar háskólagengna kom með þær nýstárlegu upplýsingar, að sjóvarnargarðar teldust ekki til mannvirkja, komst Nýja dagblaðið, blað dómsmálaráðherra íslenska ríkisins og forsætisráðherra, hins spakvitra Hermanns Jónassonar, svo að orði í eftirmælum sínum um dr. Charcot: „Með dr. Charcot er í val hniginn hinn síðasti af hinum miklu víkingum heim.skautalandanna. . . . “ Svona fagnaði nú blað forsætisráðherrans dr. Vil- hjálmi Stefánssyni. Hann var að þess áliti ekki einn af „hinum miklu víkingum heimskautalandanna“, enda er þess ekki að vænta, að blað Hermanns Jónassonar finnist til um alt, enda öllum sjáanlegt að minni skotfimi þarf til þess að hæfa sel, rostung eða hvítabjörn, heldur en æðarkollu, og aldrei hefir Vilhjálmur Stefánsson heldur leikið það að ganga yfir grandagarðinn í norðaustan stórviðri, en það gerði Hermann, þegar mennirnir rákust á hann með riffilinn sinn úti í örfirseynni og sáu blóð- uga bráðina fljóta að landi, sem veiðimaðurinn í fífl- dirfsku sinni hafði að velli lagt. Þriggja manna nefnd hefir Haraldur háskólagengni nýlega skipað til þess að athuga verðlag á olíu, kolum og salti. Mun þetta meðfram gei*t vegna áskorana frá Fiskiþinginu, sem haldið var í febrúarmánuði síðastliðn- um, eða fyrir sjö mánuðum síðan. Alþýðublaðið hreykir sér og ráðherranum mjög upp út af þessari röggsemi ráðherrans og umhyggjusemi hans fyrir hag sjómannanna. Já, fyr má nú vera umhyggju- semin. Sjö mánuður liðnir siðan áskorun um þetta koni fram og aðal veiðitími bátanna liðinn hjá! Ætli það hafi ekki heldur verið hagsmunir Héðins Valdimarssonar, um- boðsmanns og lepps hins útlenda olíufélags, sem Har- aldur bar fyrir brjósti þessa sjö mánuði, en hagsmunir fátækra sjómanna? Og skyldi svo hafa verið þörf á því, að skipa þriggja manna nefnd til þess að athuga jafneinfaldan hlut og það, hvort verðlag á þessum þrem vörutegundum er sambæri- legt við verðlag nágrannalandanna? Ætli atvinnumála- ráðuneytið hefði verið of gott til þess að gera þetta? Eða ef það var ekki fært til þess, að láta þá Fiskifélag íslands athuga það. En það er þetta hundafár, sem sósíalistarnir hér og framsóknarmennirnir þjást af, að skipa nefndir í alla skapaða hluti, sem auðvitað er meðfram gert til þess að stinga bita upp í flokksmennina, og oft líka einnig til þess að tefja framkvæmd málanna til hagsmuna fyrir stórhveli flokkanna. Fyrir nokkru síðan var bent á það hér í blaðinu, að alls staðar þar, sem jafnaðarmenn færu með stjórn í kaup stöðum landsins fækkar mannfólkinu, en fjölgar þar sem sjálfstæðismenn hafa völdin. Nú stendur fyrir dyrum enn þá meiri fækkun í tveim- ur þessara kaupstaða jafnaðarmanna. Emil Jónsson er í þann veginn að yfirgefa sinn heittelskaða Hafnarfjörð, þar sem hann er borinn og barn fæddur og hefir fengið sinn mikla þroska, og flytjast til Reykjavíkur, þar sem óstjórn Sjálfstæðismanna ríkir. —- Emil lætur eftir sig gott eftirmæli þar syðra. Bærinn er í algerðu kaldakoli, atvinnuleysi og fast að því hungur sverfur að fjölda bæjarbúa, og allar eignir bæjarins eru veðsettar. Væri vel til fallið, að atvinnulausir og svangir Hafnfirðingar leystu Emil út með 2000 króna gjöí, í gul- um seðlum — gjaldeyri þeim, sem Emil hefir fundið upp handa þeim fátæku í Hafnarfirði. Jónas Guðmundsson, bjargvættur fátæklinganna » Norðfirði, er nú að yfirgefa skjólstæðinga sína, og ætlar til Reykjavíkur, eins og Emil. Ástandið á Norðfirði er svipað eins og í Hafnarfirði. — Atvinnuleysi og stór- skuldir. — Jónas Guðmundsson er orðinn stórefnaðui' maður, eins og Emil og hefir 12—15 þúsund króna laun- Ekki hefir heyrst, hvaða starf Jónas á að fá hér, ef td vill setur Haraldur hann að Háskólanum, eða gerir hauu að tryggingarlækni fyrir landið alt. Nú gengur „þjófurinn úr heiðskíru lofti“ fyrir fraiu- an gluggann hjá mér og ætlar að fara borða ketið, sem hann hefir keypt fyrir verðjöfnunargjaldið, sem þú hefh' orðið að borga. Vertu blessaður, Þinn einlægur Jeremías. Endurnýjun tíl 8. flokks er hafin. HAPPDRÆTTH)

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.