Stormur


Stormur - 26.09.1936, Blaðsíða 4

Stormur - 26.09.1936, Blaðsíða 4
STORMUR •;-4 Frjáli verslun! Frjáls þjéð! 1. Rit Björns Kristjánssonar: YERSLUNARÓLAGIÐ. Hér drepur höfundurinn á ákaflega mikilsvert atriði, óvissuna um vei'ðið á afurðunum, sem hefir átt hvað mest- an þátt í því, að safna skuldum, bæði hjá kaupfélögun- um við Sambandið og einstökum kaupfélagsmönnum við kaupfélag sitt. Hafa bændur þráfaldlega steypt sér í stórskuldir við kaupfélögin vegna þess, að þeir bjuggust við hærra afurðaverði en raun varð á, og stofnað því til ýmissa framkvæmda og eyðslu, sem þeir annars hefðu stilt sig um. Enn þá meiri bölvun fyrir efnalegt sjálfstæði bænd- anna, hefir af þessu hlotist vegna þess gáleysis, eða á- setnings, sem margir kuapfélagsstjóranna hafa gert sig seka um: að gefa bændum von um hærra verð en líkindi voru til að þeir gætu fengið, til þess að ná með því af- urðunum frá kaupmönnum, sem vildu kaupa fyrir á- kveðið verð, sem var eitthvað lægra en hið áætlaða verð kaupfélagsins, sem svo síðar reyndist oft og einatt miklu lægra en verð kaupmannsins. En hér hafa kaupfélagsstjórarnir auðvitað farið eftir skipun frá æðri stöðum— frá mönnum, sem höfðu gert það að takmarki sínu að útrýma kaupmannastéttinni og jafnvel vildu gera alla bændur fjárhagslega ósjálfstæða og ánauðuga, svo að hægt væri að hafa þá að vild sinni. Hina miklu hættu, sem stafaði af þessu áætlunar- verði og óvissu og seinu reikningsskilum sáu forsvars- menn kaupfélaganna nokkru eftir aldamótin. I 1. árg, Tímarits kaupfélaganna 1907, bls. 65—66, er komist svo að orð,i: ,,Ekkert er nauðsynlegra fyrir efnalegt sjálf- stæði manna, en að hafa sem glöggast yfirlit yfir tekjur sínar og útgjöld árlega“. 1 10. árg. sama rits, 1916, bls. 55, er komist svo að orði í 13. gr. reglugerðar kaupfélags Norður-Þingeyinga: „Kaupfélag Þingeying tekur að sér að koma í verð þeim innlendum vörum, sem félagsmenn eða aðrir skiftavinir þess vilja. Skulu vörur þessar teknar með ákvæðisverði, sem sé sem næst verði kaupmanna, en þó ekki hærra en svo, að líkindi séu til, að hagnaður verði á sölunni (letui'breyting hér). Það er þegar andi Hriflu-Jónasar fer að svífa yfir kaupfélagavötnunum, sem þessi gullvæga regla er brotin. Þá er það græðgin að ná öllum viðskiftunum sem setur svip sinn á alla kaupfélagsverslunina og steypir fjölda þeirra í glötunina, og þar á meðal Kaupfélagi Suður- Þingeyinga — móðurfélaginu — sem nú er komið í óbotn- andi skuldir. [Rétt þykir hér að birta kostnað yfir rekstur Sam- vinnuskólans, sem Sambandið kostar til framfærslu Iíriflu-Jónasi og útbreiðslu sósíalismans. Er reksturs- kostnaður þessi birtur eftir óyggjandi heimildum á bls. 40—41 í Svari B. Kr. til Tímaritsins. Skólaárið 1918—’19 nam allur skólareksturskostn- aðurinn kr. 6204,78 og voru kenslulaun af þessari upp- hæð kr. 4976.00. En næsta ár á eftir 1919—1920, er skólakostnaðurinn orðinn kr. 33818.00 eða hefir rúm- lega fimmfaldast. Næsta ár 1920—1921 er hann kr. 33.313.441). Þetta skólaár voru nemendur skólans 27 og hefir þá kostnaðurinn á hvern nemanda oröið kr. 1233.81- Björn Kristjánsson ber nú þenna kostnað saman við kostnaðinn af rekstri Verslunarskólans þetta sarha ár. Allur reksturskostnaður var kr. 20.64431, þar af kenslu- laun kr. 13.438.01. Mismunurinn er um 13 þús. kr., sem Samvinnuskólinn er dýrari. En það sem er þó eftirtekt- arverðast í þessum samanburði er það, að þegar nemend- ur Samvinnuskólans voru 27 voru nemendur Verslunai'- skólans 79 og varð kostnaðurinn á hvern nemanda Versl- unarskólans kr. 261.32, þegar hann varð kr. 1233.81 á Samvinnuskólanemandann. — Þeir eru dýrir bændunum Samvinnuskólanemendurnir og skólastjórinn frá Hriflu, og þó er þetta ef til vill minstu útgjöldin, sem bændurn- ir hafa haft af þeim og munu hafa á meðan þeir halda lífinu í þessu pólitíska yrðlingagreni. Þess má geta til að fyrirbyggja misskilning, að skólatíminn mun vera jafnlangur í báðum skólunum, og tímakaup lausra kennara eða stundakennara mun líka hið sama, eða á a. m. k. að vera hið sama. Báðir þessir skólar njóta nú, 1936, sama styrks úr ríkissjóði, 5000 kr. og hafa ávalt notið sama styrks, enda þótt nemendafjöld- inn í Verslunarskólanum hafi verið margfaldur á við hinn. Hriflu-Jónas og Austurvöllur. Menn muna líklega þeir, sem lesið hafa, neðanmáls- greinar er komu í vor er leið, í Tímadindli (Nýja dag- blaðinu), eftir HriflunJónas, en um höfuðstaðinn: „Er Reykjavík fallegur bær“, minnir mig að þessi ritsmíð heiti. — Þar stóð á borð við margt annað álíka smekk- legt tillaga um að gera Austurvöll að bílstöð, er ekki þýðir annað, en gera hann að flagi. — Ekki hefi eg séð á þessa tillögu minst hér í blöðum höfuðstaðarins, og sannast þar eins og ærið oft endranær, að blaðamennirnir hér „skilja ekki fyr, en skellur í tönnunum“, og enn virð- ast þeir ekki skilja, þó nú sé aukið við tillögu Jónasar áskorun lögreglustjórans til bæjarstjórnar Reykjavíkur um að láta rífa niður girðingarnar um Austurvöll, vegna- ýmsar aðrar hættur hér, og sem auðgert er að bæta úr hættu, sem af henni stafi, en sem er sama og engi á við með sárlitlum kostnaði. Þessi áskorun er vafalaust ræpa úr réfsibelg Jónasaiv sem honum hefir þó þótt varlegast að hleypa á lýðinn, þegar hann var sjálfur langt frá vettvangi — í útlðndum. Má með vissu segja að Jónas er ekki gengilaus, er hann hefir svo trúa þjóna að þeir ganga álfrek fyrir hann. En hvað segir bæjarstjórnin um þetta? Og hvað segja Reykvíkingar, innfæddir og aðfluttir? — Eg spái engu, en bíð átekta. Ritað 23. sept. 1936. Egill. Tómar flösktír og soyjtígíös eru keyptar í búðinni á Ægísgöttt 4. Sími 4551- 0 Þar af kenslulaun kr. 17.890.00. ís&foldarprentsmiðja h.f.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.