Stormur


Stormur - 30.10.1936, Page 1

Stormur - 30.10.1936, Page 1
STORMU R Er liaraldur orðinn hcimskari cn Elermann? Rangslcitni Kjöt- vcrðlagsncfndar. Meinscmdir nntímamcnningarinnar. Bréf Ingimars Ingimarssonar. Sárt crtu lcikinn .. Rvcðja frá Jónasi Jónssyni o.fl. Bréf úr sveit. R.stöðum, 20. okt. ’36. Stormur sæll! Mestu haustannirnar eru nú úti, svo að mér datt í hug að senda þér fáeinar línur, eins og í þakkarskyni fyr- ir Jeremíasarbréfin þín, sem eg les oftast með óblandinni ánægju. Fátt er nú að frétta frá okkur sveitakörlunum. Lífið hjá okkur er altaf fremur tilbreytingarlítið. Það, sem helst þykir tíðindum sæta er, ef einhver trúlofar sig eða barn fæðist, einkum ef óvíst er um föðurinn. En hvort- tveggja þetta er orðið fremur sjaldgæft. Ungu stúlkurn- ar fara í kaupstaðinn, einkum suður til þín, og trúlofa sig þar, og eiga börnin þar, ef þau annars nokkurntíma koma, þótt til þeirra hafi verið stofnað á gamlan og góð- an hátt. Heyskapurinn hjá mér gekk vel í sumar. Eg hafði kaupakonu úr Reykjavík, mestu fyrirmyndar stúlku, og einhverja þá allra duglegustu, sem eg hefi haft síðan að eg byrjaði mitt búskaparhokur. Það jók líka á ánægj- una með hana*, að hún var í ófríðara lagi svo að konan mín hafði á henni hið mesta dálæti, og eg held að hjóna- bandið okkar hafi aldrei verið eins ánægjulegt og inni- legt eins og það var í sumar. — Það er áreiðanlega fátt eins mikilsvert í hjónabandinu eins og það að hafa ófrið- ar kaupa- og vinnukonur — um þær síðari er nú raunar naumast að ræða nú á tímum. En þótt þessi kaupakona mín hafi ekki beinlínis glatt auga mitt, hefir hún veitt mér marga ánægjustund, þegar við vorum tvö ein að dunda við heyskapinn suður í hólunum, sem þú eða sá, sem að þér stendur, mun ei.tt- hvað kannast við frá gömlum tímum. — Það, sem veitti mér þessar ánægjustundir var fróðleikur kaupakonunnar minnar um lífið í Reykjavík og ýmsa merkismenn þar, sem eg þekki af orðspori. Eg ætla nú að lofa þér að heyra dálítið af því, sem hún sagði mér, svo að þú getir dæmt um sannleiksgildi, frásagnar hennar og dómgreind út frá þínum bæjardyr- um. — Ef til vill lofar þú mér svo seinna í' einhverju Jere- Uiíasarbréfinu að heyra, hvað ykkur ber á milli, ef það verður þá nokkuð. Hún segist halda, að Gunnar frá Selalæk sé stærsti uiaðurinn í Reykjavík, og hann bjóði af sér einstaklega Sóðan þokka. Hún sagðist ekki vita við hvað hann feng- ist, en hann hlyti að hafa mjög mikið að gera, því að hann færi svo snemma á fætur, og svo væri hann líka altaf svo þungt hugsandi. Eg spurði hana, hvort hún væri „skotin“ í honum. Hún roðnaði og leit undan, og það var í það eina sinni, sem eg sá hana gera þetta hvorutveggja, því að annars leit hún beint framan í mann og roðnaði aldrei, enda hafði hún ekkert að roðna fyrir á mínu heimili. Hún sagði, að Stefán Jóhann talaði allra manna best í Reykjavík og elskaði alla þá sem bágt ættu. Hann væri bláfátækur og hefði til skamms tíma ekki getað borgað útsvarið sitt, vegna þess hvað hann gæfi mikið fátækum. Einhvernveginn hefði hann samt getað komið sér upp húsi, en líklegast væri það alt í skuld—í Útvegsbankanum —hélt hún. Einu sinni sagðist hún hafa verið að hugsa up að ráða sig hjá honum fyrir formiðdagsstúlku, en hætt við það af því, að hún hefði þurft á peningum að halda fyrir aðstoð, sem ljósmóðir hefði veitt sér. Annars sagði hún, að Héðinn og margir aðrir af fínu mönnunum í Alþýðuflokknum væri mjög ríkir, af því að þeir tækju há laun hjá öðrum og ríkissjóðnum og pössuðu sig með að láta ekki peningana sína í útgerð eða annað, sem þeir gætu tapað á. Hún sagði, að Sigurjón Á. Ólafsson gæti ekki bein- línis talist fríður maður, en væri ákaflega alþýðlegur í viðmóti, og hefði oftar en einu sinni talað við sig eins og jafningja sinn. Líklega væri hann gáfaður af því að hann væri þingmaður, en annars væri hann ekkert sér- staklega gáfulegur í útliti, en það hefði, frændi sinn heldur ekki verið, sem hefði þó ort þessa vísu: Ekki fæ eg ennþá mey, hvernig stendur á því? Afi minn var prestssonur, og sjálfur verð eg þingmaður. Þessi frændi hennar dó sama árið sem Sigurjón komst á þing, og Sigurjón fylgdi, honum til grafar af því, að frændi hennar var sjómaður. Hún sagðist hafa séð Sigurð Einarsson og hafa hald- ið, að hann væri dálítið upp með sér, en einu sinni hefði hún séð Helga Hjörvar með honum, og þá hefði hún séð að henni hefði skjátlast. Eitt sinn sagðist hún hafa séð þá ganga með Gunnari frá Selalæk og hefði Helgi borið við mjaðmarhnútuna á Gunnari, en Sigurður við, þar sem hún bjóst við, að naflinn væri á Gunnari. Einu sinni sagðist hún hafa mætt húsbónda þeirra, skáldinu Jónasi Þorbergssyni. Það hefði verið suður hjá kirkjugarði um kvöld, seint í ágústmánuði. Hann hefði litið angurblítt og dreymandi til sín, en svo hefði komið ákaflega fínn maður, sem hún hélt að hefði verið Ás- mundur skáld frá Skúfsstöðum, og svo hefðu þeir farið báðir inn í kirkjugarðinn. — Hún sagðist halda af augna- ráðinu, að Jónas Þorbergsson væri ákaflega góður mað- ur og útlitið og svipurinn væri líka svo göfugmannlegt. Þó sagðist hún hafa séð annan mann, sem væri enn

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.