Stormur


Stormur - 30.10.1936, Blaðsíða 3

Stormur - 30.10.1936, Blaðsíða 3
STORMUR S Rangsleitni Kjötverðlagsnefndar Þeir Garðar Gíslason stórkaupmaður og dr. Oddur Guðjónsson hafa báðir ri,tað í Morgunblaðið mjög eftir- tektarverðar .greinar um starfsemi kjötverðlagsnefndar- innar, sem „þjófurinn úr heiðskýru lofti“, er formaður fyrir. Er sýnt með greinum beggja þessara manna, að kaupmenn eru ekki einungis beittir hinni mestu rang- sleitni af nefndinni, heldur er og bændum unnið stórtjón "Vegna hlutdrægni nefndarinnar, sem verður því valdadi, að mjög dregur úr sölu ketsins á innlendum markaði, sem er langsamlega besti markaðurinn. I blaðinu „íslendingur" á Akureyri birtist nú enn fyrir skömmu grein, sem sýnir mjög vel ójöfnuð þann, sem kaupmenn verða að þola í þessum efnum, og þykir annars svo: Kaupmaður hér í bænum (þ. e. Akureyri), rétt að greina hér frá aðalefni hennar. Þar segir meðal sem haft hefir með höndum sölu kjöts um fjölda ára, og er afarvel látinn af viðskiftavinum sínum, hefir nú orðið að sæta þeim afarkostum, að mega ekki selja nema 25% af kjöti því, sem honum er leyft að taka við, inni í landinu, en 75% verður hann að selja til útlanda, en þar er markaður miklum mun verri, og S. í. S. látið sitja að þeim besta, sem þar er völ á. Af þessum 25% dragast síðan 4500 kg., sem kaupmaðurinn verður fyrst að salta til útflutnings, áður en hann fær að selja í bæinn, og segir kjötverðlagsnefnd, að þetta sé gert að skilyrði xegna þess, að kaupmaðurinn hafi í fyrra selt meira inn í land- inu en hann mátti,. Auðvitað hefir nefndin enga laga- heimild til að beita slíkri „hegningu ‘, eins og hún nefnir þetta. I lögunum er sektarákvæði og þau ber að nota, ef brotið er út af settum lögum. — Síðan sækir þessi um- ræddi kaupmaður um útflutningsleyfi, en þá neitar nefndin honum. Slíkar eru aðferðirnar. Síðan gaf þó nefndin þá skýringu, að neitunin væri aðeins til frestunar. Aðrir eiga sem sé að komast að á undan. Verð mun vera, tiltölulega gott á þeim markaði, og á S. í. S. að fá að sitja að honum á meðan verðið helst. Danskur markaður er aftur á móti úrgangsmarkaður, og neitun á útflutningi, til Noregs, jafnhliða gífurlegri takmörkun á innanlandssölu, er því hér um bil það sama og að eyðileggja verslun þessa kaupmanns. Annar kaupmaður er hér í bæ, sem verslar með matvöru til bæjarmanna og hefir einnig haft með hönd- um allmikla kjötsölu. Hann fær heldur ekki að selja oema 25% í bæinn — hitt verður hann að flytja út. En þar sem þessi kaupmaður hefir lítil verslunarviðskifti við bændur, svo að vöruúttekt kemur ekki til greina, þá eru slík skilyrði alveg það sama og að neita versluninni al- -gerlega um slátrun. Slíkum aðgerðum sem þessum fylgja bréf frá kjöt- verðlagsnefnd, sem eru stíluð eins og þau ættu að fara tfl glæpamanna. Svo ókurteis er tónninn og belgingsleg- Ur- Það minsta, sem hægt væri þó að krefjast af þessum bjónum stjórnarinnar, er, að þeir geti skrifað almenn verslunarbréf eins og siðaðir menn. Engu hefir kjötverðlagsnefndin eða formaður henn- ai’ svarað þessum ásökunum og en^u hefir nefndin heldur svarað grein dr. Odds Guðjónssonar. — Hinsvegar hefir smbögusmiðurinn, formaður nefndarinnar „svarað' grein Garðars Gíslasoar, ef svar skyldi kalla, því að þar eru eugin rök og ekkert annað en illyrði um þenna stórmerka ^^upsýslumann, sem bændur landsins eiga mjög mikið að bakka, fyrir atorku hans í öflun nýrra markaða á afurð- Urn Þeirra og hugvitssemi um nýja framleiðsluháttu og verkunaraðferðir. Svipar skrifum þessa biltingasnáða Framsóknar- flokksins mjög tii skrifa Tímans um Garðar Gíslason hér á árunum. Svaraði Garðar þeim meðal annars með því að fá ritstjóra Tímans dæmdan í 5000 króna skaða- bætur í Hæstarétti fyrir róg og atvinnuspjöll og mun sú upphæð, eins og margar fleiri, hafa lent á Sambandinu, og það síðan jafnað henni niður á bændur landsins, eins og það jafnar nú niður kostnaðinum af saurblaðaútgáfu sinni. Varð þeim Tímagreyjunum svo bilt af þessu, að rógurinn um Garðar þagnaði og hefir hann verið að mestu óáreittur síðan. — Sennilega metur Garðar Pál þennan ekki svo mikils. að hann nenni að beita við hann sömu aðferðinni og hann hafði við þáverandi rit- stjóra Tímans, enda hreinn óþarfi að taka manninn al- varlega, því að bændur eru löngu hættir að taka mark á honum. Menníng nátimans og meín hennar. Svo nefnist grein, sem birtist í síðasta Eimreiðar- hefti, og er ritstjóri tímaritsins, sem skrifar hana, en hún er að mestu leyti útdráttur úr bók, sem heitir „Man the unknown" eftir hinn heimsfræga lækni og lífeðlisfræðing dr. Alexis Carrel, sem hlaut Nbbels verðlaunin 1912., Dr. Carrel fer mjög hörðum orðum um siðmenningu nútímans, og segir meðal annars svo um hana: Siðgæðið er ekki lengur til í félagslífi voru. Það hefir verið upprætt. Ábyrgðartijfinningin er svæfð. Þeir, sem gera greinarmun góðs og ills, þeir, sem eru starfsamir og forsjálir, eru taldir flón. Ef þeir spara sér fé til uppeldis börnum sínum eða til styrktar sjálfum sér og heimili síu í ellinni, er því stolið af ósvífnum fjáraflamönnum eða tekið með valdi af stjórninni og gefið þeim, sem aldrei hafa aflað neins (auðk. hér), vegna eigin fyrirhyggju- leysis, eða lent í kröggum vegna skammsýni annara, svo sem hagfræðinga hins opinbera, iðjuhölda eða banka- manna. Sú kona, sem alið hefir börn og fórnað sér fyrir þau og uppeldi þeirra, í stað þess að hugsa um sjálfa sig og sína eigin framtíð, er minna metin í félags- og sam- kvæmislífinu, en hofróðan, sem hugsar mest um sjálfa sig og útlit sitt. Siðferði í kynferðismálum er alls ekki talið tiJ dygða. Kynvilla breiðist óðfluga út. Leiðbeinend- ur í ástamálum eru að verða fjölmenn stétt og ekki sú tekjuminsta. Menn eru metnir eftir auðæfum þeirra en ekki dygðum. Ef maður er nógu ríkur, getur hannn leyft sér alt. Trúarbrögðin eru hártoguð, öllu dulrænu svift burtu úr trúnni. í hálftómum kirkjunum prédika prest- arnir hálfvolga siðfræði. Þeir láta sér flestir nægja hlut- verk stjórnmálamannanna: að skríða og smjaðra fyrir múgnum. — Etnstaklingurinn stendur uppi, varnarlaus gagnvart allri þessari andlegu eitrun þjóðlífsins. Hann sogast inn í hringiðu fjöldans. Því þegar maður lifir ipnan um tóma glæpamenn eða heimskingja, þá verður maður annaðhvort glæpamaður eða heimskingi sjálfur. Einangr- un er eina leiðin til bjargar. Dr. Carrel ræðst mjög á samskóla karla og kvenna, og telur það ganga brjálæði næst að ætla konum og körl- um sama uppeldi, eða gera sömu kröfur til mentunar beggja! Hann segir, ,að mismunurinn milli kynjanna sé miklu djúptækari og leyndardómsfyllri, en ytri líkamsein-

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.