Stormur


Stormur - 06.11.1936, Blaðsíða 1

Stormur - 06.11.1936, Blaðsíða 1
STORMU R XII. árg. | Réykjavík, 6. nóvember 1936. | 31. tbl. Tíma-kálfurinn þrevetur. r Oslitin hörmunga sag’a. Nýja dagblaðið skýrir frá því 28. október, að það hafi komið í þennan heim fyrir þrém árum. I tilefni af afmælinu rekur blaðið tilorðningu sína °g sögu, og er það ein samfeld og óslitin þjáninga- og ^Örmunga-saga, og mun tæpast fara hjá því, að mörg- manninum, sem les hana, muni renna hún til rifja. Fyrst skýrir það frá því, að ýmsir af feðrum blaðs- ,lls hafi gengið frá faðerni þess, þegar það fæddist, og afi því framfærsla króans lent á fáum mönnum, sem ítið höfðu aflögu. En ekki var nóg með það, að þessir óræktarsömu ^honn sværu fyrir faðernið, heldur gerðu þeir og ítrek- ai' tilraunir til þess að ná lífi vesalingsins, og við þessar onðtilraunir bættist það, að bæjarstjórn Reykjavíkur ^ eitaði algerlega að leggja hvítvoðungnum til mjólk og Sl- Afleiðing þessa varð að vonum sú, þar sem móðirin ^aio dauðveik skömmu eftir fæðinguna, og geltist nær 1 upp, að beinkröm og bjúgur kom í vesalinginn, og * lr hann þjáðst af þessum kvillum síðan ásamt þrálátri seigdrepandi innanveiki, vegna óholls og skemds ^ataræðis. Eyrsti guðfaðir beinkramaraumingjans varð Þoi’kell Jóhannesson undan Fjalli. Hlaut vesalingurinn þá nafn- ið: „Kosningablað Tfmamanna", því að svo mikil var þá vesöld þess og innantökurnar svo sárar, að allir bjugg- ust við, að það myndi hrökkva upp af þá og þegar. Þorkell var samviskusamur maður og vandaður og reyndi að hjúkra vesalingnum eins og hann gat. Sneið hann af geirvörtur sínar og lét vesalinginn drekka vökva þann er út kom, en allt kom fyrir ekki, magaverkirnir urðu æ sárari og hryglan fór vaxandi. Fór þá eins og oft vill verða, að læknunum er um kent ef sjúklingnum versnar, þótt veikin sé ólæknandi, og var dr. Þorkéli kent um, að hann gæfi aumingjanum skökk meðul og heilsuspillandi, og var hann rekinn frá sjúkrabeði þess með vansæmd. Þá var Hrossakets-Gísli — þingeyskur maður — ráð- inn sem húslæknir. Hann gaf aumingjanum seiði af úldnu hrossaketi, en þá byrjuðu uppsölur svo háskalegar, að enginn ætlaði vesalingnum líf, og var séra Sveinbjörn sóttur ti,l þess að leiðbeina aumingjanum yfir landamær- in. — Séra Sveinbjörn bað fyrir aumingjanum og fyrir til- styrk trúar hans hrestist auminginn dálítið í bili. Varð það nú að ráði að reka hrossaketsdoktorinn þingeyska frá sænginni,, og var nú leiddur að henni maðuf nokkur úr Vestmannaeyjum, Hallgrímur Jónasson af nafni, skygn og gæddur margskonar dulargáfum.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.