Stormur


Stormur - 26.11.1936, Page 1

Stormur - 26.11.1936, Page 1
STORMUR XII. árg. Reykjavík, 26. nóvember 1936. 33 .tbl. r Oi áðvendnin í algleymingi. Jónas Guðmundsson alþin^ismaður tekur 2000 kr. fyrir 30 stunda vinnu eða 70 kr. um tímann. i. Fyrir alllöngu síðan var birt grein eftir merkan mann í Stormi, þar sem það var borið á Ilarald Guðmundsson atvinnu- málaráðherra, að hann liefði í einn mánuð ef ekki tvo, hafið bankastjóralaun sín við útibúið á Seyðisfirði eftir að liann var orðinn ráðherra og tók full ráðherralaun. Var skorað á Harald Guðmundsson og stjórn Útvegsbank- ans að segja til um, livort þetta væri rétt hermt, en hvorki stjórnin eða Haraldur hafa enn svarað og var þó þessi áskorun ondurtekin í blaðinu. Með þögninni liefir því atvinnumálaráðherrann játað þessa sök á sig. — Sök, sem mundi vera nægileg í liverju siðmentuðu lýðræðislandi til þess að ráðherrann segði af sér ekki aðeins ráð- herradómi, heldur og þingmensku, og mundi aldrei aftur voga sér að stíga fæti sínum inn í þingsal þjóðarinnar. En opinbera siðferðið á íslandi er ekki á háu stigi. — At- vinnumálaráðherrann situr kyr í embætti sínu, þótt á hann sé borið, að hann liafi stolið þúsundum úr sjálfs síns hendi, og Hermann Jónasson tók við forsætis- og dómsmálatigninni á með- an að hann lá undir ákæru fyrir lögreglubrot og var þá sjálfur lögreglustjóri. II. „Hver dregur dám af sínum sesunaut“, segir gamalt mál- taaki ,og það sem höfðingjarnir liafast að, liinir ætla að sér leyfist það. — Maður lieitir Jónas Guðmundsson. Ilann hefir verið kennari unglinga á Norðfirði og jafnvel stkólastjóri. Ilann er líka þingmaður og eldheitur talsmaður fátæklinganna og lief- lr ásamt öðrum ráðandi mönnum í jafnaðarflokknum lýst því yfir að liann „vilji jafna kjörin“, eins og þeir orða það, eða ^oeð öðrum orðum draga af launum þeirra, sem tekjuhæstir eru, en bætá við þá lægstlaunuðu. Ilann hefir líka að sjálfsögðu brýnt fyrir liinum ungu nem- endurn sínum að vera ráðvandir og dyggir í þeim störfum, sem lieim eru og kunna að verða falin, og hann liefir ráðist liarð- ^ega á þá menn, sem taka lilut sinn á þurru landi og lifa á Sveita annara. Nú hefir það einhvernveginn atvikast svo, að þessi siðbót- ai'frömuður er orðinn liátekjumaður síðan að hann komst á fribg. — Laun lians með öllum bitlingum meðtöldum munu Haumast undir 12 þúsundum króna. Og nú þykir honum Norð- fjörður vera orðinn of fátæklegur fyrir sig, og kefir þess vegna fiutt sig þaðan, þótt bærinn, sem sagður er heldur illa stæður, fcótt jafnaðarmenn fari þar með stjórn, hafi illa mátt við því a® missa svo sterkan gjaldþegn. — En þótt þessi ráðstöfun sýn- lst fara dálítið í bága við kenningar þessa siðbótarmanns, þá er þó annað í sambandi við hann, sem meiri furðu vekur. Hessi maður var á síðastliðnum vetri slcipaður í stjórn reppulánasjóðs af flokksmÖnnum sínum. Hann mun hafa tekið ■».1ÍC w starfinu 1. maí síðastliðinn og laun hans á mánpði munu Vera ^OO krónur, eða sem næst því, er þeir verka- menn fá nú, sem vinnu hafa alla daga mánaðarins, en það- eru því miður fáir. Flestir lirósa happi ef þeir bera 150—200 kr. úr býtum eftir mánuðinn. — Auðvitað eru þessar 300 kr„ aðeins rúmur fjórði hluti þeirra launa, sem þessi maður tekur við mánaðarlega. En hvernig rækir svo þingmaðurinn og skólastjóri ungling- anna þeniian starfa sinn? Hvað hefir hann unnið margar stundir á mánuði hverjum. að þessu starfi, sem hann fær saína kaup fyrir og verkamaður- inn, sem vinnur 8—10 stundir á degi hverjum, hvernig sem viðrar ? Er hann dyggur þjónn þjóðfélagsins, stofnunarinnar og ríkisins, sem hann á að vinna fyrir og hefir falið lionum þenn- an starfa? Er hann fyrirmynd um það, hvernig starfsmenn þess. o])inbera eiga að rækja skyldur sínar og starf, þegar ríki jafn- aðarmenskunnar er komið á, alt þjóðnýtt, og menn eiga að rækja starf sitt af óeigingjörnum hvötum með hagsmuni heild- arinnar fyrir augum? Þessi maður hefir nú verið í starfi sínu tæpa 7 mánuði eða um 200 daga. Ef reiknað er með 10 stunda vinnutíma verka- mannsins, sem kau's Jónas Guðmundsson á þing, eru það 2000 vinnustundir. Efni: Óráðvendnin í algleymingi. — Jónas Guðmundsson tekur 2000 kr. fyrir 30 stunda starf. — Vill ljúga en kann það ekki. — Kaup- félag S. Þ. — Kynsjúkdómar og fleira. Ef reiknað er með venjulegum starfstíma skrifstofumanna, mun það vera um 1600 stundir. En hvað hefir Jónas Guðmundsson unnið margar stundir ? kreppulánasjóði? Eftir frásögn nákunnugra manna telst svo til, að Jónas l afi þennan 7 mánaða tíma unnið í stofnuninni sem svarar 5 dögum, frá kl. 10 f. h. til 5 eftir hádegi, en í stundatölu gerii*; það, ef 1 tími er reiknaður frá til matar, 30 stundir. Fyrir þessa 30 stunda vinnu hefir hann þegið 2100 — tvö þúsund og eitt liundrað — krónur í laun og það er fullyrt, að liann hafi aldrei gleymt því, að láta hefja þessi laun sín reglulega mánaðarlega, þótt hann sjálfur hafi setið austur á Norðfirði mestallan tímann. Hver er þá munurinn á tímakaupi alþingis- og jafnaðarmannsins Jónasar Guðmundssonar og verkamannsins, sem líka er jafnaðarmaður og kaups Jónas Guð-, mundsson til þess „að jafna lífskjörin?11 Hvað er tímakaup Jónasar Guðmundssonar ? Þa ðer auðvelt að reikna það út. Ekki þarf annað en að deila þessum 30 stundum í kaup hans yfir þessa 7 mánuði eða

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.