Stormur


Stormur - 01.12.1936, Blaðsíða 1

Stormur - 01.12.1936, Blaðsíða 1
STORMUR mkrd i @imm fæiíl PERSÓNUR: Rannsólcnardómari drottins. Tvö himnesk réttarvitni. Sigfús Sigurhjartarson, fyrv. útvarpsform. etc. Tveir sjómenn. Leikurinn gerist í þeim dómsal himna ríkis ,þar sem óráð- vandir blaða- og bitlingasnápar eru yfirbeyrðir og vitni leidd yrn það, er mál þeirra varðar. Stór, ferhyrndur salur. Dómgrindur þvert yfir bann, nokkuð fi'aman. við miðiju. Fyrir framan þœr 3 stólar, einn kjaftastóll °g tveir bægindastólar sitt bvoru megin við hann. Lítið borð fyi'ir framan þá. Á því stendur svartadauðaflaska með vatni í °g éitt þykt vatnsglas, mjög slitið og skörðótt á brúnunum. Innan við dómgrindurnar er stórt ferhyrnt borð með græn- Hm dúk. Á því eru skriffæri og geysistór bunki af Alþýðublað- inu. Fyrir innan borðið er stóll með háu baki og útskornum in'íkum, sitt hvoru megin við liann, eru lægri stólar, útflúrs- lausir. I bríkarstólnum situr maður, festulegur og alvörumikill, ekki ósvipaður Birni lögmanni Þórðarsyni ,en þó jafnvel öllu Sáfulegri. í lága salnum, sitt til hvorrar handar við hann sitja t^eir menn, stillilegir og alvarlegir. Dyrnar að salnum opnast og inn kemur Sigfús Sigurhjart- ai'«on fyrverandi fonnaður útvarpsráðs íslands, meðritstjóri Álþýðublaðsins, eitt sinn stórtemplar og frambjóðandi í Gull- kringu- og Kjósarsýslu. — Ilann er niðurlútur, snoðkliptur og f-ibbalaus. Sitt til hvorrar liandar við hann ganga tveir verkamenn. f*eir bera höfuðið liátt, vel til fara, liárið mikið en fer vel. Þegar þeir koma inn í salinn, bendir maðurinn í bríkar- ^tólnum Sigfúsi að setjast á kollótta stólinn fyrir framan dóm- erindurnar, en verkamönnunum í legustólana, sitt til hvorrar bliðar við hann. Sigfús sest á kjaftastólinn. Hann er óstyrkur í knjáliðun- um. Hann hallar sér aftur á bak og er næstum því dottinn aftur af stólnum, en annar verkamaðurinn reisir hann við í fallinu, krosir dálítið liæðnislega og segir: „Þú ert ekki í útvarpsráðinu núQa, Fúsi minn4 *. Sigfús grípur svartadauðaflöskuna með vatninu í. Honum verður litið á miðann og síðan á þá sem inni eru. Allir horfa ®iður fyrir sig þungt liugsandi og virðast eklci taka eftir neinu. ann grípur flöskuna leifturslcjótt og setur liana á munninn og sl°kar. Annar sessunautur lians lítur upp og segir: uÞér er óliætt að drekka þetta, Fúsi minn.. Það er ekki aimað en vatn með dálitlu af natron í‘ ‘. Sigfús slengir flöskunni á borðið. Ilann er sneypulegur og vonbrigði í augunum. .Nú tekur maðurinn í bríkarstólnum til máls. Röddin er djúp og alvörumikil. Eg er undirdómari drottins almáttugs í þeirri deild lúmna- rílcis, sem óráðvandir blaðamenn og bþtlingasnápar eru leiddir í, til þess að slcýrsla verði þar af þeim telcin og vitni yfirheyrð og bráðabirgða ráðstafanir gerðar um delinlcventana. — Hvað lieitið þér, snoðklipti maður?“ Dómarinn lítur hvast á Sigfús, sem glúpnar undan augna- ráði hans. ' ,,Eg heiti Sigfús Sigurlijartarson“. „Er það rétt, verkamenn?" spyr dómarinn og lítur á menn- ina, sitt til hvorrar handar við Sigfús. „Jú, þetta segir hann satt“, svara þeir báðir einum rómi. ' „Hvað stunduðuð þér á jörðunni?“ „Eg lærði fyrst til prests, því að mig langaði til að flytja fagnaðarerindi frelsara míns fyrir meðbræðrum mínum“. Sigfús réttist upp í sætinu og horfir í fyrsta skifti fram- an í dómarann. „Og urðuð þér svo prestur?“ spyr dómarinn. „Nei“. „Hvers vegna ekki?“ „Af því að eg liélt, að eg' gæti unnið meira til útbreiðslu guðsrílcis með því að gefa mig að öðru starfi“. „Og hvaða starf var það?“ „Þau voru mörg ,herra minn. Eg reyndi að útrýma bölvun vínsins og eg reyndi að gera útvarpið að menningarstarfsemi á ættjörðu minni“. „Og fleiri ?“ „Já, svo var eg' í ýmsum nefndum og liélt fræðandi fyrir- lestra fyrir fáfróðum mönnum“. „Ilafið þér nolckuð verið riðinn við þetta blað hérna?“. Dómarinn telcur eitt blað af Alþýðublaðinu, opnar það og bend- ir á stóra fyrirsögn: Togarar Kveldiilfs og Alliance liggja bundnir við Hafnar- bakkann. — Forstjórar þessara fyrirtœkja vilja auka á atvinnu- leysið og koma fólki á vonarvöl. Sigfús lítur á fyrirsögnina, þegir, liöfuðið hnígur niður. „Hafið þér nolclcuð verið riðinn við þetta blað?“, spyr dóm- arinn aftur með áherslu. Sigfús þegir. „Vitið þér, hvort þessi maður hefir skrifað í þetta blað ?“ spyr dómarinn og vílcur sér að sjómönnunum. „Jú, hann hefir slcrifað milcið í það“. „Fékk hann borgun fyrir það?“

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.