Stormur


Stormur - 21.12.1936, Qupperneq 1

Stormur - 21.12.1936, Qupperneq 1
STORMUR tmsQan mmgnam wqgmisMH J eremíasarbréf. Reykjavík, 19. desember 1936. Gamli kunningi! Þakka þér fyrir bréfið þitt síðasta. Þú segir mér, eins og mér raunar kom ekki á óvart, að framsóknarmenn séu mjög að týna tölunni í sveitinni þinni, og þar sem þú þekkir til í kringum þig. — Það sé komið í þá lungnadrep — einskonar „Deildartungu-veiki“, eins og þú orðar það. Slíkt er síst að undra, eins og sá flokkur hefir hagað sér upp á síðkastið. Hann hefir í öllu verið ánauðugur sósíalistum, gengur undir jarðarmen hjá þeim og verið svínbeygður í hverju máli, sem ágreiningur hefir verið um á meðal þeirra. Mannval flokksins er líka orðið hið fátæklegasta. Um hæfileika Hermanns vita allir. Drottinn var þar naumgjöf- ull. Eysteini reyna þeir að flíka, en það verður erfitt að telja þeim trú um, sem lesið hafa vasabókarslitrið hans, að þar sé mikils að vænta. Að vísu er snáðinn ekki nema þrí- tugur enn þá, og má því vera og er vonandi, að hann eigi eftir að fá enn nokkurn þroska, en um mjög mikla viðbót getur naumast orðið að ræða. En auðséð er, að það er á æsku hans, sem framsóknarmenn ætla að reyna að fleyta sér við næstu kosningar, en ekki á skotfrægð Hermanns. Hriflu-Jónas gerist nú mjög af sér genginn og gamlaður. Birtist hin andlega hrörnun mannsins mjög vel í mynd þeirri, sem er framan á hinum nýju skopsögum Gunnars Sigurðs- sonar frá Selalæk. Er hann þar allur skakkur og skældur og andlitsdrættirnir bera vott um mjög hörmulegt sálar- ástand, enda er séra Bjarni við hlið hans, og er vonandi að honum takist eitthvað að sefa sálarangist gamla mannsins. -— Pólitík Hriflu-Jónasar er nú orðin eintómur afsláttur bæði inn á við og út á við. Hann vill halda stjórnmálasam- bandi við Dani og taka Knút fyrir konung, en inn á við krýpur hann fyrir sósíalistum og vill láta bændur afsala sér sjálfstæði sínu og jörðum. Þormóður Eyjólfsson á Siglu- firði er nú orðinn æðsta fyrirmynd hans, en sigurvonir sín- ar byggir hann á áheitum á Strandarkirkju og fyrirbænum Magnúsar gamla Torfasonar. Ekki er í raun og veru nema eðlilegt að svona hefir farið um þennan mann. — Menn með innræti hans falla oft skyndilega saman og verða að aumingjum fyrir aldur fram. Engan bónda innan þingflokksins eiga framsóknarmenn nú, sem nokkur veigur er í. Allir þekkja staðfestu Jörund- ar, Einars og Bernharðs. Þeir eru eins og reir af vindi skek- inn. Þá er og mönnum líka kunnugt um vitsmuni Hóla-Þor- bergs og Páls Hermannssonar. Laugavatns-Bjarni og „þjóf- nrinn úr heiðskíru lofti“ varpa engum ljóma yfir flokkinn °g þetta gerir hrossakets-Gísli naumast heldur, þótt hann bjóði af sér góðan þokka — lyktin er honum hvimleið. — Yfirskeggið á Ingvari Pálmasyni er að vísu vel hirt, en osennilegt er, að það verði einhlítt við næstu kosningar. Vel má vera, að sósíalista-loddurunum dugi eitthvað svika-loforð sín, þegar næst verður til kosninga gengið. — Það er ávalt nokkur hluti þjóðarinnar, sem er einfaldur og trúgjarn. Það er og líka staðreynd, að þess aumari sem fjárhagur bæjanna verður, þess meira varpa þeir áhyggjum sínum á ríkið. ísafjörður, Hafnarfjörður, Norðfjörður, Seyðisfjörður og Eskifjörður eru nú allir í kaldakoli, en í öllum þessum bæjum eru rauðliðar í meiri hluta. Flýja nú forsprakkarnir sem óðast þessi hreiður sín og setjast að í Reykjavík með há laun og ótal bitlinga. Ekki væri ólíklegt, að þessi flótti úr örbirgðihni í allsnægtirnar hefði einhver áhrif á kjósendurna, en annars virðist svo sem sumir menn séu haldnir af svo mikilli andlegri blindu, að augu þeirra geti aldrei opnast, hversu grátt, sem þeir eru leiknir. Þú spyrð mig að því, hvort sjálfstæðismenn séu altaf sömu góðmennin og þeir hafi verið — „elski óvini sína, blessi þá, sem þeim bölva, og biðji fyrir þeim, sem rógbera þá og ofsækja“. — Eg held það, og sem dæmi um hið kristi- lega hugarfar þeirra skal eg nú segja þér frá meðferð þeirra á Sigfúsi Sigurhjartarsyni. — Þessi maður skrifar 300 níð- og róggreinar um þá á ári, og mundi skrifa 365, ef Alþýðu- blaðið kæmi út á sunnudögum og stórhátíðum. — Þennan mann ráða sjálfstæðismenn fyrir kennara að Gagnfræða- skólanum, sem prófessor Ágúst H. Bjarnason stjórnar, og launa honum vel. — Finst þér kærleikurinn geta komist á öllu hærra stig en þetta, og eru þeir hér ekki í raun og veru komnir fram úr sjálfum frelsaranum? — eða minnist þú þess, að Kristur reyndi til þess að hlaða undir ofsækjendur sína og hræsnara og farisea þjóðar sinnar? Þú biður mig að segja þér eitthvað af nýjustu bókunum; það verður nú heldur lítið, því fyrst og fremst er nú Jere- mías enginn gagnrýnandi og svo hefir hann ekki lesið nema fáar af þeim. Magnús Matthíasson hefir nú ráðist í það stórvirki, að gefa út öll frumort ljóðmæli Matthíasar föður síns, og auk þess allar ljóðaþýðingar hans á einstökum kvæðum og kafla úr stærri verkunum. Þetta er geysimikil bók, um 1000 blað- síður, en sýnist þó ekki mikil fyrirferðar, því að pappírinn er þunnur. Hér verður því ekki sagt, að gerð sé tilraun til þess að svíkja kaupandann og selja honum eintóman papp- írinn eða því sem næst. Er rúmið notað til hins ýtrasta, og verður útgáfan fyrir það ekki eins glæsileg að ytra útliti, en þess vitamín-ríkara er innihaldið. Með þessu eina móti var líka hægt að hafa bókina svo ódýra, að almenningur gæti eignast hana, enda er hún furðulega ódýr. — Flokkun kvæðanna virðist ágæt og er þessi útgáfa miklu handhæg- ari en útgáfa Östlunds, og að öllu leyti mun betur frá henni gengið. — Munu margir verða þakklátir Magnúsi fyrir þessa útgáfu, því að Matthías á ítök í hjörtum allra íslendinga og mun eiga það á meðan íslensk tunga er töluð, því að hann er tungan sjalf. ísafoldarprentsmiðja gefur að vanda út margar góðar bækur. Má t. d. nefna Gott land, sem er með bestu sögum, sem þýddar hafa verið á íslensku, en svo segja sumir hinna skriftlærðu, sem um bókina hafa ritað, að prófarkalestur á henni sé ekki svo vandaður sem skyldi. — Þá mun naumast fara hjá því, að bók Axel Munthe: Frá San Michele til Parísar, hljóti vinsældir. Er Axel Munthe með snjöllustu

x

Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.