Stormur


Stormur - 21.12.1936, Blaðsíða 5

Stormur - 21.12.1936, Blaðsíða 5
STORMUR 5 Jólahátíðin er í nánd. verður þá efst í hugum þeirra, er ætla að kaupa REGLULEGAR JÓLAVÖRUR. gerir viðskiftamenn sína ánægða með: Vönduðum vörum. Góðri afgreiðslu, Hagkvæmu verði á öllum vörum. BRANCO Heilnæmt COCOA Hressandi 0. Johnson & Kaaber. Fóstureyðingar og fósturlát. Fóstureyðingar og fósturlát voru samtals árið 1934: 275, en árið á undán: 336. Um þetta fer landlæknir svofeldum orðum í skýrslunni: „Á árinu sljákkar verulega í þessum aðgerðum, og mega þær nú heita svipaðar og þær voru fyrsta árið, er skýrsl- urnar voru gerðar. Kaþólsku sjúkrahúsin í Reykjavík og Hafnarfirði hafa lagt bann á fóstureyðingaraðgerðir í sín- um húsakynnum, enda hattar þar fyrir. Sjúkrahús Hvíta- bandsins hefir aftur tekið við. Enn sem fyr er fullur grun- ur á, að fleira af þessum aðgerðum séu fóstureyðingar, en því nafni fær að heita. Fjöldi fósturlátanna í Reykjavík og grend er í engu hlutfalli við það, sem eðlilegt má telja, mið- að við það, sem vitað er, að hér átti sér stað fyrir fáum á,r- um og enn á sér stað úti um land, jafnt í kaupstöðum og til sveita. Og eftirtekt vekur það, er á einu sjúkrahúsinu í Reykjavík (Sólheimum) hverfa fóstureyðingar með öllu á einu ári, fósturlátum fækkar úr 33 niður í ein 4, en curatt- ege-aðgerðum fækkar í engu hlutfalli við þetta (45:63), því að metrorrhagiae og amenorrhoe færist jafnframt í aukana. Hin nýju fóstureyðingarlög, sem koma til fram- kvæmda á næsta ári, eru að einhverju leyti farin að verka, og að því er virðist ekki að öllu leyti heppilega. Mætti ugga að þau gerðu lítið annað en að reka þessar aðgerðir enn dýpra inn í skúmaskotin, og reynir hér á karaktér hinnar íslensku læknastéttar, sem hér eftir á sér engar afsakanir í þessum málum. Löggjöfin um fóstureyðingar er nú eins og hún óskaði eftir. Úr umsögnum lækna: Borgarf jörður: „Abortus provacatus aldrei gerður. Fáir leita ráða um takmörkun barneigna“. Borgames: „Eg var ekki viðstaddur neitt fósturlát, og veit ekki af neinum slíkum, ekki heldur abortus provacatus. Eitthvað munu getnaðarvarnir hafa verið um hönd hafðar, en ekki í stórum stíl enn þá“. Þingeyrar: „Nokkrum sinnum hefir læknir verið beðinn að gera abortus provacatus. Hefir því verið synjað, þar sem engar aðkallandi ástæður voru fyrir hendi. Stöðugt vex kvabbið um fóstureyðingar. Er líkast því, að fólk haldi, að þetta sé leikur einn og aðgerðin hættulaus. Mun fræðsla sú, er almenningur hefir fengið í þessum efnum, eiga sinn þátt í því. Gleðilegt að hafa nú fengið um þetta skýr lagaákvæði og þar með eitthvað að halda sér við“. Flateyrar: „Einstaka hjón takmarka barneignir sínar. Önnur, og það þau, sem ættu allra hluta vegna að gera það, mega ekkert vera að fást við slíkt fitl“. öxarfjarðar: „Fæðingum virðist fækka. Unga fólkið strjálast burt. Lítið um ný hjónabönd. Þá er og vilji á og ráð til þess að fyrirbyggja getnað orðin almenn. Vafalaust almennari en ætti að vera. Það er um hlutföll gagnsemi og skaða af þessara hluta svipað og brennivíns: „Mér er um og ó úm Ljót“. Barnameðfæri er hann ekki“. Norðfjarðar: „Menn eru að nokkru leyti hættir að líta á það sem eðlilega afleiðingu af samlífi karls og konu, að fleiri eða færri börn fæðist. Að minsta kosti skal reynt að hafa vald yfir því. Margir hafa hug á því, en kemur mest fram sem umsóknir um fóstureyðingar. Veldur þar að nokkru misskilningur á hinum nýju lögum. Hafa menn ein- hvern pata af ákvæðinu um, að taka megi tillit til kringum- stæðna, fleiri en sjúklegs og verður að hreinni „socialindika- tion“. Önnur ástæðan er, að sú saga gengur, að nokkrar konur hér hafi reynt occlusiv pessaria með þeim árangri, að þær urðu allar barnshafandi það ár. Afleiðingin er sú, að almenn ótrú er á þessari tegund verja. Áhugann vantar

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.