Stormur


Stormur - 01.05.1937, Qupperneq 3

Stormur - 01.05.1937, Qupperneq 3
Hugleiðingar gamla mannsins. (Jónas liggur á legubekk, klukkustundu áður en gestirnir koma. — Augun eru háif lokuð, andlitsdrættirnir slapandi og preytulegir; öðruhvoru harðna þeir bó, og stundum bregður fyr- ir gremjubíöndnu glotti á fölbleiku andlitinu. — Myndum fortíð- ar, nútíðar og framtíðar bregður eins og leiftri fyrir í huga hans). Nu fara þessi smámenni og svikarar að koma. — Einu sinni skulfu þeir fyrir mér, nú þykjast þessar skepnur hafa í öllum köndum við mér. Eg vissi, að eg mátti aldrei treysta Trygga. Það var satt, sem vinnukonan hans sagði mér, en refurinn Jón í Dal taldi mér frú um, að henni hefði misheyrst. Við þann svikara á eg eftir ®ð jafna margar sakir (kreppir hnefana), en hvað getur maður gert með þessum læpum, sem þykjasí fylgja manni. Mér er sem ®g sjái skuldaþrælinn Jörund, Iæpuna úr Öxnadalnum og Hóla- fíflið, ef eitthvað ætti að gera (brosir gremjulega). Hvað ætli vitfirringurinn Hermann segi í kvöld? Honum hæfði best að vera bílstjóri á Kleppi. Bara að bíllinn brynni ekki hjá honum (hlær). Skyldi hann ekki falla á Ströndum? Líklega ehki — þessir bændur eru heimskari en sauðkindurnar þeirra. Það er bæði mosi í skegginu og heilanum á þeim. Það svíður mig mest, að þessi andlegi kryplingur, sem ekki hefir einu sinni vits- wuni eða menningu til þess að vera innanbúðar hjá Jacobsen skyldi standa yfir mínum höfuðvörðum- Það á eg Reykjaræksn- inu að þakka. — Hvað ætli að hafi verið margir víxlar afsagðir á hann í dag? (Brosir). Það var heimska af mér að hlífa Hermanni. Austur-Skaftafellssýsla. Já, bændamenningin skaftfelska! Það er ekki furða, þótt Nordal finnist til um hana. Þórbergur er glæsilegur ávöxtur hennar! (Hlær.) Það er líklega einsdæmi í veröldinni, að slík skepna skaparans skuli hafa komist á þing. Hvað skyldi heilinn í honum vera þungur? (Brosir.) Ætli Bjarni Sæmundsson héldi það ekki fuglsheila, ef hann hefði rekist á hann í spíritus niðri á náttúrugripasafni ? — Jón ívarsson — slægur eins og Jón í Dal og ótryggur eins og Cassius, Suður-Múlasýsla. — Ingvar — Eysteinn — skeggið — eyr- UR- Jæja> Ingvar greyið er nú með þeim tryggustu og líklega sigraði hann í vitsmuna-samkepninni við Þórberg. Hann hefir ver- ið mér þægur, — og fylgir mér líklega til St Helena. Eysteinn metorðagjarn — ætlar sér meiri völd en mér! Þar þarf eg á vinnu- konu að halda- Þarf að ná betri tökum á dónanum, annars getur hann orðið mér hættulegur. Pálarnir. Á þeim báðum hefi eg góð tök. Best að eg láti út- varpið taka Pál Zóph. upp á grammófónsplötu, svo að hann lifi hjá eftirkomendunum. Grikkir hefðu höggvið hann í marmara. Norðmýlingar hljóta að vera smekkmenn fyrst þeir kunna að meta svona vel blæbrigði mannsraddarinnar. Eg ætla að spyrja Aðalbjörgu, hvort Páll muni ekki hafa verið svanur í fyrri til- veru sinni. Þingeyjarsýsla. — Hrossaket — Gísli. Líklega hefði hann haldið sakleysi sínu, þótt hann hefði verið herbergisþjónn Nerós. Likingin við Poppeu ekki svo mikil, að keisarinn hefði vilst á honum. Stalin og Hitler fóru hyggilegar að en eg. Þar hefði þessi Röhm ekki kembt hærumar. En hvað getur maður gert hér í þessu landi bændalyddanna ? — Litla-Hraun. Ætli Siggi hefði gaett vandlega klefans? Og hvað ætli sauða- og hrossaþjófunum *kagfirsku eða rekaþjófunum á Ströndum þyki athugavert við það, þótt vátryggingarféiög borgi. Hvern ætli Jón Árnason beinbrjóti í kveld ? Þessi leppur og leiguþý Jensens-sonanna. Eg hefði átt að vera búinn að reka hann úr Sambandinu fyrir löngu. Þessi andskotans Kveldúlfur. Honum kem eg Iíklega aldrei á kné úr þessu, en eg skal muna Vatnsskarðs-fíílinu þetta. (Svipurinn verður heiftarlegur). — Hambro — Magnús. Skyldi mér' aldrei takast að veiða þann ref 1 gildruna ? Helvítis Svíarnir að bregðast mér. — En hvers rnátti ekki h'ka vænta, þegar maður hafði fíflið Stefán Jóhann með Ser, þessa eyfirsku grásleppu — þenna kvapkepp, sem alt síast í gegnum Ef eg hefði fengið lánið, þá hefði Magnús ekki siglt um 'leginn, og með 60 þúsundum hefði mátt fá 600 bændáræksni. ^tauning brást líka alveg- Hann getur ekki annað en drukkið w‘ský af stút með Gunnari á Selalæk. — Já, Gunnar; æth væri ekki hægt að fá hann á Rangárvellina, ef Sambandið Iéti hann afa peninga til þess að kaupa nokkrar merar af körlunum. En Pað er ekki hægt að treysta honum, — hann sat altaf á svikráð- UlR við mig á meðan hann var fyrir Láglendingana. (Augun lokast næstum því og andlitsdrættirnir slappast. — 10 mínútur eru þangað til gestirnir koma ) Bernharð — lufsa, til með að svíkja Veltur fullur í stig- um. — Einar — ræksni — fellur. Sigfús. — Eftirmæíi, hestakaup. — Mælifell. — Guð! Hermann — bíll, léttúð. — Litla-Hraun. Bergur — Norland — Dáleiðing. Bjarni Helgi Tómasson — Geðveiki — svikari — hundr- uð þúsunda. Hallgrímskirkja — Síldarverksmiðjan — Þormóður ___________ Svemn — Kveldúlfur — Sæmundur — Gísli — Stefán — Sund- höHin — Héraðsskólarnir — Ræktunarlögin — Kæliskipin — Nýbýlin — Samsalan — Pétrarnir — Eyjólfur. Svikin — Maðkarnir. Ósigur Napóleon — Litla-Hraun. Sigur — Ráðherra — Keisari! Arnessýsla — Egill — Jörundur — Bjarni — sprúttsali — ®reiðumaður — heimskingi. Hver ætli hafi mest fylgi hjá skríln- 1101 ? Hvað æth að Napoleon hefði unnið marga sigra með slík- UtR liðsforingjum? (Rödd Páls Zophoníassonar heyrist á ganginum. Jónas rís upp og segir hálfhátt við sjálfan sig:) Lyddurnar eru að koma. — Svanurinn syngur á gangmum.

x

Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.