Stormur - 01.05.1937, Síða 7
stormur
7
mér er ekki örgrant um, að broddskitan verði þeim hættu-
leg, þegar fer að líða á júnímánuðinn, og að þá verði það
ft'áfæringarnir, se’ spjari sig betur. — Eg vildi vona, að
Þetta reyndist ekki svo, en erfiðlega hafa mér draumar
| ^engið eftir að þessi hornahlaup og bægslagangur komu í
i skepnurnai*.
Eg og afmælisbarnið erum nú báðir komnir úr barn-
e%n, ef svo mætti að orði kveða, það mætti því máske
Se8'ja, að öxin og jörðin geymdu okkur best, og sjálfsagt
Vjldi viðbjóðurinn þarna að norðan það helst, og ekki mundi
standa á Akranessklerkinum að kasta á okkur rekunum.
'— En mönnum verður ekki altaf að ósk sinni, eins og eg
hefi fengið að reyna um dagana, og raunar afmælisbarnið
líka. — Við höfum báðir orðið fyrir vonbrigðum, máske
sárari en nokkur ykkar getur gert sér í hugarlund. Eg hefi
nú ákveðið að draga mig út úr bardaganum, og eg vildi
ráðleggja hinum gamla og trygga vini mínum að gera það
líka. — Hann er orðinn gamall eins og eg, sálarfjörið er
íarið að dofna, og þá getur vankinn, sem varð Viðvíkur-
r°llunni að fjörlesti, komið á hverri stundu. — Það er gott
Þeilum vagni heim að aka, en að detta aftur af vagninum,
?etur orðið hættulegt, þegar beinin eru farin að feyskjast.
Skál! gamli, einlægi vinur minn!
Þættir úr
sögu Hriflunga
Síðustu þrjú ár Hriflu-aldar stjórnuðu þeir Hermann,
Eysteinn og Haraldur landinu í umboði Danakonungs, og
•frömdu mörg spellvirki.
Þjökuðu þeir mjög landslýðnum með sköttum og álög-
Uríb enda var þá hin mesta úáran. Gekk fjöldi manna at-
Vlnnulaus, en þjófnaðir og ýmiskonar illvirki fóru mjög í
vöxt, einkum í kauptúnum. Lauslæti var þá mikið og hirtu
giftir menn lítt um eiginkonur sínar, en ef um var vandað
prestum, vitnaði almúginn til valdhafanna og kvaðst
^ara að þeirra dæmi.
Dýrtíð var þá mikil í landi og vörur bæði vondar og
t°rfengnar. Lagðist það orð á íslendinga erlendis, að þeir
Vaeru vanskilamenn miklir, og vildu engir lána þeim. Áttu
Jarlar konungs alla sök á þessu, því að þeir lögðu hald á
^Jaldeyri manna, svo að skilvísir menn fengu eigi staðið
Vlð loforð sín og skuldbindingar.
Mjög voru menn þá ójafnir fyrir lögunum. Voru sum-
11 dæmdir til sekta fyrir litlar sakir eða engar, en aðrir
^uPpu, þótt stórþjófar væru og hinir mestu misindismenn.
0r það eftir stjórnmálaskoðunum. Ýmiskonar ójöfnuði var
^á einnig beitt við suma menn og jafnvel heilar stéttir. —
ar Mjög þrengt að kosti kaupmanna og stórútgerðar, og
hugðust jarlar að uppræta þá með öllu, sem þó tókst ekki.
Lítt fóru jarlar þessir að lögum og virtu þingræðið og
tjórnarskrá landsins að engu. Mjög reyndu þeir að sölsa
^dir sig völdin, og mátti svo heita, að enginn mætti um
Jalst höfuð strjúka. Voru bændur þá sviftir umráðarétti
11 afurðum sínum og hald lagt á, en stórsektir lagðar á
út af brugðu. Hafði slík áþján ekki fyr þekst á Is-
di, og urðu búendur því versta, sem von var.
Svo átti að heita, sem Hermann væri æðstur þeirra
jarlanna.
Hann var lágur maður vexti, en þrekinn, ódjarflegur
í framgöngu, svipséyrður og leit aldrei beint framan í
menn. Lítill var hann talinn vitsmunamaður og ósnjall í
máli. Hann var hinn ágjarnasti maður og mjög ófyrirleitinn.
Eysteinn var rindill að vexti og ekki talinn kvensterk-
ur. Einn var þó sá hlutur á líkama hans, er hafði fullan
vöxt, og voru það eyrun. Voru þau geysistór, og líktust
mjög eyrum á skepnu þeirri, sem asni er kallaður. Ekki
voru augu í honum sem í flestum öðrum mönnum, og sá
hann best þá, er til hliðar honum stóðu. Ekki voru honum
vitsmunir svo naumt skamtaðir sem Hermanni, en mjög
voru honum þó mislagðar hendur um alt, sem að fjármál-
um laut. Hann var hinn mesti ójafnaðarmaður, og dró
mjög fram hlut sinna manna á kostnað annara og þjóð-
arinnar. •—
Haraldur var lítill maður vexti. Munnumbúnaði hans
svipaði mjög til þess, sem er á öpum þeim, er Górillur nefn-
ast. Steigurlætismaður var hann m,estur þeirra jarlanna, og
hinn drýldnasti. Lítt sinti hann stjórnarstörfum og svaf
um daga, en sat á gildaskálum á síðkvöldum og saug bréf-
snuddur þær, er kvenmenn reykja. Hann talaði sæmilega
á þingum, en var þó kokmæltur.
Hér segir frá nokkrum Hriflungum.
Brandur er maður nefndur. Hann var bruggari þeirra
Hriflunga. Lítt þótti hann vandur að bruggi sínu, og var
drukkurinn bæði göróttur og dýr, en þess meira, sem hann
drýgði blönduna og sveik, því betur guldu jarlar honum,
en allur var sá peningur tekinn úr sjóði landsmanna. Ekki
nýttist þó Brandi að fé þessu, því að jarlar 'tóku það aftur
af honum og notuðu til eigin þarfa og herkostnaðar. —
Höfðu jarlar alment þá aðferð við fjárdrátt sinn, að gjalda
málaliði sínu hátt af fé þjóðarinnar, en tóku síðan fjórð-
ung og þriðjung aftur. Er þetta síðan nefndur Hriflunga-
þjófnaður og þykir allra þjófnaða vesælastur.
Pálmi var einn þeirra Hriflunganna. Hann létu jarlar
stjórna skipum þeim, er þeir höfðu í snatt fyrir sig og lið
sitt. Bar þjóðin kostnaðinn af siglingum skipanna, og var
rekstrarhalli mikill. Það hafði Pálma orðið á einu sinni,
að bregða trúnaði sínum við Hriflunga. Lá þá við, að hann
léti líf sitt, en jörlum var þá mjög févant, og því þótti
þeim meiri slægur í að leggja á hann fégjöld mikil. —
Óþokkasæll var Pálmi af mönnum þeim, er hann átti yfir
að segja, og hafði fárra trúnað.
Jónas er maður nefndur. Hann stýrði áður blaði þeirra
Hriflunga og laug þá miklu. Til launa fyrir það aðlaði
Hriflu-Jónas hann og gerði að útvarpsstjóra. Hann var
ófyrirleitinn maður og fremur úvandur að virðingu sinni.
Vinnukonu hafði hann, sem var draumspök og óraði fyrir
óorðnum hlutum. Hún sagði honum, að svo segði sér hug-
ur um, að þeir jarlar myndu brátt hröklast frá völdum og
myndi honum því ráðlegast, að láta sem minst bera á trún-
aði sínum við þá. Fór Jónas að ráði nennar og tók sér dæmi
Sigvalda jarls í Svaldarorustu til fyrirmyndar. Þótti öll-
um honum lítilmannlega farast, og hlaut hann af van-
sæmd mikla, og var nefndur Jónas hinn ragi.
Sumarfataefni
Mest úrval í bænum.
G. Bjarnason & Fjelsteð.
■A:: ý'" .