Stormur - 31.01.1942, Blaðsíða 1

Stormur - 31.01.1942, Blaðsíða 1
' /; ÍB2359 ___1 TORMU Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIII. árg. Reykjavík, 31. jan. 1942. 1. tölublað. KOSNINGAR Lítt skiljanlegt er annað en að Sjálfstæðisflokkurinn beri fram á næsta þingi frumvarp um breytta kjördæmaskipun. Það er sjálfsagt réttlætismál gagnvart miklum fjölda áf kjós- endum landsins og það er eina ráðið til þess að tryggja það, að samviskuliðugur en stefnulaus flokkur eins og Framsókn- arflokkurinn er, fari ekki að eilífu með stjórn landsins. Aðstaða Sjálfstæðisflokksins til þessa er mjög góð — Jafnaðarmenn og kommúnistar þora ekki annað en að fylgja- þeim að málum í þessu, enda þótt hinum fyrnefnda a. m. k. sé það sárnauðugt vegna þess, að þá er loku fyrir það skotið, að þeir og Framsóknarmenn verði nokkuin tima svo sterkir, að þeir geti myndað stjóm á eindæmi sitt. — Mál- inu er því trygður sigur í þinginu, ef Sjálfstæðismenn hafa einurð og drengskap til þess að fylgja því fram með trún- aði og festu. Kjördæmaskipunin eins og hún er nú, hlýtur æ að leiða til hinnar mestu spillingar, því að öll hermenskan hnígur að því að kaupa upp sveitakjördæmin. Síðasta herbragðið eða bændaveiðamar er hin ósvífna mjólkurhækkun, sem Framsóknarmennimir samþyktu ný- lega. Og að vissu leyti er þetta herbragð kænlegt og líklegt til þess að verða andstæðingum Sjálfstæðismanna að nokkru gagni við næstu Alþingiskosnihgar. Um leið og Framsóknarmenn afla sér með þessu vinsælda hjá bændunum eða a. m. k. hinum lítilsigldari, ágjarnari og heimskari þeirra, fú þeir jainaðarmönnum með þessu vopn í hendur, því að nú rísa þeir upp eins og verjendur og for- sjón verkalýðsins, sem harðast verða fyrir barðinu á þessari stórkostlegu og ástæðulausu hækkun. — Hinsvegar treysta Framsóknarmenn því og jafnaðarmenn líka. (Það er ekkert sennílegra en að mjólkurhækkunin hafi verið gerð í samráði ; við þá og eigi að vega gegn því, að Hermannsráðið misheppn- aðist), að Sjálfstæðismenn þori ekki af ótta við bændurna að rísa gegn þessu. Rödd hefir komið fram um það hjá einum Sjálfstæðis- manni (Áma Jónssyni) að réttlæti í kjördæmamálinu megi ná með því, að koma á hlutfallskosningu í tvímenningskjör- dæmum. En þetta er mesti misskilningur. Sú breyting jafnar ekkert eða dregur úr óréttlætinu, sem t. d. kjósendur Reykja- víkur eru nú beittir gagnvart öðrum kjósendum landsins. Enn eru svo engin líkindi fyrir því að þessi breyting fengist fram. Framsóknarmenn myndu ekki fylgja henni fremur en óðrum breytingum til bóta og jafnaðarmenn og kommúnist- ar myndu ekki heldur ljá henni fylgi sitt, því að hún veitti kjósendum þeirra engar réttarbætur. Sú leið, sem á að fara er því annað hvort sú, sem Sigurð- ur Kristjánsson og fleiri hafa bent á að skifta landinu í nokk- ur stór kjördæmi eða gera landið alt að einu kjördæmi. Er sennil. fyrri leiðin viturlegri en hin síðari, þó ekki hafi hún þá ókosti að ekki sé gangandi að henni, ef framkv. málsins ylti á því. Má alveg furðulegt heita, hversu hljóð blöð Sjálf- stæðisflokksins eru um þetta mesta mál hans, en svipuð þögn ríkiir að vísu um fleiri mál, svo sem um áþján innflutnings og gjaldeyrishaftanna, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði eink- um á stefnuskrá sinni og taldi meðal sinna helstu-mála. — Bar Sigurður Kristjánsson fram frumvarp um afnám þeirra á síðasta 'aukaþingi, en svo brá við, að flestir Sjálfstæðis- nænn gengu út, er Sigurður fór að tala fyrir málinu. Er slöit lómlæti lítt afsakanlegt. Sjálfstæðismenn ættu nú að fylgjast vel með framkomu óg gerðum þingfulltrúa sinna á vetrarþinginu. Þeir menn, sem af áhugaleysi eða læjuskap svíkjast undan því að bera fram stefnuskrármái flokksins eiga ekki að vera í framboði fyrir hann næst og er það best að hverfa af þingi, áður en vansæmd þeirra verður enn meiri en orðin er. Jón Espólí Jón Espólín sýslumaður og sagnfræðingur lést fyrsta ágúst 1836 á 67. aldursári. Honum er svo lýst: Jón Espólín var að hæð 73 þumlungar og þar eftir þrek- inn, fríður sýnum, hafði bjartan háralit, en gerðist sköllóttur þegar á unga aldri, nokkuð lotinn í herðum, vel farinn að skapnaði, með hraustustu mönnum að afli, þótti og jafnan skemtilegt að þreyta aflraunir. Á yngri árum var hann hneygð ur til ölfanga og var sagt, að slíkt hefði stundum meira en skyldi valdið fljótræði í embættisverkum hans, en á seinni árum neytti hann ölfanga með mestu stillingu. Hann var góðmenni hið mesta,, í lærdómsverkum hinn iðjusamasti, trúmaður mikill, en rannsakaði jafnan með sannleikselsku það er hann las. Mátti því kallast hálærður í guðfræði, rétt vel að sér í lögum, er hann gætti sín, sagnfræðingur fremstur allra íslenskra manna og er höfuðrit hans í þeirri grein Ár- bækurnar er ná yfir 570 ár, frá 1262—1832. I ættvísi komust fáir til jafns við hann. Skáld var hann ágætt og ritaði svo margt er hann bæði samdi sjálfur og út- lagði í Ijóðum og óbundinni ræðu, að furðu þótti gegna hve miklu hann gat afkastað svo lengi, eins og skáldið kvað: Vara munu vísdómsgreina verk hans dýr í miklum tíri.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.