Stormur - 28.02.1942, Blaðsíða 1

Stormur - 28.02.1942, Blaðsíða 1
STORMUR? Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIIL árg. Reykjavík, 28. febrúar 1942. 3. tölablað. Jeremíasarbréf. Reykjavík i febrúar 1942. Gamli kunningi! Rétt í því að eg var að setjast niður til þess að skrifa þér þessar línur barst blaðið Isléndingur mér í hendur og þar sá eg eftirfarandi vísur eftir Hallfreð vandræðaskáld: Bretinn kom hér um svalan sjá og sótti að kaupstöðum. Allmargar stelpur urðu þá að árásar flugvélum. Beindu þær flugi að Bretunum með braki og vélagný, vörpuðu augna eldsprengjum svo íkveikja varð af því. Rættist nú margra manna von um menning og siðgæði. Það sagði herra Halldórsson frá Höfnum í útvarpi. Loks sneri Bretinn héðan heim og hrósaði landanum. En skildi eftir enskan Islending í árásar flugvélum. Það er annars dálítið broslegt, að um leið og kennimenn kirkjunnar og f jöldi annara manna hrópar á landslýðinft að leggja fram fé til þriggja eða fjögra nýrra kirkna hér í Reykjavík, skuli ríkisstjórnin gera sér leik að því að eyði- leggja siðferði fjölda stúlkna hér í bænum eða með öðrum orðum styrkja það eftir mætti, að Bretinn „skilji eftir ensk- an Islending í árásar flugvélum", eins og Hallfreður orðar það. En hvað er þetta, sem þú ert að bera á ríkisstjórnina? get eg mér til að þú spyrjir. Og það er von að þu spyrjir, því að þegar Hermann talar til sinna „góðu Islendinga" er hann þrunginn af siðferðisvandlætingu, og einna líkastur al- vörugefnum og æruverðugum prestaöldungi, sem aldrei hefir litið fram hjá „maddömunni", altaf talið eignir sínar ráðvand- lega fram og aldrei haft vinnumann, sem var svo illa inn- rættur „að brenna upp fyrir sér atvinnuna". En þrátt fyrir alla siðferðisvandlætingu eignalausa mannsins, þá er þessu samt nú svona varið. Það er vitað öllum Reykvíkingum, að síðan vínbúðinni var lokað hefir kynning erlenda setuliðsins og kvenþjóðarinnar hér í Reykjavík stóraukist. 1 fjölda mörgum húsum shVja Bretar með íslenskum stúlkum við vín- drykkju, og auk þess hafa svo Bandaríkjamenn lagt undir sig annan stærsta samkomusal bæjarins og mega þar hafa vínveitingar að vild sinni. , En á þetta horfir kenslu- og kirkjumálaráðherrann sljóum augum og sömuleiðis ofstækismennirnir í hópi goodtemplara, enda er það máske ekki nema að vonum, því að löngum hefir orð á því leikið, að þeir teldu skírlífi kvenna enga þjóðar- nauðsyn. Annars er spillingin og vitleysan í áfengismálunum farin að nálgast það, sem hún var mest á bannárunum. Þrátt fyrir lokunina flæðir vín frá setuliðinu, og nokkrir sprútt- salar hafa tugþúsunda tekjur á mánuði. Þetta vín og smygl- að drekka þeir, sem ekert vita, hvað þeir eiga með pening- ana að gera, en þeir sem minni hafa efnin, drekka alls konar brugg. Hefir nú bannofstækismönnunum tekist það, sem þeim hefir aldrei fyrr tekist, að kenna nær öllum íslending- um að brugga áfengan drykk, sem kostar því nær ekkert. Og því er ekki að efa, að þessi bruggun heldur áfram, þótt vínbúðirnar verði opnaðar,' þótt eitthvað dragi að sjálfsögðu úr henni. Afleiðingin af lokuninni hefir orðið þessi: 1) Ríkissjóður hefir verið sviftur miljóna tekjum. 2) Allri þjóðinni hefir verið kennt að brugga áfengi 3) Kynning setuliðsins og íslenska kvenfólksins hefir stór- aukist. 4) Nokkrir menn hafa drepist af áfengiseitrun, og á aðra hefir fallið sár eins og á holdsveika menn. Það er ekki að furða, þótt ofstækisklíka bannmannanna sé hreykin af þessum árangri af starfi sínu í þágu menning- arinnar og siðgæðisins á Islandi. Heyrst hefir, að nú eigi þingið að skera úr því, hvort lok- unin eigi að halda áfram eða ekki. Óbeinlínis hefir það tvisv- ar lýst vanþóknun sinni á henni, en þingmennina hefir brost- ið einurðina til þess, að láta það sjást svart á hvítu, hver vilji þeirra er í þessu máli. Og ekkert er líklegra en að svo verði enn, því að það er orðinn háttur þingmanna, að smeygja fram af sér öllum vanda, og vera í einu og öllu ósjálfstæðir þjónar ríkisstjórnarinnar. Þú gast þess í bréfinu þínu til mín, að þú kendir ekki í brjósti um nokkurn mann eins mikið nú og hann Stebba okkar Jóhann. Ég held líka að það sé full ástæða til þess, því að manninum líður vafalaust ákaflega illa. Vonandi er að vísu, að maðurinn hafi haft fyrirhyggju á því að birgja sig dálítið upp áður en hann fór, og svo er nú Hermann vís til

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.